Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 27

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 27
27 V E S T M A N N A E Y J A R tímabili en gæti orðið nálægt 20 milljörðum á þessu ári. Vextirnir, miðað við 10% vaxtastig Seðlabank- ans, af þessari 182ja milljarða króna skuld séu því um18 milljarðar króna á ári. ,,Miðað við þetta vaxta- stig eiga sjávarútvegsfyrirtækin ekkert eftir í afborg- anir lána, til fjárfestinga eða viðhalds fasteigna og tækja,“ segir Sigurgeir Brynjar. Myndin lítur reyndar ekki alveg svona út því að stærstur hluti lána sjávarútvegsins er bundinn við er- lendar myntir og nær lagi væri að segja að greiddir vextir liggi nálægt sex prósentum. En engu að síður segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar að dæmið líti þannig út að eftir vaxtagreiðslur, eign- færða fjárfestingu vegna til dæmis endurnýjunar skipa og vélbúnar í landi og arðgreiðslur til eigenda, sé ekkert eftir og hann spyr sig hvar eigi að taka þá fjármuni sem menn krefjist nú af sjávarútveginum til þess að greiða með veiðileyfagjald. ,,Sjávarútvegurinn á ekki þessa peninga. Ef ætlunin er að bæta einum, tveimur eða þremur milljörðum króna í álögur á sjáv- arútveginn, þá safnar hann einfaldlega meiri skuldum miðað við óbreyttar aðstæður. Og svo eru menn alltaf að tala um að það þurfi að bjarga sjávarbyggðunum! Hvar eru þessi sjávarútvegsfyrirtæki nema í sjávar- byggðunum? Umræðan snýst um það að setja þau fyrirtæki sem nú starfa í sjávarbyggðunum á hausinn til þess að koma einhverjum öðrum óskilgreindum öflum að til þess að halda áfram.“ Óbjörguleg umræða „Ég veit það af gamalli reynslu sem bankamaður að þeir sem eru að selja kvóta í sjávarútvegi eiga hann sjaldnast skuldlausan. Einstaka menn hafa þó selt óskuldsettar eignir, þ.m.t. kvóta, og fengið arð af slíkum viðskiptum. En ég spyr þá; er eitthvað að því að maður sem hefur starfað í útgerð í 30-50 ár selji fyrirtækið sitt fyrir 100-200 milljónir króna? Á hvað seldi Hagkaupsfjölskyldan sinn hlut í Hagkaupum? Marga milljarða króna! Er eitthvað skelfilegra við það að eignast peninga í sjávarútvegi en í öðrum grein- um? Ég get ekki séð það. Bætti Pálmi í Hagkaupum ekki hag fólksins í landinu um leið og hann hagnað- ist? Eru aðrir verr settir vegna þess að hann og fjöl- skylda hans varð auðug? Eru þá líkur til þess að sjáv- arútvegurinn bæti hag fólksins í landinu, ég tala nú ekki um á landsbyggðinni, ef hann má ekki hagnast? Það held ég ekki. Umræðan um sjávarútvegsmál hef- ur að mínu mati oft á tíðum verið heldur óbjörguleg. Það étur hver vitleysuna upp eftir öðrum og því mið- ur hefur sjávarútvegurinn látið þetta yfir sig ganga. Mér finnst tími til kominn að greinin fari að svara fyrir sig.“ Umræðan snýst um smábáta og þorsk „Málefni smábátanna er kapítuli út af fyrir sig. Gerir almenningur sér grein fyrir því að smábátar undir tíu tonnum fiskuðu um 45 þúsund tonn af þorski á síð- asta fiskveiðiári á sama tíma og frystitogarar lands- manna veiddu 46 þúsund tonn af þorski? Hér áður fyrr voru albestu trillurnar að veiða 60-70 tonn með handfærum á ári, en nú eru bestu trillurnar að veiða 700-900 tonn á ári. Þetta er staðreynd, en umræðan snýst um að færa smábátunum meiri hlutdeild. Um- ræðan um fiskveiðistjórnun snýst annars vegar um smábáta og þorsk hins vegar. Hún snýst hins vegar ekkert um síld þó svo að hún hafi verið kvótabundin í hreinu aflamarkskerfi síðan 1976 Það hefur verið farið mestu leyti eftir ráðum fiskifræðinga um veiðar á síldinni og frá 1980 hefur veiðistofninn stækkað úr 170 þúsund tonnum í tæp 700 þúsund tonn. Ef við hins vegar tökum þorskinn fyrir þá kemur í ljós að lengi vel fóru stjórnvöld ekki eftir ráðgjöf fiskifræðinga og má ætla að frá 1984 sé búið að veiða um 800 þúsund tonn af þorski umfram ráðgjöf fiski- fræðinga. Svo segja menn að aflamarkskerfið eigi sök á því að þorskkvótinn hefur dregist saman. Það er al- gjörlega fráleit fullyrðing. Það kemur aldrei fram í umræðunni að 1985-1990 var fiskveiðistjórnunin sambland af afla- og sóknarmarki. Svo tala menn um að með aukinni óvissu í stofnmati þorsks sé unnt að veiða meira en ráðgjöfin leyfir. Hvernig er það Lyftaradrottningar Vinnslustöðvarinnar, Hjördís Traustadóttir og Torfhildur Helgadóttir. Saltfiskvinnsla er þungamiðja í rekstri Vinnslustöðvarinnar. Texti og myndir: Óskar Þór Halldórsson og Atli Rúnar Halldórsson

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.