Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 52

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 52
52 skipin, sem voru að veiðum, vars í nálægum víkum og fjörðum. Ole Myrset, skipstjóri á kútter Marsley frá Kristjánssundi, afréð að sigla inn á Siglufjörð. Um borð voru 80-90 tunnur af síld, og meðferðis höfðu skipverjar tunn- ur, salt og annað, sem til söltunar þurfti. Er til Siglufjarðar kom, réð Myrset heimamenn til að salta síldina, og var verkinu lokið um miðnætti. En síldin, sem söltuð var á Siglufirði þessa sumarnótt árið 1903, var ekki fyrsta reknetasíld- in, sem söltuð var hér á landi. Austur á Raufarhöfn bjuggu bræður tveir, Jón og Sveinn að nafni, og voru synir Einars Guð- mundssonar á Hraunum. Þeir voru í vinfengi við Benedikt Mannes, skipstjóra á Brimnæs og síðar á Albatross. Vorið 1901 keyptu þeir í Noregi skútu, sem Vega hét, og gerðu hana út á rek- net, en skipstjóri var Kornelius Mannes. Afli skipsins var saltaður á Raufarhöfn, og mun það vera fyrsta rekneta- og Norðurlands- síldin, sem söltuð var hér á landi. Í síldarsögu Íslands segir Matthías Þórðarson frá því, að Hans L. Falck hafi árið 1903 sent einn skipstjóra sinna vestur um haf til að kynna sér notkun herpi- nóta. Norðmenn hafi síðan gert lítilsháttar breytingar á veiðarfær- inu til að laga það að norskum að- stæðum, og sumarið 1904 hafi tvö skipa Falcks, Albatross og Atlas, fyrst notað herpinót við síldveiðar hér við land. Öfluðu þau bæði vel. Engin ástæða er til þess að rengja, að Falck hafi sent mann- inn vestur um haf eða að skipin Atlas og Albatross hafi veitt með herpinót hér við land sumarið 1904. Hitt fær hins vegar varla staðist að þetta hafi verið fyrstu tilraunir til veiða með þessu veið- arfæri á Íslandsmiðum, nema ef til vill á gufuskipum. „Nýju” veiðarfærin, reknet og herpinót, sem tekin voru í notk- un hér við land um aldamótin og á öndverðri 20. öld, öllu byltingu í síldveiðum á Íslandsmiðum. Hvorttveggja veiðarfærið var miklum mun stórvirkara og afla- sælla en gömlu landnæturnar, en mestu skipti þó, að þessi veiðar- færi voru notuð á hafi úti, en ekki inni á fjörðum og víkum eins og hin eldri. Í landnætur veiddist ekki önnur síld en sú, sem gekk inn á firði. Það gerði ekki nema hluti – lítill hluti – þeirrar síldar, sem talið er, að hafi verið við landið á ári hverju, og mjög var misjafnt hve mikið gekk inn á firðina. Aflaleysisárin voru því mörg, og margir litu á síldveið- arnar nánast sem happdrætti. Þær voru góð búbót, ef síldin kom. Þegar hún gerði það ekki, urðu sumir fyrir tjóni, aðrir urðu að láta sér lynda að hafa misst af feng, sem kannski hefði orðið góður. En þrátt fyrir óvissan afla, og stundum engan, voru nótaveið- arnar Íslendingum hallkvæmar og féllu vel að fyrirkomulagi íslensks sjávarútvegs á ofanverðri 19. öld, ekki síst eins og það var á Norð- urlandi og Austfjörðum. Þær voru hrein viðbót við aðrar veiðar, gáfu mikið í aðra hönd, þegar sæmilega aflaðist, og miklu skipti, að stofn- og tilkostnaður við úthaldið var lítill. Íslendingar lærðu veiðarnar af Norðmönnum, höfðu reyndar umtalsverðar tekj- ur af athöfnum þeirra og seldu af- urðirnar á sömu markaði, jafnvel með athylgi Norðmanna. Flest fyrstu íslensku síldveiðifélögin voru stofnuð í samvinnu við Norðmenn, sem útveguðu tunnur og sitthvað fleira, er til veiða og verkunar þurfti, og önnuðust í sumum tilvikum flutninga á milli landa. Jafnvel fyrsta „alís- lenska” síldarúthaldið, þeirra Snorra Pálssonar og Tryggva Gunnarssonar, var um margt háð samvinnu við Norðmenn. Landnótaveiðin byggðist á grundvallaratriðum á sömu tækni og nótaveiðar Íslendinga og Norðmanna, sem áður var lýst. Einnig var algengt, að notuð væru fyrirdráttarnet, þar sem að- stæður hentuðu. Sú veiðiaðferð var að mörgu leyti áþekk land- nótaveiðinni, en allt var miklu smærra í sniðum. Netin voru lögð frá landi, og til þess að stunda þessar veiðar þurftu menn ekki að hafa yfir að ráða öðru en landspildu við sjó, sæmilegu neti, tréstubbum til að festa það, skektu til að róa það út og mann- skap til að draga netin og hirða úr þeim aflann. Við það réðu flestir sæmilega stæðir sjávarbændur við Eyjafjörð og á Austfjörðum, og fyrir kom, að menn slógu sér saman um úthald, ef svo bar und- ir. Þeir, sem tök höfðu á, söltuðu síldina sjálfir og seldu þannig, aðrir seldu hana ferska kaup- mönnum eða öðrum, sem ráku söltunarstöðvar.” N Ý B Ó K Aflaskipið Súlan við Tuliniusarbryggju á Akureyri. Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.