Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 18
H Á K A R L S V E R K U N 18 Hildibrandur Bjarnason, bóndi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, er að líkindum umfangsmesti há- karlaverkandi landsins og gott orð fer af hákarlinum frá hon- um. Hildibrandur verkar há- karl allt árið og tengir verkun- ina við ferðaþjónustu sem hann hefur stundað í mörg undan- farin ár. Gestum þykir mikið til koma að sjá þegar Hildibrand- ur gerir að hákarlinum og hengir beiturnar upp í hjall- ana. Ægir rakti garnirnar úr Hildibrandi um hákarlaverk- unina. „Eigum við ekki að segja það,” sagði Hildibrandur þegar hann var fyrst spurður að því hvort hann væri ekki alltaf á fullu í há- karlaverkuninni. „Ég er að verka hákarl allt árið, en best er að fá hákarlinn á veturna, þá eru minnstar líkur á því að hann sé skemmdur. Þessi hákarl er hengd- ur upp í apríl eða maí, vel tíman- lega áður en tekur að hlýna í veðri. Ef of mikill hiti kemst að hákarlinum þegar hann er í kös, verður hann ónýtur. Ég fékk tölu- vert af hákarli sl. sumar og setti hann í frysti. Þann hákarl þíddi ég upp í haust og hafði hálfan annan til tvö mánuði í kös. Ég hengdi þennan hákarl upp í nóv- ember og ef vel gengur verður eitthvað af honum til neyslu á þorranum,” segir Hildibrandur. Blaðamanni verður á að spyrja hvort ekki þurfi veglegan frysti til þess að geyma allt þetta magn af hákarli og svarar Hildibrandur því til að hann hafi fjörutíu feta frystigám. „Þú mátt láta það koma fram að af því ég bý hérna út í sveit, þá er ég með annars flokks rafmagn. Ég varð því að kaupa mína eigin ljósavél til þess að keyra frystivélarnar,” segir Hildibrandur. Forréttur í brúðkaupsveislu „Það má segja að það sé ásókn í hákarlinn allt árið. Fólk er að kaupa hann til hátíðarbrigða og í veislur. Ég get nefnt að síðast í dag var ég að senda hákarlsbeitu til Reykjavíkur til þess að hafa í forrétt í brúðkaupsveislu. Hákarl- inn er allra meina bót, það er ég sannfærður um, t.d. til að laga blóðþrýsting, magasýrur og margt annað.” Hildibrandur segir að úr nýjum hákarli, innan við þriggja daga gömlum, safni Háskóli Íslands sýnum. „Háskólar víða um heim sýna mikinn áhuga á þessu verk- efni. Ástæðuna veit ég ekki, en vissulega er hákarlinn sérstök skepna. Hann lifir í köldum sjó og hefur það sterkt ónæmiskerfi að hann fær aldrei sjúkdóma. Þess vegna er talin allra meina bót fyr- ir mannskepnuna að neyta hákarls eða hákarlalýsis.” Margir erlendir sjónvarpsmenn hafa komið í Bjarnarhöfn til þess að festa hákarlaverkunina á filmu. Þannig voru þar útsendarar frá þýskri sjónvarpsstöð í nóvember sl., sem reyndar höfðu verið í Bjarnarhöfn fyrir tíu árum en vildu endurnýja kynnin af ís- Menntafélagið ehf. - Sjómannaskólanum v/Háteigsveg 105 Reykjavík - Sími 522 3300 - Fax 522 3301 Netfang: mennta@mennta.is - Heimasíða: www.mennta.is Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur er allra meina bót! Hákarlinn Það þarf að hafa mikið fyrir hákarlaverkuninni, þetta er erfið og oft óþrifaleg vinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.