Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 30

Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS „Það fer eftir því hver er að tala við okkur. Það hefur aldrei neitt félag vaxið svona hratt í okkar geira, hvorki að verðmætum né veltu, og það vekur athygli. Við erum þekkt fyrir mikið þróunarstarf. Þeir sem vinna við að greina fyrirtæki hafa áhuga á okkur því að við höfum bestu framtíðarsýnina og stefnumótunina. Bankaheimurinn hefur áhuga á okkur því að við framleiðum mörg lyf, gæðavörur, með lágum framleiðslukostnaði og störfum víða. Okkur hefur gengið vel í iðnaði sem er þekktur fyrir harða sam- keppni. Allir vilja vera með þeim sem eru að vinna svo það er auðvelt fyrir okkur að fá fólk í vinnu. Áhuginn skilar sér líka í því að þegar við leitum eftir kaupum er starfsfólkið oft á okkar bandi og eigendur treysta okkur til að gera eitthvað gott úr fyrirtækinu. Við vildum til dæmis gjarnan kaupa Sindan í Rúmeníu því að það þróar og framleiðir krabbameinslyf, sem fáir framleiða, og selur til Evrópu og Bandaríkjanna. Ég fór út og hitti eigandann sem vildi auðvitað hagnast á sölunni, en það skipti hann líka máli hver keypti. Þá lágu fyrir fimm kauptilboð, þar af fjögur bindandi. Við buðum 160 milljónir dala, næsta tilboð var næstum 220 milljónir. Starfsmenn JP Morgans, sem sá um söluna, lágu í okkur að hækka tilboðið. Allir voru að fara á taugum en ég var sannfærður um að eigandinn tæki ekki aðeins afstöðu eftir verðinu heldur líka eftir því hvað yrði um fyrirtækið og starfsfólkið eftir söluna – og það reynd- ist líka rétt. Amide var selt einu og hálfu ári eftir að eigandinn varð bráð- kvaddur á besta aldri og fjölskyldan var hikandi að selja. Við eyddum því miklum tíma í að sannfæra hana um að selja, en á endanum tókumst við í hendur ég og einn sonurinn um 500 milljónir Banda- ríkjadala auk allt að hundrað milljónum í áfangagreiðslur. Þegar fjöl- skyldan réð Bank of America til að sjá um söluna vildu þeir hitta mig til að ræða verðið, 700 milljónir Bandaríkjadala væru lágmark því að annars yrði fyrirtækið selt öðrum. Ég neitaði að ræða við þá, sagði þeim að verðið væri þegar umsamið og þeir skyldu tala við fjölskyld- una. Þeir komu svo aftur með það svar að hún stæði við verðið þó að bankinn hefði legið í henni að hækka það. Við höfum unnið margar kaupsamningalotur á þennan hátt. Höfum hitt fólk og sannfært það um að það ætti að selja okkur og síðan klárað kaupin hraðar en aðrir hafa treyst sér til.“ - Hvaða spurningar færðu oftast frá erlendum blaðamönnum? „Í byrjun var athyglin á örum vexti Actavis, hvernig þetta væri allt hægt. Nú horfa menn á framtíðina, hafa áhuga á nýjum kaupum og nýjum mörkuðum okkar. Á þessu ári hafa birst um 600 greinar um okkur í virtum miðlum. Bloomberg- sjónvarpsstöðin var nýlega hér með fimm manns í þrjá daga að gera þátt um félagið.“ - Hvaða eiginleikar Íslendinga heldurðu að hafi gefist best í útrás íslenskra fyrirtækja erlendis undanfarin ár? „Þetta er komið undir einstaklingunum sem reka þessi fyrirtæki, en ekki endilega þjóðerninu. Sumt má þó rekja til þess að hefðir hér heima er öðruvísi. Menn verða að fara út til að vaxa, þeir eru óhræddir við það og óragir að taka slaginn. Viðhorfið hér á Íslandi er að gera ekki of mikið mál út hlutunum og að flest sé hægt. Við leysum bara vandann. Erlendis er tilhneiging til að líta á allt sem vandamál og að sumt sé ekki hægt. Stór erlend fyrirtæki eru líka í viðjum pappírsflóðs og stjórnskipulags sem tefur ákvarðanir. Svona er þetta ekki á Íslandi. Menn hér eru almennt snöggir að taka ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd.“ - Útlendingar segja stundum að Íslendingar séu vissulega fljótir að taka ákvarðanir en svo skorti þá eftirfylgni. Kannastu við það? „Ég eyði a.m.k. miklum tíma í að prédika yfir mínu fólki að það sé sjálfsagt að treysta á fólk en líka nauðsynlegt að tryggja að hlutirnir séu kláraðir. Stjórnendur bera ábyrgð á því gagnvart mér. Það þýðir ekki að koma með afsakanir um að einhver hafi ekki gert það sem hann átti að gera og því hafi viðkomandi verk ekki verið klárað. Róbert í akstri á Formúlu 1 bíl í Frakklandi í október síðastliðnum. Róbert prýddi nýlega forsíðu hins þekkta viðskipta- tímarits CNBC European Business.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.