Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
SVÖLUSTU VÖRUMERKIN ÁRIÐ 2006
I
celandair er svalasta vörumerkið á Íslandi. Fimm
önnur íslensk merki eru á topp tuttugu. Dýr og
svöl merki eru stöðutákn, segir framkvæmda-
stjóri Scope Communications sem stóð að þessari
könnun sem gerð er í 13 öðrum Evrópulöndum. Hann
segir vörumerkjamenninguna hafa færst á hærra plan
með alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs.
„Dýr vörumerki hafa þá tilhneigingu að skora hátt.
Þau eru oftast á eftirsóttri vöru en ekki á allra færi og
verða því oft eins konar stöðutákn þeirra sem kaupa.
Gæði og flott hönnun fara þar gjarnan saman,“ segir
Hjörtur Smárason, framkvæmdastjóri Scope Comm-
unications ehf. Fyrirtækið kannaði nýlega í sam-
starfi við 365 miðla hvað Íslendingum þykja svölustu
vörumerkin, en keppt var í 21 flokki. Niðurstöðurnar
voru kynntar fyrr á dögunum í bókinni CoolBrands
– An insight into some of Iceland’s coolest brands, og
munu ef að líkum lætur nýtast íslensku markaðsfólki
á ýmsa lund.
Umræðuna á hærra plan
„Tilgangurinn með þessari könnun er meðal annars
að heiðra og vekja athygli á þeim vörumerkjum sem
þykja skara fram úr og með því móti lyfta umræðu
um vörumerki á Íslandi og uppbyggingu þeirra upp
á hærra plan. CoolBrands könnunin var unnin í 13
öðrum Evrópulöndum samtímis og aðferðafræðin
er hvarvetna sú sama, en var unnið í samstarfi við
Superbrands í Danmörku sem hefur einkaleyfi á
Norðurlöndum. Fyrirtæki mitt, Scope Communica-
tions, fékk svo 365 miðla til samstarfs, einfaldlega
vegna þess að þeir hafa mjög breiðan snertiflöt við
markhópinn, þ.e. ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára,
með fjölmiðlum sínum,“ segir Hjörtur.
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON
SVÖLUSTU
VÖRUMERKIN
ATHYGLISVERÐ KÖNNUN:
Scope Communications, í samstarfi við 365 miðla,
kannaði svölustu vörumerkin á Íslandi. Icelandair er
svalasta vörumerkið á Íslandi. Fimm önnur íslensk
merki eru á topp 20 listanum.
Svölustu vörumerkin
Topp 20
1. iPod
2. Icelandair
3. Sony
4. Diesel
5. Nike
6. Playstation
7. Nokia
8. Puma
9. BMW
10. Iceland Express
11. Adidas
12. Swatch
13. NO NAME
14. Harley-Davidson
15. Ferrari
16. Porsche 911 Carrera
17. Nikita
18. Levi’s
19. Síminn
20. 66°NORTH
I