Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2003, Page 44

Ægir - 01.11.2003, Page 44
44 S K R E I Ð A R V E R K U N brögð voru að því að útflytjendur gengju á lagið og sendu þangað skreið sem varla gat talist manna- matur. Það var ekki mikið um kvartanir um vörugalla sem við sáum í þessari heimsókn en þeir dúkkuðu þó upp, t.d. ómerktir ballar, illa merktir ballar, rangar innihaldsmerkingar utan á böll- unum, hausar með lifrarbroddum sem skemma út frá sér og einnig vanþurrkaðir hausa. Á einum pakkanum stóð aðeins ”Kinnar og Gellur”. Sú áletrun kemur Níger- íumönnunum sennilega ekki að miklu gagni. Sömuleiðis var okk- ur sýnd illa verkuð norsk skreið. Íslendingar vilja örugglega halda sinni markaðsstöðu á Ní- geríumarkaðinum, en í þessari ferð sáust vörur frá Noregi, Argentínu, Kanada og fleiri lönd- um. Íslendingar eru með yfir- gnæfandi markaðshlutdeild í þurrkuðum hausum og um leið á skreiðarmarkaðinum í Nígeríu. Til þess að svo megi vera áfram þurfum við að halda vel á spilun- um hvað varðar vöruvöndun og að auka þekkingu okkar á eiginleik- um vörunnar. Ýmsir möguleikar Trúlega eru möguleikar fyrir hendi til að auka markaðinn fyrir þurrkaðar afurðir í Nígeríu og jafnvel víðar í Afríku, en oft hefur verið talað um að skreiðarneysla hafi einnig þekkst í nágranna- löndum Nígeríu og þar ætti að vera mögulegt að selja þurrkaðar fiskafurðir. Til þess að núverandi markaðsstaða okkar haldist í sam- keppni við aðrar fiskveiðiþjóðir, þá þarf að vera hægt að tryggja gæði, jafnan vöruútflutning og að merkingar á vörunni standist. Áður en hausaþurrkunin hófst hérlendis fóru allir fiskhausar í mjölvinnslu. Með því að þurrka hausana í stað þess að bræða þá fæst fjórfalt hærra verð fyrir vör- una. Núorðið fer nánast ekkert af hausum, sem á land berst, í mjölvinnslu. Í seinni tíð hefur orðið sú ánægjulega breyting að frystitogarar eru í auknum mæli farnir að koma með hausa í land til þurrkunar. Er svo komið að nálægt helmingur af þeim haus- um sem til falla um borð í frysti- togurum skilar sér í land til þurrkunar. Með áframhaldandi þróun í þessa átt skapast svigrúm til aukinnar framleiðslu á þessari verðmætu afurð. www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Ábót, sigurnaglalína og allar gerðir af beitu Ástæðan fyrir miklum áhuga á skreið í Negeríu er ekki fyllilega ljós en til eru frásagnir um að Bretar hafi flutt inn skreið til að metta sveltandi íbúa landsins fyrir mörgum árum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.