Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2003, Qupperneq 10

Ægir - 01.11.2003, Qupperneq 10
10 N E TA G E R Ð A R N Á M Í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í Reykjanes- bæ er eina náms- brautin á landinu í netagerð. Brautar- stjórinn segir tölu- verðan áhuga á nám- inu, sem hefur á síð- ustu árum færst yfir í að vera fyrst og fremst fjarnám. Lárus Þór Pálmason, brautar- stjóri, segir að nám í netagerð sé fjölbreytt og að hans mati er það hagnýtt og gott. Miðað er við að nemendur taki námið á þremur árum, en af almennum greinum má nefna stærðfræði, eðlisfræði, tungumál, félagsfræði, bókfærslu, ritvinnslu, rafmagnsfræði og ör- yggis- og félagsmál. Af sérgrein- um netagerðar má nefna efnis- fræði, faglega netagerð, iðnteikn- ingu, veiðar- og veiðarfæragerð, ensku fyrir netagerð, lög og reglugerðir og haf- og fiskifræði. Netagerð í fjarnámi „Fjölbrautaskóli Suðurnesja er svokallaður kjarnaskóli í netagerð og er því að þjóna öllu landinu. Núna eru tuttugu nemendur í fjarnámi en enginn í dagskóla. Við höfum verið að koma okkur upp góðum búnaði og námsgögn- um fyrir fjarnámið, enda vilja nemendur, sem eru allsstaðar að af landinu, gjarnan nýta sér þenn- an kost. Fjarnámið hefur smátt og smátt verið að styrkja sig í sessi, en við byrjuðum með það haustið 1999. Síðan hefur þetta verið að þróast, m.a. höfum við útbúið námsefni á Cd-diska sem nem- endur fá í hendur við upphaf náms. Á diskunum eru fyrirlestr- ar, kennsluáætlanir, verkefni, til- vísanir á ítaraefni og gagnvirk próf. Samskipti milli nemenda og kennara fara mest fram í tölvupósti á Netinu eða í gegnum MSN-Messanger. Nemendur þurfa að jafnaði að skila um tíu verkefnum í hverju fagi og að því búnu gangast menn undir próf. Við höfum átt samstarf við aðra skóla, bæði framhaldsskóla og grunnskóla, um prófin, t.d. hafa nemendur á Akureyri fengið að taka þau í Verkmenntaskólanum á Akureyri.” Lárus Þór telur að nám í neta- gerð verði áfram fyrst og fremst í fjarnámi. „Já, ég sé fram á að þetta verði fjarnám í framtíðinni, allt nema líkansmíði sem fer fram hér. Þá koma nemendur og eru hér í þeim hluta námsins í viku- tíma. Þá er tekinn fyrir einhver hluti veiðarfæris og reiknað út líkan af því í ákveðnum mæli- kvarða. Þetta er góð æfing í því að setja upp veiðarfæri og gera líkan af því til þess að setja í til- raunatank,” segir Lárus Þór. Nýti helgarnar vel „Ég byrjaði í þessu námi sl. haust og líst mjög vel á það. Það hefur marga kosti að geta tekið námið í fjarnámi og mér finnst vera ágætlega staðið að þessu,” segir Þorvaldur Sigurðsson, starfsmaður Ísnets á Akureyri. Þorvaldur hefur unnið við netagerð síðustu fjögur ár og kann því vel. Segja má að hann eigi rætur í netagerðinni því faðir hans, Sigurður Sigfússon, var lengi verkstjóri á netaverkstæði ÚA á Akureyri og bróðir hans var einnig vel liðtækur í netagerðinni. „Ég ákvað að skella mér líka í þetta og þá lá beint við að fara í námið. Ég finn það strax að maður lærir margt nýtt í þessu námi og það gerir það að verkum að maður verður öruggari í því sem maður er að gera,” segir Þorvaldur sem telur allar líkur á að hann leggi netagerðina fyrir sig, enda hafi hann mjög gaman af þessu starfi. „Ég er í fullri vinnu hérna hjá Ísneti og er að auki á fullu í handboltanum hjá Þór. Það vill því oft verða svo að maður kemst í námið seint á kvöldin og situr við fram á nótt. Ég nýti helgarnar líka vel,” segir Þorvaldur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Um tuttugu nemendur í fjarnámi í netagerð

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.