Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2001, Page 16

Ægir - 01.09.2001, Page 16
Fiska- og náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum á sér langa sögu. Það var stofnað árið 1964 að frumkvæði Guðlaugs Gíslasonar, fyrrverandi bæjarstjóra og alþing- ismanns. Guðlaugur fól Friðriki Jessyni að byggja safnið upp og tók hann m.a. að sér að stoppa upp stærstan hluta þeirra fugla, fiska og annarra dýra sem eru í safninu. Safninu er skipt í þrennt. Í fyrsta lagi er í því steinasafn, í öðru lagi fuglasafn og í þriðja lagi fiskasafn þar sem bæði gefur að líta uppstoppaða fiska og lifandi fiska. 16 V E S T M A N N A E Y J A R Kristján Egilsson, forstöðumaður Fiska- og náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum sótt heim: Um fimmtíu tegundir af lifandi fiskum og krabbategundum Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja er trúlega einn af fjölsóttari ferðamannastöðum í Eyjum. Um átta þúsund manns koma árlega í safn- ið, langflestir yfir sumarmánuðina. Kristján Egilsson, forstöðumaður safnsins, telur að bróðurpartur þeirra innlendu og erlendu ferðamanna sem sækja Vestmannaeyjar heim komi í safnið. Þorskurinn lætur fara vel um sig. Myndir: Óskar Þór Halldórsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.