Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 23

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 23
23 V E S T M A N N A E Y J A R „Aðstaðan sem við höfum hér er til bráðabirgða, en það er verið að vinna að því að koma allri starf- seminni fyrir á einum stað,“ segir Ingvar Karlsson, verkstjóri, en hann flutti með fyrirtækinu til Vestmannaeyja þegar það hóf starfsemi þar sl. sumar. Flutning Íslenskra matvæla til Eyja bar nokkuð brátt að. Tíu dögum eftir eldsvoðann í Hafnar- firði hófu Íslensk matvæli að framleiða á öðru húsnæði í Hafn- arfirði, enda þurfti að standa við gerða sölusamninga. Þann 1. júlí seldi síðan eigandi Íslenskra mat- væla, Pharmaco hf., fyrirtækið til Vestmannaeyja, kaupandi var Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja, en að því standa Byggðastofnun, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Sparisjóður Vestmannaeyja, Skelj- ungur, Tryggingamiðstöðin og Ísfélag Vestmannaeyja og sömu- leiðis á Pharmaco áfram lítinn hlut í félaginu. Um miðjan júlí var byrjað að flytja tækjabúnað til Vestmanna- eyja og framleiðslan hófst þann 24. júlí á nýjum stað. Á innanlandsmarkað og til útflutnings Til að byrja með hefur verið farið rólega af stað, en ætla má að kraft- urinn muni aukast í starfseminni þegar frá líður og síldarvinnslan verður líka komin í fullan gang, en það sem af er hefur eingöngu verið pakkað reyktum laxi í Eyj- um. Laxinn er reyktur í Hafnar- firði og hann fluttur daglega í körum til Vestmannaeyja til pökkunar. Þar er fiskurinn roð- flettur, hann skorinn niður, pakk- að í lofttæmdar umbúðir og fryst- ur. Afköstin eru á bilinu 700 kg til 1,5 tonn á dag, meðaltalsaf- köstin eru um eitt tonn á dag. Hráefnið er fengið að mestu leyti frá fyrirtækinu Silungi í Vatnsleysu á Reykjanesi, en einnig lítillega frá Silfurstjörn- unni í Öxarfirði. Reyktur lax er eins og kunnugt er nokkuð dýr vara og eftirsótt. Íslensk matvæli hafa bæði framleitt þessa vöru fyr- ir innanlandsmarkað og Banda- ríkjamarkað. Lax og síld Þorsteinn Sverrisson, stjórnarfor- maður Íslenskra matvæla, segir að stefnt sé að því að allur fram- leiðsluhluti fyrirtækisins verði kominn til Eyja fljótlega eftir ára- mót, sem þýðir að þá verður búið að setja upp reykofna og allan annan tækjabúnað sem þarf fyrir þessa framleiðslu. Fyrir brunann í Hafnarfirði störfuðu um þrjátíu manns hjá Ís- lenskum matvælum í Hafnarfirði, en nú eru tólf stöðugildi í pökkun á laxinum í Eyjum og fjórir til fimm starfsmenn bætast við þegar síldarvinnslan verður þar komin í fullan gang. Síldarvinnslan hefur ekki síður verið mikilvægur þátt- ur í rekstri Íslenskra matvæla, en fyrirtækið hefur marinerað síld og selt ellefu mismunandi tegundir. Toppurinn í síldarvinnslunni er áberandi mestur á síðustu mánuð- um ársins vegna mikillar sölu á svokallaðri jóla- og þorrasíld. Þrátt fyrir að framleiðsluhluti Íslenskra matvæla og skrifstofu- hald verði sett upp í Vestmanna- eyjum er gert ráð fyrir að fyrir- tækið verði áfram með sölu- og markaðsstarf á höfuðborgarsvæð- inu. Nú eru um tólf stöðugildi hjá Íslenskum matvælum í Vestmannaeyjum, en þeim á væntanlega eftir að fjölga þegar allur framleiðsluferillinn verður kominn til Eyja. Starfsemi Íslenskra matvæla flutt til Vestmannaeyja: Hjólin farin að snúast í Eyjum Eins og fólk rekur minni til varð fyrirtækið Ís- lensk matvæli í Hafnarfirði eldi að bráð þann 27. apríl síðastliðinn. Allt brann sem brunnið gat. Í kjölfar brunans þróuðust mál þannig að fyrirtækið var selt til Vestmannaeyja og þar er nú hafin framleiðsla af fullum krafti. Ægir leit við hjá Íslenskum matvælum í Eyjum. Hér er verið að skera laxaflökin eftir kúnstarinnar reglum. M yn di r: Ó sk ar Þ ór H al ld ór ss on .

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.