Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2001, Page 26

Ægir - 01.09.2001, Page 26
26 V E S T M A N N A E Y J A R „Fiskveiðistjórnunarumræðan byggist fyrst og fremst á slagorðum eins og ,,gjafakvóti“, ,,kvótakóngur“, „sægreifi“, ,,ránsfengur sægreifanna“ og að ,,leggja byggðir í rúst“. Þegar hins vegar er skoðuð greiðslu- geta sjávarútvegsins, þá er hún ekki eins og menn vilja vera láta. Sjávarútvegurinn skuldaði 182 millj- arða króna í ágúst síðastliðnum og höfðu skuldirnar aukist um rúma tvo milljarða frá áramótum. Fyrir- tækin á Verðbréfaþingi voru þó betur sett en hin um síðustu áramót. Þau eru með 62% af kvótanum og skulduðu 77 milljarða króna. Fyrirtækin sem hins vegar eiga 38% af kvótanum skulda 102 milljarða króna.“ Hvar á að taka peningana? Sigurgeir Brynjar segir að tekjur sjávarútvegsins hafi hins vegar verið á bilinu 90 til 110 milljarðar króna á ári nokkur undanfarin ár. Framlegðin í sjávarútveg- inum hafi verið 15-17 milljarðar króna á þessu Binni í Vinnslustöðinni veltir vöngum yfir meintri sátt um veiðileyfagjald: Málið virðist snúast um að semja frið við ritstjóra Morgunblaðsins Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, hefur opinberlega látið til sín taka í umræðunni um fisk- veiðistjórnunarkerfið. Innlegg hans í þá umræðu vekja athygli, enda teflir hann fram ýmsum tölum og upplýsingum sem hann hefur tekið saman til stuðnings máli sínu úr eigin rekstri, úr rekstraruppgjöri sjáv- arútvegsfyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands og víðar. Kvótakerfið er til umræðu í fundarsalnum í Vinnslustöðinni. Binni er við borðsendann og lætur dæluna ganga. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin hf. * Eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, skráð á Verðbréfaþingi Íslands. * Gerir út 7 skip. * Rekur bolfiskvinnslu í Vestmannaeyjum með áherslu á söltun á þorski og ufsa. Auk þess karfavinnsla og hefðbundin vertíðarvinnsla á humri, síld og loðnu. Þá rekur fyrirtækið öfluga loðnubræðslu í Eyjum. * Á 40% hlut í Frostfiski hf. í Þorlákshöfn þar sem framleidd eru fersk flök og frystar afurðir. * Fjöldi stöðugilda: 175 * Veiðiheimildir: 10.800 þorskígildistonn

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.