Ægir - 01.09.2001, Side 36
36
N E T A G E R Ð
haustveiði á loðnu verið lítil síð-
ustu árin. Í dag eru vonandi betri
tímar framundan, þar sem verð á
afurðum hafa hækkað, verð á
rækju er þó ennþá lágt en rækju-
veiðin hefur verið góð undanfarið.
Verkfall sjómanna hafði mikil
áhrif á starfsemina á árinu og mun
hafa talsverð áhrif á afkomuna.
Rekstur þjónustufyrirtækja í sjávar-
útvegi er alltaf háður gengi sjávar-
útvegsins, en Netagerðin hefur
síðastliðin ár alltaf verið rekin
með hagnaði þrátt fyrir miklar
sveiflur í umhverfinu og mikla
uppbyggingu fyrirtækisins.
Stækkun fyrirtækisins hefur ger-
breytt starfseminni og komið sér
mjög vel,“ segir Jón Einar og tel-
ur að nú séu bjartari tímar
framundan. „Við vonumst til að
hækkandi verð á sjávarafurðum
leiði af sér aukin verkefni og ég
reikna með að við þurfum að bæta
við mannskap fyrir veturinn. Ég
vildi gjarnan sjá fleiri útskrifast
sem netagerðarmenn, en við erum
í dag með sex lærða netagerðar-
menn í fyrirtækinu og tvo nema.“
Frekari hagræðing
nauðsynleg
Þróun sem á sér stað í útgerð hef-
ur í mörgum tilfellum bein áhrif á
starfsemi fyrirtækja í netagerð og
annarri þjónustu við sjávarútveg-
inn. Þar hafa samruni fyrirtækja
og stækkandi rekstrareiningar
mikil áhrif og við því verður að
bregðast. „Fyrirtæki í greininni
verða að stækka til að geta veitt
stækkandi útgerðum viðundandi
þjónustu. Stærri og öflugri fyrir-
tæki eru einnig hagkvæmari
rekstrareiningar og geta gert hag-
kvæmari hráefnisinnkaup. Með
stækkandi netagerðarfyrirtækjum
eykst möguleikinn á milliliða-
lausum viðskiptum við framleið-
endur sem er nauðsynlegt að
mínu mati. Við eigum ekki að
þurfa að kaupa okkar hráefni í
gegnum umboðsmenn og fyrir-
tæki. Enda hefur vægi umboðs-
manna farið minnkandi með opn-
ara viðskiptaunhverfi og auðveld-
ari samskiptum. Það eru breyttir
tímar í viðskiptum og þetta er
stór þáttur í hagræðingu,“ segir
Jón Einar.
Verðum að stytta vinnu-
tímann
Hann telur einnig brýnt að breyta
vinnutímanum á Íslandi, sem sé
almennt allt of langur. „Langur
og sundurslitinn vinnudagur hef-
ur í för með sér minni framleiðni.
Það nægir ekki að sum fyrirtæki
breyti þessu og önnur ekki, það
verður að breyta þessu yfir alla
línuna og það er mikilvægt að
Samtök atvinnulífsins og verka-
lýðshreyfingin nái saman um
breytingar á gildandi vinnufyrir-
komulagi. Í stað þess að vinna tíu
til ellefu tíma á dag, eins og við
gerum í dag, með löngum matar-
tíma og mörgum kaffitímum,
þarf að taka upp átta tíma sam-
felldari vinnudag. Með styttingu
vinnutímans getum við að mínu
mati hækkað dagvinnulaun
verkafólks. Fólk gæti haft svipað-
ar heildartekjur og í dag en fyrir
mun styttri vinnudag, því ég er
sannfærður um að afköstin myndu
ekki minnka mikið. Í sambandi
við kjarasamninga eru oft borin
saman laun á Norðurlöndunum
og krafist launa til jafns við það
sem þar tíðkast, en það gengur
ekki fyrr en við förum að vinna
eins og gert er í þessum löndum,“
segir Jón Einar.
Nýjungar og aukin
tækifæri
Helsta þróunin sem átt hefur sér
stað í netagerðinni undanfarin ár
er í efnum til veiðarfæragerðar.
Nú eru í boði mun sterkari efni
sem gefa nýja möguleika í hönn-
un veiðarfæra. Hægt er að nota
grennri efni sem gera veiðarfærin
bæði léttari og þjálli og mun hag-
kvæmari í notkun. Nýungar í
veiðum og nýjar fiskitegundir
hafa einnig haft mikil áhrif.
„Veiðar í flottroll hafa aukist
mjög og nýr og stór þáttur í starf-
seminni hefur skapast. Við erum
einmitt með kolmunnapoka í
framleiðslu þessa dagana,“ segir
Jón Einar.
Framleitt fyrir fiskeldið
Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar
hefur ekki farið varhluta af þeim
miklu áformum sem uppi eru
varðandi fiskeldi hér á landi. Síð-
astliðið sumar tóku fiskeldisfyrir-
tækin Íslandslax og Sæsilfur til-
boðum frá Netagerðinni í fram-
leiðslu og útvegun á búnaði fyrir
eldisstöðvar þeirra í Vestmanna-
eyjum og Mjófafirði. Verkefnið
var unnið í samstarfi við tvö norsk
fyrirtæki, eldiskvíarnar voru
keyptar af Nofi Tromsö og allir
pokar í kvíarnar voru framleiddir
af Netagerðinni í samstarfi við
Mörenot. „Menn frá Nofi Trom-
sö komu síðan til landsins og
settu kvíarnar saman og einnig
útveguðum við vanan fiskeldis-
mann sem stjórnaði uppsetningu
og frágangi þeirra í Mjóafirði.
Markmiðið með þessu var að nýta
okkur þá þekkingu í þjónustu og
útbúnaði við fiskeldi sem byggð
hefur verið upp í Noregi. Þarna
öðluðumst við dýrmæta reynslu
sem nýtist okkur örugglega í
framhaldinu og samstarfið við
þessa norsku aðila reyndist okkur
dýrmætt. Enda mun það hafa
veruleg áhrif á starfsemina hjá
okkur og skapa aukin störf, ef
áformin um uppbyggingu fisk-
eldis hér á landi ganga eftir,“ segir
Jón Einar Marteinsson.
Viðtal:
Ágúst Ólafsson
Myndir:
Ari M. Benediktsson.
Jón Bjarnason
(fjær er Elín Jónsdóttir)
að búa til kolmunnapoka.
Jón Einar á lager
fyrirtækisins í
Neskaupstað.