Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 ÁRAMÓTAVIÐTÖL Hjá Samskipum fara saman kraftur og sóknarhugur nýrrar kynslóðar og ómetanleg áratuga reynsla. Við leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum áreiðanlegar heildarlausnir á sviði flutninga um allan heim og höfum byggt upp samhentan hóp og traust flutningakerfi sem tryggja skjóta og örugga þjónustu jafnt innanlands sem utan. > Saman náum við árangri – um allan heim Skrifstofur Samskipa: Bandaríkin, Belgía, Brasilía, Danmörk, England, Eistland, Færeyjar, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kína, Lettland, Litháen, Noregur, Rússland, Skotland, Spánn, Suður-Kórea, Svíþjóð, Úkraína, Víetnam, Þýskaland. Umboðsmenn: Finnland, Portúgal. SAMAN NÁUM VIÐ ÁRANGRI � � � � � � �� �� �� �� �� � � � � � � � ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON FORSTJÓRI KAUPHALLAR ÍSLANDS Ágæt skilyrði til áframhaldandi sóknar VILHJÁLMUR EGILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Hef ekki trú á að gengið sveiflist mikið á næsta ári Það var einkum tvennt sem stóð upp úr á árinu 2006. Annars vegar samruninn við OMX og hins vegar einstaklega góður árangur. Samruninn felur í sér að nú er íslenski mark- aðurinn orðinn hluti af norræna markaðnum. Þetta þýðir að markaðurinn hér er orðinn alþjóðlegur og fyrir vikið getur Kauphöllin veitt skráðum fyrirtækjum mun betri þjónustu. Fyrirtækin verða sýnilegri á alþjóðavettvangi en áður og aðgangur erlendra fjárfesta greiðari. Þá jókst veltan gríðarlega, nær tvöfaldaðist frá árinu á undan, og afkoman hefur aldrei verið betri. Ég tel ágæt skilyrði til áframhaldandi sóknar á nýju ári. Enginn vafi er á því að vænleg tækifæri felast í því að íslenski markaðurinn er orðinn hluti af stærri heild og ég er viss um að þátttakendur í viðskiptalífinu munu finna leiðir til að nýta sér þau. Það er engin ástæða til ætla annað en að það verði áfram kraftur í íslenskum fjármálafyrirtækjum á næsta ári. Árið sem er að líða fer í minningarskjóðuna sem ljúft ár. Mikil vinna setur vissulega mark sitt á árið, sérstaklega vegna samninganna við OMX, en viðfangsefnið var skemmtilegt. Tími gafst þó til ánægjulegra samverustunda með fjölskyldu, m. a. við laxveiðar og skíðaferðir. Þá eru báðir synir mínir að eignast syni, annar nýkominn í heiminn og hinn rétt ókominn. Samkomulagið milli ASÍ og landssambanda þess við Samtök atvinnulífsins var að mínu mati stærsti einstaki viðburðurinn hjá samtökunum á árinu Á þeim tíma lá fyrir að aðgerðarleysi hefði leitt til væntinga um tveggja stafa verðbólgutölur, uppsögn kjarasamninga og fullkomna óvissu um framgang efnahagslífsins á næstu árum. F- arsæl niðurstaða í júní leiddi hins vegar til mun meiri árangurs í að ná niður verðbólg- unni en reiknað var með og verðbólgan er að komast á ásættanlegt stig. Mun meiri ástæða er til bjartsýni og mér kæmi ekki á óvart að árið 2007 yrði þokkalegt hagvaxtarár þrátt fyrir að spár bendi til annars. Ég hef á tilfinningunni að mun meiri kraftur sé í atvinnulífinu en búast hefði mátt við. Ég tel að fjárfest- ingar fyrirtækja hafi aukið framleiðslugetu hagkerfisins meira en áður hefur verið álitið, að viðskiptahallinn sé ekki eins alvarlegur og talið er vegna kerfisbund- ins vanmats á fjármagnstekjum erlendis frá og að fyrirtæki og heimili muni kom- ast í auknum mæli undan hávaxtastefnu Seðlabankans með því að taka krónuna smám saman úr umferð. Ég hef hvorki trú á því að gengi krón- unnar sveiflist mikið á næsta ári né að verðbólgan fari á flug þannig að flestar atvinnugreinar ættu að geta gengið nokkuð vel. Það má búast við áframhaldandi breyt- ingum í öllum atvinnugreinum enda eru sífelldar breytingar og aðgerðir til hagræð- ingar afgerandi þættir í því að halda Íslandi í fremstu röð meðal þjóða heims. 15. mars sl. skipti ég um starf og kom aftur á minn gamla heimavöll. Jákvæð þróun hefur reyndar orðið hjá okkur öllum í fjölskyldunni í starfi, námi og á flestum sviðum. Árið 2006 verður talið gott ár í sögu fjölskyldunnar. Þórður Friðjónsson. „Ég tel ágæt skilyrði til áframhaldandi sóknar á nýju ári.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.