Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 115

Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 115
S K R I F S T O F U - O G V E R S L U N A R H Ú S Verslunar- og skrifstofuhúsnæði er víða í byggingu í Reykjavík og svo er komið að kalla mætti Borgartúnið viðskiptastræti. Annað slíkt er í uppsiglingu í Urriðaholti. - Hvað kostar skrifstofuhúsnæði um þessar mundir? „Það fer eftir ástandi og staðsetningu eign- arinnar og hvort um er að ræða nýjustu húsin sem byggð hafa verið á eftirsókn- arverðum svæðum. Yfirleitt er húsnæðið ekki selt fullbúið heldur tilbúið til innrétt- ingar. Þá hefur ekki verið gengið frá innra skipulagi, heldur eru aðeins komnir útveggir og t.d. stammar fyrir lagnir. Það vantar allar innréttingar, gólfefni, loftaklæðningar, rafmagn, loftræstingu o.s.frv., sem kaupand- inn tekur sjálfur að sér að ljúka við. Reikna má með að fermetrinn í svona húsnæði, og á þessu stigi, kosti á bilinu 180-230 þúsund krónur. Menn geta síðan farið ýmsar leiðir í innréttingunni. Fræðilega er hægt að inn- rétta skrifstofuhúsnæði fyrir 40-60 þúsund kr. á fermetra en í flestum tilvikum myndi kostnaðurinn þó verða nær 90 til 100 þús- und kr. og jafnvel hærri ef mikið er lagt í innréttingarnar.“ - Hvað kostar að leigja? „Í fyrsta lagi er allur gangur á því hvernig leigutakinn tekur við húsnæðinu. Sumir eru að leigja út húsnæði sem er lengra komið en það sem ég nefndi og er til sölu. Komin eru gólfefni og búið að ganga frá loftum og raflögnum. Í öðru lagi geta leigutakar fengið að koma með hugmyndir varðandi innréttingar og skipulag og leiguupphæðin tekur þá mið af því. Leigan í besta húsnæð- inu fer vissulega eftir endanlegum útbúnaði og kostnaði við hann. Annað sem ekki má gleyma er að leigusala er orðin eins og hver önnur viðskipti. Gert er ráð fyrir ákveð- inni ávöxtunarkröfu þeirra fjármuna sem bundnir eru í húsnæðinu og menn ganga út frá ákveðnum forsendum varðandi afskriftir, viðhald og rekstrarkostnað, enda gerð krafa um eðlilegan hagnað af fjárfestingunni. Allt byggist þetta á ákveðinni viðskiptahugmynd og það er bein línuleg fylgni á milli þess hvað húsnæði er dýrt og leiguupphæðarinnar. Nærri lætur að séu menn að leigja út hús- næði sem kostar um 260 þúsund kr., full- innréttað á fermetra, sé fermetrinn leigður á um 2.000 kr. Annars fer leiguupphæðin líka eftir stærð húsnæðis. Það er alltaf dýrara að taka á leigu minna rými. Sé svo um að ræða það sem kalla mætti topphúsnæði þar sem fermetrinn er metinn t.d. á um 3-400 þús- und krónur yrði leigan líka töluvert hærri.“ Björn Þorri segir að hægt sé að fá hús- næði á leigu fyrir allt niður undir 1000 kr. fermetrann en ekki sé það sérlega gott hús- næði. Annars sé erfitt að alhæfa því alltaf sé best að taka raunhæf dæmi. Vaxtalækkanir segir hann hafa haft frekar jákvæð áhrif á Morgunblaðið hefur komið sér vel fyrir í tveimur bygg- ingum í Hádegismóum. Prentsmiðjuhlutinn er 8000 m² og var hann tekinn í notkun árið 2003. Arkitektar hússins eru þýskir en ÞG verktakar reistu það. ÍAV reistu síðan skrifstofuhúsnæði fyrir Morgunblaðið við hlið prent- smiðjunnar. Húsnæðið er um 3900 m², hannað af THG arkitektum og VSÓ verkfræðihönnuðum. Verkinu lauk sumarið 2006. Ístak byggði húsið Laugaveg 182 árin 2000 og 2001. Það er 5000 m² að stærð og þar eru til húsa Kauphöll Íslands, Sendiráð Japans, auglýsinga- og lögmannsstofur, fasteignasala, Apple á Íslandi og sitthvað fleira. F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.