Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 Bandaríkjunum en það tekur tvö ár að loka þeim, kostar flókið ferli í samskiptum við yfirvöld og mun hafa í för með sér að um 200 manns í viðbót verður sagt upp störfum. Við þetta næst sparnaður upp á 14-15 milljónir evra. Sömuleiðis erum við að skoða sölu á einni af verksmiðjum Alpharma. Samþættingarferlið undanfarin ár hefur verið ótrúlega umfangs- mikið – það tekur á að láta ellefu þúsund manns í 32 löndum dansa í takt, koma hverjum og einum í rétta stöðu. Samþættinguna má sjá þannig fyrir sér að öllum vinnufærum Akureyringum hefði verið dreift á 32 lönd, búin til ein keðja þar sem hver og einn hefði sitt hlutverk og látin stefna í sömu átt. Í allt höfum við sagt upp fimm þúsund manns á undanförnum fjórum árum. Mörg fyrirtæki taka ekki nóg á í samþættingu þegar þau kaupa fyrirtæki: Alpharma og Pliva eru bæði dæmi um fyrirtæki sem ekki gerðu það. Pliva lækkaði í verði um þrjátíu prósent á fimm árum – það næst einfaldlega enginn árangur ef ekki er samþætt. Það er vissulega erfitt að segja upp fólki en uppsagnir eru hluti af því að ná nauðsynlegri hagræðingu.“ - Hvaða Actavis-hugsun er það sem þið reynið að koma inn hjá fyrir- tækjum ykkar? „Það er skýrt hvað við ætlum okkur: 15-20 prósent vöxtur á hverjum markaði, að við séum meðal fimm stærstu á hverjum markaði og skýrt hvaða lyf við viljum þróa og selja. Allt þetta er einfalt að mæla og því erfitt að fela sig á bak við það að menn skilji ekki að hverju er stefnt. Lyfjaumhverfið er svo flókið að það er nauðsynlegt að hafa allt sem allra einfaldast.“ Baráttan við Barr um Pliva - Fram eftir árinu glímduð þið við bandaríska fyrirtækið Barr um yfirtöku á króatíska fyrirtækinu Pliva. Hvers vegna teygðuð þið ykkur ekki lengra og náðuð fyrirtækinu í stað þess að gefast upp? „Það var ekki erfitt að hætta við kaupin. Það er munur á að hætta og gefast upp! Skoðum aðeins samhengið. Við höfum skoðað um áttatíu fyrirtæki ítarlega og keypt 25. Árið 2004 skoðuðum við til dæmis eitt fyrirtæki í hálft ár. Þau kaup hefðu styrkt stöðu okkar verulega, en á endanum náðum við ekki saman um verð. Með Pliva hefðum við orðið þriðja stærsta fyrirtækið og náð takmarki okkar á mjög mörgum mörkuðum. Það er mjög freist- andi fyrir forstjóra að láta slag standa þegar maður er búinn að eyða miklum tíma í samninga – egóið hleypir mönnum líka oft lengra en skynsamlegt er. Við höfum hins vegar haldið þeim aga að þó kaupin virðist skynsamleg og þjóna markmiðum fyrirtækisins, þá dugir það ekki ef verðið er ekki fjárhagslega rétt. Varðandi Pliva-kaupin hefðum við getað haldið áfram í samræmi við markmið okkar, en við gátum ekki réttlætt fyrir okkur hærra verð þó að við hefðum fé til þess. Það er einfaldlega aldrei hægt að rétt- læta yfirboð því á endanum snýst þetta um arðsemi fyrir hluthafa. Kaupin þrýsta augljóslega á Barr – aðeins ein spurning skiptir máli; skila Pliva-kaupin hærra hlutabréfaverði?“ - Þið sýnduð þá markaðnum að þið eruð kaupglaðir en borgið ekki hvað sem er! „Þeir sem hafa fylgst með Pliva-málinu fengu sannarlega staðfest enn og aftur að Actavis heldur í það prinsip að yfirborga ekki. Þetta hefur í raun styrkt okkur sem leiðandi fyrirtæki í yfirtökum.“ Fjármögnun á yfirtökum - Hvernig standið þið að fjármögnun þegar þið kaupið fyrirtæki? „Það er háð eðli og stærð kaupanna. Almennt höldum við okkur innan ákveðins ramma, höldum okkur vel fyrir innan þá fjórföldu framlegð í samhengi við skuldsetningu sem þykir eðlilegt og þannig fáum við bestu kjör. Okkar staða er sterk. Af íslenskum fyrirtækjum eru það aðeins við og bankarnir sem eiga kost á svo góðum lána- kjörum, 50-80 stig yfir líbor. Þetta er staðfesting á að við erum eðlilega skuldsett. Við einbeitum okkur að því að hafa jafnvægi í Róbert Wessman ásamt fjölskyldu. Eginkona hans er Sigríður Ýr Jensdóttir heimilislæknir, en þau hafa verið saman frá því þau voru 17 ára. Þau eiga tvö börn, Jens Hilmar, 5 ára, og Helenu Ýr, 8 ára .Róbert er fæddur 1969 og útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1993. Vann hjá Samskipum bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Hann varð forstjóri Delta 1999, síðar forstjóri Pharmaco, en nafni þess var breytt í Actavis 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.