Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Qupperneq 123

Frjáls verslun - 01.11.2006, Qupperneq 123
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 123 boði. Scorsese leitaði því til Jack Nicholsson með góðum árangri. Á móti kom að Robert De Niro vildi fá Leonardo Di Caprio til að leika Edward Wilson, en Di Caprio gat það ekki vegna anna, m.a. vegna þess að hann hafði tekið að sér aðalhlutverkið í The Departed. Einhvern veginn sá Matt Damon leið til að leika í báðum myndunum og sjálfsagt eru allir ánægðir að leiðarlokum. Vildi öðru vísi njósnamynd Robert De Niro á að baki frábæran leikferil sem ekki verður farið út í nánar hér. Þegar hann var spurður í nýlegu viðtali hvað það væri við kalda stríðið og CIA sem heillaði hann sagði hann að það væri fyrst og fremst leyndin sem hvíldi yfir aðgerðum: „Ég hef ekki séð margar góðar njósnamyndir. Ef undanskildar eru myndir sem byggðar eru á sögum John Le Caré þá eru þær gjarnan sömu klisjurnar. Ég vildi fara aðra leið og segja sögu í líkingu við það sem gerðist í London þegar eitrað var fyrir rússneska njósnarann Litvinenko.“ Viðtökur Góða hirðisins hafa verið góðar þegar á heildina er litið þó að vinur hans Scorsese virðist með The Departed hafa vinninginn hvað varðar gæði. Mörgum finnst De Niro hafa færst of mikið í fang, hann hafi ekki bakgrunn til að fást við sögu af slíkri stærð, aðrir segja að honum takist vel að koma til skila efninu á sannfærandi hátt. Höfundur handrit- sins, Eric Roth, er enginn byrjandi og hefur reynslu til að takast á við sögulega atburði með augum skáldaðrar persónu, en hann skrifaði handritið að Forest Gump á sínum tíma og meðal annarra afreka hans á þessu sviði eru Innherjinn (The Insider), Ali og München (Munich). Matt Damon í hlutverki njósnarans Edward Wilsons, sem fórnaði öllu fyrir starfið. BÍÓMOLAR Bölvun gullblómsins Kína er stórveldi í kvikmyndaheim- inum. Sá leikstjóri sem hefur mest borið hróður kínverskrar kvik- myndagerðar hingað til er Yimou Zhang, sem á margar frábærar kvikmyndir að baki. Nýjasta kvik- mynd hans, Bölvun gullblómsins (The Curse of the Golden Flower), er enn ein sönnun um hæfileika hans. Fjallar hún um keisarann Ping, sem kemur óvænt heim úr stríðsferð til að fagna hátíð með fjölskyldu sinni. Heimkoma keis- arans er ekki vel séð af keisaraynj- unni, sem er farin að halda við stjúpson sinn, sem aftur á móti er ástfanginn af ungri stúlku við hirð- ina. Þrátt fyrir flókin ástarsambönd er ekki allt sem sýnist og leynd- armálin koma hvert af öðru upp á yfirborðið og vandamálin eru ekki leyst nema á vígvellinum. Chow Yun-Fat leikur keisarann og Gong Li, sem Yimou kom á framfæri á sínum tíma, leikur keisaraynjuna. Bölvun gullblómsins þykir mjög flott og bardagasenur tilkomu- miklar. Cate Blanchett og George Clooney í svarthvítu. Góði Þjóðverjinn Sama dag og Góði hirðirinn var frumsýnd vestanhafs eða 22. desember voru einnig hafnar sýn- ingar á nýjustu kvikmynd Steven Soderberghs, Góða Þjóðverjanum (The Good German), og var búist við að einhverjir ættu eftir að villast inn á ranga mynd þar sem nöfnin eru lík. Búist er við miklu af Góða Þjóðverjanum og eru aðstandendur myndarinnar vongóðir um Óskarstilnefningar. Myndin gerist í Berlín í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og fjallar um hermanninn og stríðsfréttaritarann Jake Geismar sem hittir fyrrum ástkonu sína, sem er að reyna að koma eiginmanni sínum frá Berlín, en hann er hundeltur, bæði af Bandaríkjamönnum og Rússum. Ákveður hann að hjálpa henni. Myndin er í svarthvítu sem gefur henni sérstakan blæ og þykir hún minna á rómantískar eftirstríðs- myndir á borð við Casablanca. Í aðalhlutverkum eru George Clooney, Cate Blanchett og Tobey Maguire. Þögla stúlkan hjúkrar blindum. Sarah Polley og Tim Robbins. Leyndardómsfullt líf orða Öðruvísi gæðamyndir eru alltaf vel þegnar og spænska myndin La vida secreda de las palabras (á ensku The Secret Life of Words) er ein slík og hefur verið sýnd víða og er margverðlaunuð. Segir í myndinni frá Hönnu, einrænni og dularfullri konu sem vinnur í verksmiðju ein- hvers staðar í Evrópu. Hún talar ekki við neinn, borðar sama mat í öll mál og notar heyrnartæki sem hún slekkur á til að njóta verndar frá umheiminum. Hún er neydd til að taka sér frí og fer til Norður- Írlands þar sem hún býður sig fram sem hjúkrunarkona á olíuborpalli. Þar sinnir hún manni sem hefur orðið fyrir slæmum bruna og er nánast blindur. Verður hann mjög forvitinn um hjúkrunarkonu sína. Í hlutverki stúlkunnar er Sarah Polley og Tim Robbins leikur sjúklinginn. Meðal annarra leikara eru Javier Cámara, Julie Christie og Sverre Anker Ousdal. Leikstjóri er Isabel Coxiet.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.