Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2005, Qupperneq 31

Ægir - 01.06.2005, Qupperneq 31
31 B Á TA - O G S K I PA S A G A N Núverandi eigendur Húna II, Þorvaldur Skaftason og Erna Sig- urbjörnsdóttur, hafa lyft Grettistaki í endurbótum og varðveislu skipsins og hreinlega forðað því að það yrði eldi eða einhverjum öðrum eyðingaröflum að bráð. En nú er hugsanlega komið að kaflaskilum í sögu Húna II. Áhugamenn á Akureyri hafa verið að vinna að því að skip- ið verði í framtíðinni staðsett á Akureyri og verði þannig tákn- rænn minnisvarði um skipasmíð- ar á Akureyri og sjósókn fyrri tíma. Sjósettur árið 1963 Húni II var smíðaður í Skipa- smíðastöð KEA á Akureyri á ár- unum 1962 og 1963 fyrir Hákon Magnússon, skipstjóra á Skaga- strönd, og Björn Pálsson, fyrrver- andi alþingismann og bónda á Löngumýri. Skipasmíðastöð KEA var stofnuð árið 1940 og leiddi Gunnar Jónsson, skipasmíða- meistari, starf hennar fyrstu árin ásamt fjölda hagleiksmanna. Smíði Snæfellsins EA var stærsta smíði Skipasmíðastöðvar KEA, en næststærsta skipið sem stöðin smíðaði var einmitt Húni II. Húni II er 130 tonna eikarbát- ur, 27,48 metra langur, 6,36 metra breiður og 3,37 metra djúpur. Skipið var afhent árið 1963. Aðalvél Húna var Stork 450 hestöfl. Mikið var lagt í smíðina á sínum tíma, m.a. var notuð sér- staklega valin amerísk eik í smíð- ina. Tvö astik síldarleitartæki voru í bátnum sem þótti bylting á þeim tíma. Kaupverð bátsins mun hafa verið í kringum 12 milljónir króna. Til gamans má geta þess að á sama tíma var verið að flytja inn frá A-Þýskalandi 250 tonna stálskip sem kostuðu 11,5 millj- ónir. Sagan segir að tveir tuttugu tonna bátar hafi verið smíðaðir úr afgöngunum úr eikinni sem keypt var í Húna II. Eftir nokkurra ára útgerð nyrðra seldu þeir Björn og Hákon Menningarverðmætum forðað frá eyðingaröflum Fyrir 42 árum síðan var sjósett á Akureyri nýtt og glæsilegt skip, Húni II. Skipið var smíðað í Skipasmíðastöð KEA og þótti og þykir enn sér- lega glæsileg smíði. Húni II þjónaði lengi og vel sem fiskiskip, en síð- ustu árin hefur hann verið skráður sem skemmtibátur og gerður út á hvalaskoðun, sjóstangaveiði og aðra skylda ferðaþjónustu. s a b b e V Húni II við Torfu- nefsbryggju á Akureyri. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 31

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.