Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2001, Page 42

Ægir - 01.09.2001, Page 42
42 R A N N S Ó K N I R Markaðir Árið 1990 nam ársframleiðsla á fisksósu um 250.000 tonnum en stærsti hluti framleiðslunnar kemur frá Thailandi. Fyrir utan innanlandsmarkað í Thailandi er öflugur útflutningur á fisksósu meðal annars til flestra Evrópu- sambandslanda, Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Japans. Stærstu markaðarnir eru í Banda- ríkjunum, Japan og Ástralíu. Á árinu 1998 nam útflutningsverð- mæti fisksósu frá Thailandi um 13 milljónum bandaríkjadala. Forsendur rannsóknarinnar Sá þáttur sem skiptir einna mestu máli við vinnslu á hágæða fisk- sósu er magn og virkni meltingar- ensíma í hráefninu en niðurbrot fiskholdsins á sér stað fyrst og fremst vegna virkni þeirra. Rann- sóknir á loðnu hafa sýnt að loðna sem veidd er á vetrarvertíð inni- heldur bæði minna magn og minna virk meltingarensím sam- anborið við loðnu sem veidd er á sumarvertíð. Þennan mun má fyrst og fremst skýra með árstíðar- mun fæðuframboðs í sjónum en yfir sumarmánuðina er loðnan í mikilli átu sem örvar starfsemi meltingarensíma í henni. Það má því leiða líkum að því að loðna veidd yfir sumarmánuðina sé ákjósanlegur kostur sem hráefni í fisksósu án þess að notuð séu við- bætt ensím. Í fyrri rannsóknum þar sem möguleikinn á nýtingu loðnu í fisksósu hefur verið kann- aður hefur eingöngu verið ein- blínt á hæng af vetrarvertíð sem möguleika og þá með notkun á viðbættum ensímum. Markmið þessarar rannsóknar var að þróa vinnsluferli þar sem loðna væri notuð til framleiðslu á hágæða fisksósu með lægra salt- innihaldi en þekkist í fjöldafram- leiddum fisksósum. Annað mark- mið var að stytta gerjunartímann án þess að nota viðbætt ensím. Jafnframt var ákveðið að bera saman framleiðslu á fisksósu úr loðnu af vetrarvertíð annars vegar og sumarvertíð hins vegar. Hráefnið Notuð var hrygningarloðna veidd á vetrarvertíð 2000 norðaustur af Íslandi (svæði 363) og loðna af Mynd 2 Litabreytingar voru mældar með ljósgleypni við 420 nm. Eftir 10 daga gerjun hafði fisksósa úr sumarloðnu tekið á sig dekkri lit heldur en fisksósa úr vetrarloðnu eftir 360 daga gerjun. Mynd 1 Heildarmagn köfnunarefnissambanda í fisksósu úr sumar og vetrarloðnu. Fisksósa úr sumarloðnu var gerjuð í 270 daga á móti 360 dögum fyrir fisksósu úr vetraloðnu. Próteinmagn var reiknað sem N*6,25. H ei ld ar m ag n k ö fn u n ar ef n is sa m b an d a (% ) Lj ó sg le yp n i vi ð 4 2 0 n m

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.