Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 SVÖLUSTU VÖRUMERKIN Svölustu merkin í einstökum flokkum: iPod, Ikea og Icelandair Bílar: BMW Áfengir drykkir: Smirnoff Ice Óáfengir drykkir: Coca Cola Ferðalög: Icelandair Fjölmiðlar: FM 957 Fylgihlutir: Diesel Fylgihlutir - skartgripir: Pilgrim Fylgihlutir - sólgleraugu: D&G Fylgihlutir - töskur: Guess Fylgihlutir - úr: Swatch Innanhúsmunir og hönnun: Bang & Olufsen Innanhúsmunir og hönnunarbúðir: IKEA Kaffihús, barir, uppákomur, verslanir: Kaffi Sólon Matvara: Extra Mótorhjól: Harley Davidson Rafeindavörur: iPod Símar og símafyrirtæki: Nokia Skór: GS Skór Snyrtivörur: No Name Sport og sportfatnaður: Nike Tíska: Diesel Sé svo litið á heildarlistann yfir svölustu vörumerkin á Íslandi almennt, óháð flokkum, vekur athygli að íslensk merki eru að ná talsverðu flugi. Á listanum yfir tuttugustu vinsælustu vörumerkin eru sex þeirra íslensk. Icelandair er í öðru sæti, keppinauturinn Iceland Express í því 10., No name snyrtivörurnar í 13. sæti, Nikita brettafötin koma í því 17. Síminn er í 19. og 66°Norður í 20. sæti. Miklir fjármunir í húfi „Það er ánægjulegt að sjá hve hátt íslensku vörumerkin skora. Það sýnir öðrum þræði að hérlent markaðsfólk er orðið sér mjög vel meðvitað um mikilvægi þess að skapa sterk vörumerki,“ segir Hjörtur. „Í dag finnst stjórnendum íslenskra fyrirtækja sjálfsagt að eyða bæði tíma og fjármunum í vörumerkja- og markaðsstarf líkt og tíðkast hefur meðal erlendra stórfyrir- tækja. Ef skoðuð er sterkustu vörumerki heims eins og til dæmis Coca Cola þá sýna rannsóknir að allt að 70% af verðmæti fyrirtækisins liggja í vörumerkinu einu og sér og af því sést best hve miklir fjármunir eru í húfi. Sé merkið sterkt ávinnur fyrirtækið sér traust neytenda og þeir eru fyrir vikið tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vöruna. Þessi hugmyndafræði er í sjálfu sér mjög einföld en hefur ekki verið markvisst beitt hér á landi fyrr en nú á síðustu árum með alþjóðavæðingunni. Erlend vörumerki hafa lengi verið sterk hér á landi, en landvinningar íslenskra fyrirtækja erlendis hafa þó haft miklu meiri áhrif á þessa þróun. Þegar íslensk vörumerki eru farin að keppa á alþjóðagrundvelli, þá þarf allt markaðsstarf að vera mark- vissara og byggjast upp á öðru og meiru en því hvernig vara spyrst út í fermingarveislum.“ Bók og Borgarleikhús Niðurstöður í samkeppninni um svalasta vörumerkið voru kynntar á hátíð í Borgarleikhús- inu þann 28. september og jafnhliða kom út bók með nokkrum af þeim vörumerkjum sem náðu kosningu sem CoolBrands. Bókin ber undirtitilinn An insight into some of Iceland´s coolest brands, jafnhliða sem þar er að finna fróðleik um vörumerki almennt með skírskotun til almennrar ímyndar Íslands, það er hreinnar og óspilltrar náttúru. Slík markaðsvinna hefur raunar orðið eins konar sérgrein Hjartar Smárasonar, sem talsvert hefur unnið fyrir sveitarfélög við ímyndaruppbyggingu, enda eiga þau í harðri samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjármuni, líkt og gerist á hinum almenna markaði. Þá hefur Scope Communications ehf. sinnt ráðgjöf til fyrirtækja um efni og uppbyggingu vefsetra þeirra og markaðssetningu á netinu, en þar gildir, að sögn Hjartar, að framsetningin og efnið sé vandað, markvisst og mátulega svalt, en um leið til þess fallið að byggja upp traust og sterka ímynd meðal viðskiptavina. „Þá þarf allt markaðsstarf að vera markvissara og byggjast upp á öðru og meiru en því hvernig vara spyrst út í fermingarveislum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.