Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2001, Page 21

Ægir - 01.09.2001, Page 21
21 V E S T M A N N A E Y J A R Súðvíkingur í stóli framkvæmdastjóra Ægir Páll Friðbertsson hóf störf hjá Ísfélagi Vestmannaeyja um síðustu áramót, en áður hafði hann verið fjármálastjóri um sjö mánaða skeið hjá Samvinnuferðum Landsýn og þar áður í níu ár hjá Íslandsbanka m.a. sem viðskiptastjóri sjávarútvegsfyrirtækja í fyrirtækjaþjónustu bankans. „Þegar mér var boðin framkvæmdastjórastaða hjá Ísfélaginu fannst mér verkefnið strax áhugavert og ég þurfti ekki langa umhugsun,“ segir hann. Ægir Páll er Súðvíkingur að ætt og uppruna og þekkir því vel til lífs- ins í dæmigerðu sjávarplássi þar sem fiskurinn er miðpunktur tilverunn- ar. „Landsbyggðin er mér alls ekki ókunnug. Ég er fæddur og uppalinn í Súðavík og síðast bjó ég úti á landi vestur á Ísafirði á árunum 1992 til 1996. Mannlífið hér í Eyjum er ekki ólíkt því sem ég þekki fyrir vestan, það snýst um sjávarútveginn,“ segir Ægir Páll. Ísfélagsins á bæði uppsjávarfiski og bolfiski gengið vel á þessu ári miðað við aðstæður. Sterk kvótastaða í upp- sjávartegundum Samhliða áðurnefndri ákvörðun stjórnenda Ísfélagsins um að byggja upp öfluga og tæknivædda vinnslu á uppsjávarfiski, var tekin sú ákvörðun að byggja bolfisk- vinnsluna ekki upp í það horf sem hún var fyrir brunann. Ægir Páll segir að kvótastaða Ísfélags Vest- manneyja sé nokkuð góð í upp- sjávarfiski og hún hafi ráðið tölu- vert miklu um að ákveðið var að byggja upp uppsjávarvinnslunna. „Við erum með lítinn bolfisk- kvóta en að sama skapi töluverðan kvóta í loðnu og síld. Þessi stað- reynd réði miklu um þessa niður- stöðu. Síðan hefur Ísfélagið byggt afkomu sína að stærstum hluta á uppsjávartegundum sl. ár og í fyrirtækinu er mikil þekking á vinnslu á loðnu og síld.“ sagði Ægir Páll. Um sjötíu stöðugildi í landvinnslunni í Eyjum Ægir Páll segist hafa skynjað þungt og erfitt andrúmsloft í bænum framan af ári. „Ástandið var auðvitað erfitt því fjölmargir sem unnu áður hjá Ísfélaginu misstu vinnuna í þessum bruna. Um tíma var fólk óneitanlega svartsýnt á framtíðina,“ segir hann. Fyrir brunann rak Ísfélagið bol- fiskvinnslu, vinnslu á uppsjávar- fiski, loðnubræðslu og vélaverk- stæði. „Mér sýnist að stöðugild- um hjá félaginu hafi fækkað um 70, sé miðað við fjölda fastráðinna starfsmanna hjá félaginu í nóvem- ber í fyrra samanborið við fjöldan í dag. Núna erum við með um 70 stöðugildi í landi hér í Vest- mannaeyjum, en til viðbótar eru sjómenn á skipunum okkar og starfsmenn í Krossanesverksmiðj- unni á Akureyri. Starfsmanna- fjöldi í Ísfélaginu er og hefur alltaf verið nokkuð vertíðarbund- inn. Á loðnu- og síldarvertíðum eru starfsmennirnir flestir, en þeim fækkar síðan á milli.“ Tæknivædd vinnsla í uppsjávartegundum Þegar blaðamaður Ægis var í Eyj- um um miðjan október var mikið að gerast í fyrirtækinu. Í hluta efri hæðarinnar var bolfiskvinnsla í fullum gangi en á neðri hæð voru iðnaðarmenn á hverju strái við að setja saman flókinn vinnslubúnað, Síðustu daga hafa iðnaðarmenn verið á hverju strái í salarkynnum Ísfélagsins. Uppbygging Ísfélagsins eftir brunann fyrir ellefu mánuðum er umfangs- mikið verkefni. Eftir brunann stóðu einungis útveggir þeirrar byggingar sem hér sést, en þessa dagana er verið að byggja yfir hluta hússins.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.