Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 20
20 H Á K A R L AV E R K U N að fá um 1.500 kíló af afurðum, en niðurstaðan var 100 kíló af boðlegum afurðum, hitt var ónýtt. Þessi hákarl var of gamall og bæði liturinn á honum og bragðið var ekki eins og það á að vera. Ég vil fá hákarlinn eins ferskan og hægt er og reyni að gera að honum eins fljótt og unnt er. Hér hefur verið útbúinn sér- stakur kæliklefi þar sem við sker- um hákarlinn og því eru aðstæð- urnar orðnar eins og best verður á kosið. Þetta er hins vegar bara spurningin um hráefnið.” Þorrinn er aðal vertíðin Guðmundur Páll hefur stundað hákarlaverkun í ellefu ár með föð- ur sínum, Óskari Friðbjarnarsyni. Guðmundur Páll hefur keypt verkunina af föður sínum og vinnur nú einn að henni. Að sjálf- sögðu á hann sína föstu kúnna fyrir vestan, en stærsti markaður- inn segir hann að sé á Akureyri. „Ég skipti mikið við bæði Norð- lenska og Kjarnafæði á Akureyri,” segir Guðmundur Páll. Þessar vikurnar er mikið um að vera hjá hákarlaverkendum, enda nær salan hámarki á þorranum. Reyndar er alltaf töluvert um að fólk kaupi sér hákarl í kringum jólin, þó líklega helst til þess að narta í á Þorláksmessu og um ára- mótin, en þorrinn er stóra vertíð- in. „Ætli ég hafi ekki náð í um átján tonn af hráefni í vor og ef allt verður eðlilegt ætti það að skila um tveimur tonnum af af- urðum. Í stórum dráttum má segja að nýtingin sé um tólf pró- sent,” segir Guðmundur Páll og segist ekki sjá annað en að vel takist til með verkunina í ár. Hagstæð hákarlstíð í haust Guðmundur Páll segir að haustið ráði miklu um hvernig til tekst. Lykilatriði er að vanda til þurrk- unarinnar á hákarlinum, að lýsið nái að leka úr honum. „Þurrktím- inn ræðst í raun af því hvernig haustið er. Mikil úrkoma gerir það að verkum að hægar gengur að þurrka hákarlinn og að sama skapi gerist ekkert í frosti. Tíðin hefur hins vegar verið hagstæð í haust og því sýnist mér þetta ætla að koma vel út. Ég er búinn að skoða beiturnar í hjöllunum og þær líta vel út, vegna góðrar tíðar í haust gæti ég trúað að hákarlinn væri um þremur vikum á undan áætlun. Við höfum hins vegar lent í því að eiga engan söluhæfan hákarl á þorranum þótt hjallarnir séu fullir af hákarli, einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki náð að þorna. Ég hef það mottó að láta vöruna ekki frá mér fyrr en ég er ánægður með hana. Ef mað- ur reynir að selja hákarl sem er ekki hundrað prósent í lagi, þá skemmir maður markaðinn og það er ekki mjög gáfulegt. Há- karlinn frá Hnífsdal hefur alltaf haft á sér ákveðinn gæðastimpil og ég tel að sjálfsögðu mikilvægt að halda því orðspori. Ef maður reynir að selja gallaða vöru, þá nær maður ekki markaðnum á nýjan leik, svo einfalt er það.” Gott magalyf En hvernig vill Guðmundur Páll að hákarlinn líti út? „Hann á ekki að vera alveg hvítur,” svarar hann. „Það má vera smá leirlitur á hon- um. Hákarlinn þarf að vera stífur, hann má alls ekki vera slepjuleg- ur þegar maður borðar hann. Há- karl á aldrei að vera stækur. Það má aldrei vera svo mikið ammon- íaksbragð af honum að manni svíði í hálsinn, slíkur hákarl er skemmdur, hann er búið að kæsa of lengi. Það er mjög mismun- andi hversu lengi þarf að kæsa há- karlinn, það fer eftir því hversu þykkar beiturnar eru.” Frá því að hákarlsbeitur eru hengdar upp og þar til varan er tilbúin á borð neytenda líða á bil- inu 7-9 mánuðir. „’Það eru marg- ir sem nota hákarlinn sem maga- lyf, enda er hann það besta sem hægt er að fá í magann. Ég hef lengi verið magaveikur, en síðan ég byrjaði á borða hákarl, þá hef ég ekki fundið til í maganum. Það er líka staðreynd að það er hægt að drekka brennivín enda- laust ef maður borðar hákarl með, það hef ég sannreynt,” segir Guð- mundur Páll og skellihlær. „Hellings vinna„ í kringum hákarlinn Eins og áður segir er langmest sala á hákarli á þorranum. „Reyndar hefur salan á hákarli verið að aukast á öðrum tíma árs- ins, t.d. yfir sumarið. Mér sýnist því að hægt væri að selja hákarl allt árið ef maður ætti nóg af hon- um. Vandamálið er hins vegar að það er svo erfitt að ná í góðan há- karl. Hér á árum áður vorum við að verka hákarl allt árið, ég minn- ist þess að eitt árið tókum við 110 tonn. En stærsti hlutinn var hins vegar ónýtur vegna þess að hráefnið var of gamalt. Þetta kenndi mér að það er betra að hafa minna af hráefni og það sé þá örugglega í lagi.” Guðmundur Páll vill ekki meina að mikil samkeppni sé á hákarlamarkaðnum. „Nei, ég læt það nú alveg vera. Í raun eru ekki eftir nema 5-6 hákarlaverkendur sem eitthvað kveður að. Stað- reyndin er sú að það geta ekki hverjir sem er farið í þessa verk- un, þó ekki væri nema vegna þess hversu mikið rými þarf fyrir þessa verkun,” segir Guðmundur Páll. Hákarlabeitur í hjallinum í Bjarnarhöfn. Ég hef lengi verið maga- veikur, en síðan ég byrjaði að borða hákarl, þá hef ég ekki fundið til í maganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.