Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 34
34 B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I „Það er í raun dálítið sérstakt að hugsa til þess að sáttar- gerðin, kvótakerfið, hefur valdið meiri pólitískum deilum en flest önnur mál sem uppi hafa verið í íslenskri pólitík, jafnvel þótt horft sé yfir litrík deilumál svo sem um fjár- kláða, inngönguna í NATO, niðurfellingu Z-unnar úr ís- lenskri stafsetningu, gagnagrunn á heilbrigðissviði og virkjun Jökulsár,” segir Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd. „Þessi sáttargerð um nýtingu auðlindarinnar hefur verið upp- spretta eilífra deilna vegna þeirra miklu sértæku hagsmuna sem undir liggja og vegna samfélagslegrar þróunar sem auðvitað má oft rekja til tilfærslu á veiðiheimildum. Kvótakerfið hefur með öðrum orðum oft verið talið einn helsti áhrifa- og ógnvaldur í byggðaþróun. Spurningin getur hins vegar snúist jafnt um það hvort kerfið hafi verið áhrifavaldur og hitt hvort sáttargerðin hafi yfirleitt snúist um það að kvótakerfið ætti að verja byggð. Hvort þeim sem fyrir kvótanum var trúað bæri að sjá til þess að byggð héldist í sjávarbyggðum allt í kringum landið. Margir eigendur útgerða litu svo á og enn eru til útgerðarmenn sem halda í þá siðareglu að þeir og byggðin sem á bak við þá stendur hafi þennan rétt sameiginlega. Kvótinn eigi að tengjast byggð- inni og vera henni til framdráttar. Þessum útgerðarmönnum hefur farið fækkandi og þeir eiga líklega ekki mikla möguleika í framtíðinni vegna áhrifa hlutabréfamarkaðar og síaukinnar hag- kvæmnikröfu. Ég er sannfærður um að það hafði einnig talsverð áhrif á byggðaþróun hvernig menn hafa meðhöndlað kvótakerfið. Þeir útgerðarmenn hafa staðið miklu betur að vígi sem viðurkenndu að kvótakerfið var komið til að vera og fóru að vinna með kerfið í stað þess að láta eins og það væri tímabundin truflun á útgerð- arháttum þeirra.” Um hvað snerist sáttagjörðin? Og áfram fjallar Magnús um kvótann: „Krafan um að kvótinn skili sem mestri arðsemi til eigendanna hefur verið sívaxandi og er oft grundvöllur að verðmati fyrirtækja. Enn vaknar sama spurningin og gagnvart byggðaþróuninni. Var það um þetta sem sáttagerðin snerist? Ég held ekki. Með tilliti til beggja þessara hagsmuna verða menn að leita hins gullna meðalvegar. Menn verða að finna sér leið til að skila arðsemi sem getur talist ásættanleg en jafnframt að leit- ast við að halda eins mikilli byggðarlegri sátt og unnt er að ná. Að öðrum kosti eru líkur á að þeim sem vilja gera nýja sáttar- gerð um hina sameiginlegu auðlind muni fjölga verulega á löggjafarsam- kundunni og ný „sátt” gerð um auðlindina.” Arðsemiskröfur Magnús segir að arðsemiskröfur frá óþolinmóðum hluthöfum hafi sett mikinn þrýsting á sjávarútvegsfyrirtæki til að tryggja aukið verðmæti hlutabréfa með öllum tiltækum ráðum. „Ef hægt er að segja að hlutabréfamarkaður hafi skoðanir, þá er ljóst að krafan um aukna sameiningu fyrirtækja í sjávarútvegi kom ekki síst frá honum. Hugmyndafræðin hefur verið að hámarka arðsemi fjár- festinga með því að búa til stærri heildir og auka þannig við- skipti með hlutabréf. Í raun hafa þessi sjónarmið þó beðið tals- vert skipbrot því viðskipti með bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa heldur dregist saman og vonir um að samruni fyrirtækja skili arði einn og sér hafa að miklu leyti brugðist. Fyrir hinar smærri byggðir getur samruni sjávarútvegsfyrir- tækja hins vegar verið erfiður. Tekjur dragast gjarnan saman þar sem veiðiheimildir eru fluttar til og nýttar þar sem atvinnu- svæðin eru stærri og nýting þeirra talin betri. Oft nær höfuð- stöðvum hins sameinaða fyrirtækis. Miðstýring eykst og leiðir af sér að frumkvæði stjórnenda hverfur úr byggðinni. Afl til að nýta ný sóknarfæri í ljósi aðstæðna á hverjum stað víkur og í staðinn kemur arðsemiskröfustýrð rekstrareining sem öllum er ljóst að verður lokað þegar arðsemiskrafan fær ekki fylli sína. Lífsafkoma heilla byggðarlaga byggist þá á ákvörðunum manna sem eru fjarlægir byggðunum og eru undir miklu álagi eigenda um arð og hærra gengi hlutabréfa.” Skuggahliðar hlutabréfamarkaðarins „Ég get ekki sagt skilið við umræðu um hlutabréfamarkaðinn án þess að ræða um skuggahliðar hans. Ég lít svo á að í raun verði að flokka það sem bæði áhyggjuefni og beina byggðalega ógn hvernig verðbréfasalar hafa oft hegðað sér. Það er orðið um- talað vandamál hvernig hinir svokölluðu exceldrengir í verð- bréfafyrirtækjunum koma fram gagnvart íslensku atvinnulífi. Þeir hafa hvað eftir annað verið staðnir að því að véla með hluta- bréf með mjög sértæka stundarhagsmuni eina að leiðarljósi og beitt eigin viðskiptatækifærum á óvægin hátt þannig að fyrir- tæki eru sett í uppnám, starfsfólk í óvissu og jafnvel heilu byggðarlögin í erfiða stöðu, allt í þágu stundargróða.” Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd: Fjölveiðiskipið Ísland Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd. Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, og Guðmundur Stein- grímsson, framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.