Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 10
10 N E TA G E R Ð A R N Á M Í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í Reykjanes- bæ er eina náms- brautin á landinu í netagerð. Brautar- stjórinn segir tölu- verðan áhuga á nám- inu, sem hefur á síð- ustu árum færst yfir í að vera fyrst og fremst fjarnám. Lárus Þór Pálmason, brautar- stjóri, segir að nám í netagerð sé fjölbreytt og að hans mati er það hagnýtt og gott. Miðað er við að nemendur taki námið á þremur árum, en af almennum greinum má nefna stærðfræði, eðlisfræði, tungumál, félagsfræði, bókfærslu, ritvinnslu, rafmagnsfræði og ör- yggis- og félagsmál. Af sérgrein- um netagerðar má nefna efnis- fræði, faglega netagerð, iðnteikn- ingu, veiðar- og veiðarfæragerð, ensku fyrir netagerð, lög og reglugerðir og haf- og fiskifræði. Netagerð í fjarnámi „Fjölbrautaskóli Suðurnesja er svokallaður kjarnaskóli í netagerð og er því að þjóna öllu landinu. Núna eru tuttugu nemendur í fjarnámi en enginn í dagskóla. Við höfum verið að koma okkur upp góðum búnaði og námsgögn- um fyrir fjarnámið, enda vilja nemendur, sem eru allsstaðar að af landinu, gjarnan nýta sér þenn- an kost. Fjarnámið hefur smátt og smátt verið að styrkja sig í sessi, en við byrjuðum með það haustið 1999. Síðan hefur þetta verið að þróast, m.a. höfum við útbúið námsefni á Cd-diska sem nem- endur fá í hendur við upphaf náms. Á diskunum eru fyrirlestr- ar, kennsluáætlanir, verkefni, til- vísanir á ítaraefni og gagnvirk próf. Samskipti milli nemenda og kennara fara mest fram í tölvupósti á Netinu eða í gegnum MSN-Messanger. Nemendur þurfa að jafnaði að skila um tíu verkefnum í hverju fagi og að því búnu gangast menn undir próf. Við höfum átt samstarf við aðra skóla, bæði framhaldsskóla og grunnskóla, um prófin, t.d. hafa nemendur á Akureyri fengið að taka þau í Verkmenntaskólanum á Akureyri.” Lárus Þór telur að nám í neta- gerð verði áfram fyrst og fremst í fjarnámi. „Já, ég sé fram á að þetta verði fjarnám í framtíðinni, allt nema líkansmíði sem fer fram hér. Þá koma nemendur og eru hér í þeim hluta námsins í viku- tíma. Þá er tekinn fyrir einhver hluti veiðarfæris og reiknað út líkan af því í ákveðnum mæli- kvarða. Þetta er góð æfing í því að setja upp veiðarfæri og gera líkan af því til þess að setja í til- raunatank,” segir Lárus Þór. Nýti helgarnar vel „Ég byrjaði í þessu námi sl. haust og líst mjög vel á það. Það hefur marga kosti að geta tekið námið í fjarnámi og mér finnst vera ágætlega staðið að þessu,” segir Þorvaldur Sigurðsson, starfsmaður Ísnets á Akureyri. Þorvaldur hefur unnið við netagerð síðustu fjögur ár og kann því vel. Segja má að hann eigi rætur í netagerðinni því faðir hans, Sigurður Sigfússon, var lengi verkstjóri á netaverkstæði ÚA á Akureyri og bróðir hans var einnig vel liðtækur í netagerðinni. „Ég ákvað að skella mér líka í þetta og þá lá beint við að fara í námið. Ég finn það strax að maður lærir margt nýtt í þessu námi og það gerir það að verkum að maður verður öruggari í því sem maður er að gera,” segir Þorvaldur sem telur allar líkur á að hann leggi netagerðina fyrir sig, enda hafi hann mjög gaman af þessu starfi. „Ég er í fullri vinnu hérna hjá Ísneti og er að auki á fullu í handboltanum hjá Þór. Það vill því oft verða svo að maður kemst í námið seint á kvöldin og situr við fram á nótt. Ég nýti helgarnar líka vel,” segir Þorvaldur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Um tuttugu nemendur í fjarnámi í netagerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.