Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 44

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 44
44 S K R E I Ð A R V E R K U N brögð voru að því að útflytjendur gengju á lagið og sendu þangað skreið sem varla gat talist manna- matur. Það var ekki mikið um kvartanir um vörugalla sem við sáum í þessari heimsókn en þeir dúkkuðu þó upp, t.d. ómerktir ballar, illa merktir ballar, rangar innihaldsmerkingar utan á böll- unum, hausar með lifrarbroddum sem skemma út frá sér og einnig vanþurrkaðir hausa. Á einum pakkanum stóð aðeins ”Kinnar og Gellur”. Sú áletrun kemur Níger- íumönnunum sennilega ekki að miklu gagni. Sömuleiðis var okk- ur sýnd illa verkuð norsk skreið. Íslendingar vilja örugglega halda sinni markaðsstöðu á Ní- geríumarkaðinum, en í þessari ferð sáust vörur frá Noregi, Argentínu, Kanada og fleiri lönd- um. Íslendingar eru með yfir- gnæfandi markaðshlutdeild í þurrkuðum hausum og um leið á skreiðarmarkaðinum í Nígeríu. Til þess að svo megi vera áfram þurfum við að halda vel á spilun- um hvað varðar vöruvöndun og að auka þekkingu okkar á eiginleik- um vörunnar. Ýmsir möguleikar Trúlega eru möguleikar fyrir hendi til að auka markaðinn fyrir þurrkaðar afurðir í Nígeríu og jafnvel víðar í Afríku, en oft hefur verið talað um að skreiðarneysla hafi einnig þekkst í nágranna- löndum Nígeríu og þar ætti að vera mögulegt að selja þurrkaðar fiskafurðir. Til þess að núverandi markaðsstaða okkar haldist í sam- keppni við aðrar fiskveiðiþjóðir, þá þarf að vera hægt að tryggja gæði, jafnan vöruútflutning og að merkingar á vörunni standist. Áður en hausaþurrkunin hófst hérlendis fóru allir fiskhausar í mjölvinnslu. Með því að þurrka hausana í stað þess að bræða þá fæst fjórfalt hærra verð fyrir vör- una. Núorðið fer nánast ekkert af hausum, sem á land berst, í mjölvinnslu. Í seinni tíð hefur orðið sú ánægjulega breyting að frystitogarar eru í auknum mæli farnir að koma með hausa í land til þurrkunar. Er svo komið að nálægt helmingur af þeim haus- um sem til falla um borð í frysti- togurum skilar sér í land til þurrkunar. Með áframhaldandi þróun í þessa átt skapast svigrúm til aukinnar framleiðslu á þessari verðmætu afurð. www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Ábót, sigurnaglalína og allar gerðir af beitu Ástæðan fyrir miklum áhuga á skreið í Negeríu er ekki fyllilega ljós en til eru frásagnir um að Bretar hafi flutt inn skreið til að metta sveltandi íbúa landsins fyrir mörgum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.