Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
SVÖLUSTU VÖRUMERKIN
Svölustu merkin
í einstökum flokkum:
iPod, Ikea og Icelandair
Bílar: BMW
Áfengir drykkir: Smirnoff Ice
Óáfengir drykkir: Coca Cola
Ferðalög: Icelandair
Fjölmiðlar: FM 957
Fylgihlutir: Diesel
Fylgihlutir - skartgripir: Pilgrim
Fylgihlutir - sólgleraugu: D&G
Fylgihlutir - töskur: Guess
Fylgihlutir - úr: Swatch
Innanhúsmunir og hönnun:
Bang & Olufsen
Innanhúsmunir og hönnunarbúðir: IKEA
Kaffihús, barir, uppákomur, verslanir:
Kaffi Sólon
Matvara: Extra
Mótorhjól: Harley Davidson
Rafeindavörur: iPod
Símar og símafyrirtæki: Nokia
Skór: GS Skór
Snyrtivörur: No Name
Sport og sportfatnaður: Nike
Tíska: Diesel
Sé svo litið á heildarlistann yfir svölustu vörumerkin á
Íslandi almennt, óháð flokkum, vekur athygli að íslensk
merki eru að ná talsverðu flugi. Á listanum yfir tuttugustu
vinsælustu vörumerkin eru sex þeirra íslensk. Icelandair er
í öðru sæti, keppinauturinn Iceland Express í því 10., No
name snyrtivörurnar í 13. sæti, Nikita brettafötin koma í
því 17. Síminn er í 19. og 66°Norður í 20. sæti.
Miklir fjármunir í húfi „Það er ánægjulegt að sjá hve hátt
íslensku vörumerkin skora. Það sýnir öðrum þræði að
hérlent markaðsfólk er orðið sér mjög vel meðvitað um
mikilvægi þess að skapa sterk vörumerki,“ segir Hjörtur.
„Í dag finnst stjórnendum íslenskra fyrirtækja sjálfsagt
að eyða bæði tíma og fjármunum í vörumerkja- og
markaðsstarf líkt og tíðkast hefur meðal erlendra stórfyrir-
tækja. Ef skoðuð er sterkustu vörumerki heims eins og til
dæmis Coca Cola þá sýna rannsóknir að allt að 70% af
verðmæti fyrirtækisins liggja í vörumerkinu einu og sér og
af því sést best hve miklir fjármunir eru í húfi. Sé merkið
sterkt ávinnur fyrirtækið sér traust neytenda og þeir eru
fyrir vikið tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vöruna.
Þessi hugmyndafræði er í sjálfu sér mjög einföld en hefur
ekki verið markvisst beitt hér á landi fyrr en nú á síðustu
árum með alþjóðavæðingunni. Erlend vörumerki hafa
lengi verið sterk hér á landi, en landvinningar íslenskra
fyrirtækja erlendis hafa þó haft miklu meiri áhrif á þessa
þróun. Þegar íslensk vörumerki eru farin að keppa á
alþjóðagrundvelli, þá þarf allt markaðsstarf að vera mark-
vissara og byggjast upp á öðru og meiru en því hvernig
vara spyrst út í fermingarveislum.“
Bók og Borgarleikhús Niðurstöður í samkeppninni um
svalasta vörumerkið voru kynntar á hátíð í Borgarleikhús-
inu þann 28. september og jafnhliða kom út bók með
nokkrum af þeim vörumerkjum sem náðu kosningu sem
CoolBrands.
Bókin ber undirtitilinn An insight into some of
Iceland´s coolest brands, jafnhliða sem þar er að finna
fróðleik um vörumerki almennt með skírskotun til
almennrar ímyndar Íslands, það er hreinnar og óspilltrar
náttúru. Slík markaðsvinna hefur raunar orðið eins konar
sérgrein Hjartar Smárasonar, sem talsvert hefur unnið
fyrir sveitarfélög við ímyndaruppbyggingu, enda eiga
þau í harðri samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjármuni,
líkt og gerist á hinum almenna markaði. Þá hefur Scope
Communications ehf. sinnt ráðgjöf til fyrirtækja um
efni og uppbyggingu vefsetra þeirra og markaðssetningu
á netinu, en þar gildir, að sögn Hjartar, að framsetningin
og efnið sé vandað, markvisst og mátulega svalt, en um
leið til þess fallið að byggja upp traust og sterka ímynd
meðal viðskiptavina.
„Þá þarf allt markaðsstarf
að vera markvissara
og byggjast upp á
öðru og meiru en því
hvernig vara spyrst út í
fermingarveislum.“