Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2001, Page 22

Ægir - 01.09.2001, Page 22
22 V E S T M A N N A E Y J A R vinna í raflögnum, pípulögnum o.s.frv. Einnig var unnið að því að byggja yfir hluta þess rýmis sem gjöreyðilagðist í eldsvoðanum í desember í fyrra, en þar verður m.a. starfsmannaaðstaða. Mönn- um liggur að vonum á, því mikil- vægt er að geta tekið á móti síld- inni sem fyrst. Almanaki síldar- innar er ekki hægt að breyta, hún gefur sig yfirleitt á þessum tíma og þá þurfa menn að vera klárir í bátana, bæði á sjó og í landi. Ægir Páll gekk um salarkynnin með blaðamanni og útskýrði hvernig nýja vinnslan væri hugsuð. Pláss- ið verður nýtt út í ystu æsar og tæknivæðingin verður augljóslega mikil. Ægir Páll lýsir uppbygg- ingunni hjá Ísfélaginu svona: „Við höfum sett upp sjálfvirka frysta til frystingar á síld og loðnu ásamt pökkunarkerfi og sjálfvirku brettunarkerfi. Allur útsláttur og innmötun í frystana er sjálfvirk og einnig brettaröðun. Tæknistigið í þessu er því allt annað en við höf- um áður þekkt hér í Ísfélaginu. Við áætlum að við getum fryst um 350 tonn á sólarhring,“ segir Ægir Páll. Ástæða til bjartsýni Miðað er við að vinnsla geti hafist í þessum nýju endurbættu salar- kynnum fyrstu dagana í nóvem- ber. „Yfirleitt hefur Ísfélagið ekki byrjað síldarvinnslu fyrr en um 20. október. Við gætum út af fyr- ir sig byrjað fyrr með því að keyra síldina í gegnum gömlu tækin okkar og er þá vinnslugetan um 200 tonn á sólarhring,“ segir Ægir Páll. Þrátt fyrir að unnt verði að hefja vinnslu í endurbyggðum salar- kynnum Ísfélagsins fyrrihluta nóvember verður framkvæmdum ekki lokið og telur Ægir Páll að frágangsvinnu ljúki vart fyrr en næsta sumar. „Ég met það svo að fyrirtækið verði sterkt í vinnslu á uppsjávar- fiski eftir þessa uppbyggingu. Auk þess að gjörbreyta frystihús- inu höfum við líka sett upp ný eimingartæki í loðnubræðslunni sem gera það að verkum að við aukum afköstin þar um 200 tonn á sólarhring. Ef vel veiðist í síld og loðnu og þau tæki sem við erum að fjárfesta í virka eins og til er ætlast ættum við að geta tekið á móti meira magni á komandi mánuðum en við hefðum annars getað. Og er þá engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn á reksturinn því um þessar mundir er mjög gott verð á bæði mjöli, lýsi og síldarafurðum. Eftir þung ský yfir Vestmannaeyjum síðast- liðinn vetur finnst mér gæta auk- innar bjartsýni hjá fólki og tel ég ekki ástæðu til annars,“ segir Ægir Páll Friðbertsson. Skip Ísfélagsins Ísfélag Vestmannaeyja gerir út sex skip, fjögur þeirra til veiða á uppsjáv- artegundum og tvö á bolfiskveiðar. Skipin eru: Antares VE-18 - 480 brúttólesta stálskip, smíðað í Noregi árið 1980. Gert út á síld- og loðnuveiðar. Bergey VE- 544 - 339 brúttólesta stálskip, smíðað í Frakklandi árið 1974. Gert út á bolfiskveiðar. Guðmundur VE-29 - 486 brúttólesta stálskip, smíðað í Noregi árið 1967. Gert út á síld- og loðnuveiðar. Harpa VE-25 - 445 brúttólesta stálskip, smíðað í Noregi árið 1975. Gert út á síld- og loðnuveiðar. Heimaey VE-1 - 272 brúttólesta stálskip, smíðað í Austur-Þýskalandi árið 1967. Gert út á bolfiskveiðar. Sigurður VE-15 - 914 brúttólesta stálskip, smíðað í Vestur-Þýskalandi árið 1960. Gert út á síld- og loðnuveiðar. Viðtal og myndir: Óskar Þór Halldórsson. Iðnaðarmennirnir hafa ekki dregið af sér að undanförnu, enda er að því stefnt að síldarvinnsla hefjist í endurbyggðu húsnæði núna fyrrihluta nóvember.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.