Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 42

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 42
42 S K R E I Ð A R V E R K U N hægt er að þurrka árið um kring sem jafnframt skapar möguleika á stöðugum útflutningi vörunnar; unnt er að ábyrgjast stöðug gæði og jafnara vatnsinnihald og með inniþurrkun er hægt að losna við flugur og önnur skorkvikindi sem valda vandræðum við útiþurrkun. Öll inniþurrkun á Íslandi byggist á jarðhita og sá orkugjafi veitir okkur ákveðið forskot á Norð- menn og Kanadamenn. Inniþurrkun á þorskhausum og smáfiski hefur gengið vel, þ.e. ef hráefnið er gott og rétt að þurrk- uninni staðið. Áður en inniþurrkun hófst fyrir aldarfjórðungi, voru allir hausar hengdir upp í skreiðarhjöllum. Inniþurrkun á hausum hefur ver- ið að aukast og nú eru starfandi nokkrar þurrkstöðvar, þær stærstu eru m.a. Laugafiskur á Laugum og Akranesi, Samherji á Dalvík, Hnotskurn í Þorlákshöfn, Klofningur á Suðureyri, Haustak á Reykjanesi, Flúðafiskur á Flúð- um, Herðir í Fellabæ o.fl. Þör- ungavinnslan á Reykhólum þurrkar þang og þara. Í allt má segja að starfandi séu hátt í 20 fyrirtæki sem inniþurrka fisk til útflutnings og öll nema tvö nota jarðhita. Heimsókn á markaðinn í Nígeríu Í nóvember sl. fór hópur fram- leiðenda þurrkaðra þorskhausa á vegum Fiskmiðlunar Norður- lands til Nígeríu. Í hópnum voru þrettán íslenskir og færeyskir hausaverkendur víðs vegar af landinu og var erindið að hitta nígeríska kaupendur og sölumenn og kynna sér markaðinn. Það er mikils virði fyrir framleiðendur að heimsækja kaupendur í Níger- íu, persónuleg tengsl skipta heimamenn þar miklu máli og einnig er nauðsynlegt fyrir fram- leiðendur að sjá með eigin augum með hvaða hætti Nígeríumenn nýta sér vörurnar. Nígería er 923 þúsund ferkíló- metrar að stærð og íbúafjöldinn er um 130 milljónir. Nígeria varð sjálfstætt lýðveldi árið 1960, en áður var landið bresk nýlenda og ríkistungumál landsins er enska, en í landinu eru talaðar fjöldinn allur af öðrum mállýskum, sumir segja að þær séu á fjórða hundrað. Ástæðan fyrir miklum áhuga á skreið í Nígeríu er ekki fyllilega ljós, en til eru frásagnir um að Bretar hafi flutt inn skreið til að metta sveltandi íbúa landsins fyrir mörgum árum. Önnur kenning er sú að þrælaveiðarar, sem áður fyrr gerðu mikið út á Nígeríu, hafi haft skreið til að gefa fólkinu sem var búið að klófesta á leiðinni til Ameríku. Talið er að þeir hafi einnig gefið því fólki skreið sem hjálpaði þeim við að handsama verðandi þræla og þannig hafi áhuginn á skreið vaknað á þessu svæði og neysla hennar smá sam- an orðið almenn í landinu. Það sem stendur upp úr í þess- ari ferð til Nígeríu er hversu stór markaðurinn er fyrir þurrkaða hausa og hve hann var takmark- aður við austurhluta Nígeríu. Kaupendur leggja mikið upp úr gæðum og ferskleika vörunnar og þess vegna er það ánægjuefni Blásari Hitari Stokkur Gámar Gámar Gámar Gámar lásari itari Mynd 3. Eftirþurrkunarbúnaður. „Mér var sagt að í Lagos kjósi menn bragðlitla hausa en í Aba er frekar sóst eftir bragðmiklum hausum. Þetta er hliðstætt því að sumir vilja sterka osta en aðrir milda, smekkurinn er ekki alltaf sá sami.” Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari, fór með framleiðendum til Nígeríu og sýndi þarlendum kunnáttu sína í matargerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.