Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2001, Side 20

Ægir - 01.09.2001, Side 20
20 V E S T M A N N A E Y J A R Ekki varð við neitt ráðið og stór hluti af Ísfélaginu varð eldi að bráð. Þetta var gífurlegt áfall fyrir það fólk sem starfaði hjá Ísfélag- inu, aðra Vestmannaeyinga og landsmenn alla. Nú eru um ellefu mánuðir liðnir frá þessum atburð- um og uppbyggingarstarfið í full- um gangi hjá Ísfélaginu. Hjól at- hafna eru aftur farin að snúast af miklum krafti hjá fyrirtækinu og núna í byrjun nóvember verður vonandi hægt að byrja vinnslu á síld í endurbættum húsakynnum. Tíðindamaður Ægis er mættur á skrifstofu Ægis Páls Friðberts- sonar, framkvæmdastjóra Ísfélags- ins í Eyjum, og umræðuefnið er uppbygging félagsins og framtíðar- markmið. „Í janúar var tekin um það ákvörðun að byggja upp uppsjávar- vinnslu félagsins og var farið í það að skoða hvaða möguleikar væru fyrir hendi í þeirri uppbyggingu. Það tók okkur töluvert langan tíma að endurskipuleggja hús- næðið og fara yfir hvaða mögu- leikar væru á tækjakosti til þess að frysta loðnu og síld. Niðurstað- an varð sú að flytja alla þá vinnslu sem var á efri hæð hússins niður í kjallara og út í port sem er á milli frystihússins og frystiklefa. Þar með er öll vinnslan komin á eina hæð. Strax í janúar settum við upp bráðabirgðavinnslu og náðum að vinna svolítið af síld, loðnu og loðnuhrognum. Eftir að sjó- mannaverkfallinu lauk í maí, hóf- um við bolfiskvinnslu. Í þá vinnslu keyptum við notaðan búnað og nýttum líka gömul tæki sem við áttum og urðu ekki eldin- um að bráð. Við höfum unnið þorsk og svolítið af ýsu í bolfisk- vinnslunni til ferskfiksútflutnings og í frost. Stærri þorskinn höfum við síðan látið vinna fyrir okkur í salt af verktaka hér í Eyjum,“ seg- ir Ægir Páll og telur að ekki sé hægt að segja annað en að við mjög erfiðar aðstæður hafi vinnsla Mikill kraftur hefur verið í uppbyggingu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf.: Tel að fyrirtækið verði sterkt eftir þessa uppbyggingu - segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins Níundi desember árið 2000 var mikill örlagadagur í Vestmannaeyjum. Það hafði kviknað í Ísfélagsinu, einu af burðarfyrirtækjum byggðarlags- ins. Bæjarbúar þyrptust niður á hafnarsvæðið og horfðu óttaslegnir upp á eyðilegginguna. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.