Ægir - 01.09.2001, Page 14
14
R A N N S Ó K N I R
rannsóknir þessar m.a. sýnt að sam-
setning örveruflóru í meltingarvegi
lirfa endurspeglast af örverusam-
setningu fóðurs. Mikið magn ör-
vera er að finna í saltvatnsrækju
og er þar aðallega um að ræða
Vibrio spp. Vibrio bakteríur
heyra til náttúrulegrar meltingar-
flóru fiska í sjó en margar tegund-
ir eru einnig þekktir sýkingar-
valdar í fiski. Margar tegundir
Vibrio eru í sjálfu sér ekki sýking-
arvaldandi en mikill fjöldi örvera
leiðir óhjákvæmilega til aukins
álags á meltingarkerfi lirfanna.
Flóra fóðurdýranna endar óhjá-
kvæmilega í meltingarvegi lirfa
sem nærast á fóðurdýrunum og
getur sett úr skorðum eðlilega
meltingarflóru og valdið meltingar-
truflunum. Reynt hefur verið að
örva almenna ónæmissvörun sjávar-
fisklirfa með fæðubótarefnum og
einnig hefur mikið verið rætt um
„probiotika“ sem hefur verið skil-
greint sem: lifandi örverur sem
hafa jákvæð áhrif á hýsil sinn með
því að bæta jafnvægi meltingar-
flórunnar. Notkun probiotika er
enn á þróunar- og tilraunastigi en
jákvæð áhrif slíkra baktería eru
þekkt í eldi margra tegunda.
Að framansögðu má sjá að
vandamál af völdum örvera eru
mikil í stríðeldi sjávarfiska enda
skapast þar aðstæður sem fisklirf-
ur eiga ekki að venjast úti í nátt-
úrunni. Mikið lífrænt álag er í
eldiskerjum, þar sem lirfur eru í
miklum þéttleika og þurfa mikið
magn af fóðri auk þess sem svif-
þörungum er bætt í kerin til þess
að skapa sem eðlilegust umhverfis-
skilyrði (skyggingu) en að öðrum
kosti taka lirfurnar ekki til sín
fóður. Ljóst er að þessi mikli ör-
verufjöldi gerir lirfunum erfitt
uppdráttar, fóðurinntak minnkar
og ef ekkert er að gert getur verið
um að ræða allt niður undir 0%
afkomu lirfa í startfóðrun. Þau
fóðurdýr og svifþörungar sem
notuð eru í lúðueldinu í dag eru
auk þess heitsjávartegundir og má
því gera ráð fyrir að þeim fylgi
önnur örveruflóra en kaldsjávar-
tegundir eiga að venjast úr sínu
náttúrulega umhverfi. Þetta gæti
hugsanlega valdið meiri erfiðleik-
um við startfóðrun lúðu en ann-
arra tegunda sjávarfiska sem aldar
eru við hærra hitastig. Eldisferill
lúðu er auk þess lengri en annarra
sjávarfiska sem eru í eldi í dag og
gerir það enn meiri kröfu til full-
nægjandi fóðurs og umhverfis.
Hér er verið að kreista klakfiskinn, með öðrum orðum að strjúka hrognin
úr fiskinum.
Að sjálfsögðu skiptir miklu máli að hugsa vel um klakfiskinn, því hann er jú
grunnurinn að góðum árangri í lúðueldinu.
Í Þorlákshöfn er áframeldisstöð Fiskeldis Eyjafjarðar.