Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 128

Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 Ragnhildur Ágústsdóttir tók nýverið við stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Ódýra síma- félaginu, sem rekur lággjalda- vörumerkin SKO og BTnet, en félagið er í eigu Teymis. „SKO hefur allt frá upphafi boðið ódýrari GSM þjónustu og náð góðri fótfestu á íslenska símamarkaðinum. Viðskipta- vinir SKO eru orðnir um fimm þúsund sem verður að teljast góður árangur á ekki lengri tíma en níu mánuðum. Sem fram- kvæmdastjóri ber ég ábyrgð á rekstrinum og því í nógu að snúast. Þar sem fyrirtækið er ekki svo ýkja stórt í sniðum og hefur aðeins yfir fimm starfs- mönnum að ráða er starfið mjög fjölbreytt og spannar allt frá því að samþykkja reikninga og yfir- fara uppgjör til þess að sjá um markaðsmálin. Þetta er krefjandi starf en það er að sama skapi mjög spennandi og skemmtilegt. Ég er nú bara þannig gerð að ég hef meira gaman af hlutunum ef þeir reyna svolítið á þolrifin.“ Ragnhildur er 25 ára og í sambúð með Júlíus Inga Jónssyni sem einnig starfar sem fram- kvæmdastjóri. Þau eiga von á sínu fyrsta barni í vor og í nógu að snúast í þeim efnum. „Það er kannski ákveðið aukaálag sem fylgir því að taka við starfi sem þessu verandi barnshafandi en það er bara verkefni sem takast þarf á við með opnum huga eins og allt annað. Ég get ekki annað en litið svo á að ég sé einstaklega heppin. Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá mér, bæði í leik og starfi.“ Ragnhildur er viðskiptafræð- ingur að mennt, útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2005. Þegar ein önn var eftir af náminu hóf hún störf sem markaðsstjóri Skjás eins og starf- aði þar meðfram námi í nokkra mánuði og svo áfram að útskrift lokinni. „Það var mjög spenn- andi og lærdómsríkt að vinna á Skjá einum en þegar mér bauðst að taka þátt í að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni gat ég ekki annað en slegið til. Þetta er eitt- hvað sem mig hefur alltaf langað til að gera og svona tækifæri bjóðast ekki á hverjum degi.“ Ragnhildur segist vera ótta- legt fiðrildi þegar kemur að áhugamálum. „Ef ég á að nefna eitthvað sérstakt þá hef ég mjög gaman af góðum kvikmyndum og vel gerðum þáttaröðum og hef sérstakt dálæti á evrópskum myndum og er raunar svolítið gamaldags hvað varðar kvik- myndasmekk. Ég hef einnig gaman af íþróttum og útivist hvers konar, horfi talsvert á fót- bolta þó að það sé nú kannski mest kærastanum að þakka. Ég hef einnig mjög gaman af golfi sem við höfum verið að uppgötva undanfarin tvö ár. Svo er það auðvitað þetta klass- íska, ferðalög. Framandi slóðir eru spennandi, en ég hef ekki síður gaman af því að ferðast um Ísland. Það er til dæmis alveg yndisleg tilfinning að vakna í tjaldi eldsnemma morguns, fersk eins og blóm í haga, skjögra út og draga fram útilegustólana. Ég tók mér síðbúið sumarfrí í nóvember og fór vestur um haf til Bandaríkjanna, en þangað hafði ég aldrei komið áður. Við dvöldumst í sól og sumaryl í Flórída í tvær vikur og tvo daga í New York í bakaleiðinni. New York er stórbrotin og maður verður óttalega lítill innan um þessar risavöxnu byggingar á Manhattan sem ná svo langt sem augað eygir.“ Ragnhildur Ágústsdóttir: „Ég get ekki annað en litið svo á að ég sé einstaklega heppin. Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá mér, bæði í leik og starfi.“ framkvæmdastjóri Ódýra símafélagsins RAGNHILDUR ÁGÚSTSDÓTTIR FÓLK TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Nafn: Ragnhildur Ágústsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 27. 5. 1981. Foreldrar: Ágúst Þór Gunnarsson og Hólmfríður Sigurðardóttir. Maki: Júlíus Ingi Jónsson. Börn: Frumburður á leiðinni. Menntun: B.Sc. gráða í við- skiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.