Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 35

Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 35 FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS Kaupir eingöngu í skráðum félögum bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum Hefur mikinn áhuga á félögum tengdum hrávöru ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 33 61 4 07 /2 00 6 „Auðveldara en ég hélt“ Me› flátttöku á E*TRADE í gegnum Landsbankann b‡›st einstaklingum möguleiki á a› n‡ta sér beint og millili›alaust áhugaver› fjárfestingartækifæri. Á E*TRADE getur flú keypt og selt hlutabréf í Danmörku, Noregi, Svífljó›, Finnlandi og Bandaríkjunum. E*TRADE er einfalt í notkun, í bo›i eru ókeypis námskei› og allt vi›mót er á íslensku. Ert flú á ? Kynntu flér máli› á landsbanki.is e›a hringdu í síma 410 4000. Veit af því að á E*TRADE er í boði verðbréfalán Á hlutabréfasafn sem samanstendur af átta félögum og tveimur vísitölum - Ertu morgunmaður eða kvöldmaður? „Tvímælalaust kvöldmaður, óþreytandi í að vaka en það er engin óskastaða að þurfa að fara á fætur fyrir klukkan sex eins og oft er fyrir flug. Ef ég má velja vil ég frekar teygja daginn frameftir og vakna þá aðeins seinna.“ Alltaf með hlaupaskóna nálægt - Þú leggur mikið upp úr líkamsrækt. „Ég hef alltaf verið í einhverju sporti, skokka en tek það gjarnan í bland við lyftingar núorðið. Ég hljóp þegar ég var yngri, lengsta hlaupið mitt var víst Álafosshlaupið. Já, ég er alltaf með hlaupadótið með mér. Það er ekki hægt að halda út mikið flug og stuttan svefn nema að vera í góðu líkamlegu formi. Veitingamenn og kokkar - Nú er faðir þinn þekktur veitingamaður og hótelstjóri og þú átt frændur sem eru með frægustu kokkum Íslands. Kom aldrei til greina að þú færir þessar leiðir? „Jú, ég er fæddur og uppalinn á hóteli, byrjaði ellefu ára að vinna sem pikkóló og síðan í eldhúsinu þar sem maður þurfti kannski að skræla kartöflur ofan í allan Súlnasalinn, 400 manns. Ég prófaði nokkurn veginn öll hótelstörf, var í gestamóttökunni, vann sem þjónn og bar- þjónn – þetta var allt heillandi þegar ég var yngri en þegar ég eltist stóð valið bara á milli læknisfræði og viðskiptafræði sem varð ofan á.“ - Finnst þér gaman að elda? „Það er víst best að segja ekki of mikið því ég sagði einhvern tíma í viðtali að ég eldaði alltaf heima, en fékk þá að heyra það hjá konunni minni að ég væri aldrei heima! Já, mér finnst rosalega gaman að elda og ef mig langar í eitthvað vil ég helst drífa í að elda það sjálfur. Mér finnst aldrei leiðinlegt að elda og það þarf heldur ekki að taka langan tíma.“ - Ertu duglegur að fara í frí? „Ég tek alltaf gott jólafrí og eins aukadaga í kringum páskana. Ég reyni að taka 1-2 vikur í frí á vorin. Annars er ég nánast á ferðinni í hverri viku, iðulega 2-4 daga í burtu.“ - Hvernig lætur þér að vinna í miklum törnum? „Það er varla hægt að tala um tarnir: þetta hefur bara verið ein samfelld törn í rúm sjö ár! Þetta snýst ekki um verkefni sem koma inn á borð hjá mér heldur um verkefni sem við búum til. Það eina sem takmarkar vöxtinn er tíminn – hvað er hægt að komast yfir á hverri mínútu. En þó tíminn sé takmarkaður sækjum við stöðugt í ný verkefni, hvort sem eru breytingar innanhúss eða kaup á nýjum fyrirtækjum. Lykilfólkið okkar eru miklir vinnuþjarkar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.