Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 32
bátinn til Hornafjarðar árið 1970
þar sem hann hlaut nafnið
Haukafell SF 11. Eftir 1990 kom
hann aftur til Skagastrandar á
vegum Hólaness hf. og hét þá
Gauti HU 59. Síðan eignaðist
Skagstrendingur hf. bátinn, en
seldi hann til Hornafjarðar þar
sem hann hlaut nafnið Sigurður
Lárusson SF 110. Húni var síðan
tekinn af skipaskrá árið 1994, en
þá hafði hann borið að landi 32
þúsund tonn af sjávarfangi. Hann
kom aftur á skipaskrá árið 1996
sem skemmtibáturinn Húni II
HU 2 í eigu Þorvaldar Skaftason-
ar og Ernu Sigurbjörnsdóttur,
sem fyrr segir, og þau hafa gert
hann út síðan.
Greiddi tíu krónur fyrir Húna
Frá því um miðjan júní sl. hefur
Húni II verið við Torfunefs-
bryggjuna á Akureyri. Glæsilegt
skip í alla staði og ber vitni vönd-
uðu handverki í Skipasmíðastöð
KEA forðum daga. Tíðindamaður
Ægis hitti þau hjónin, Þorvald og
Ernu, um borð í Húna II og sett-
ist niður með Þorvaldi og spurði
hann fyrst hvernig það hafi komið
til að þau hjónin eignuðust Húna
II.
„Það kom þannig til að eftir að
hann var keyptur frá Hornafirði
til Skagastrandar eftir 1990 fór ég
að gefa honum auga, vegna þess
að ég hafði veitt því athygli að
gömlu trébátarnir voru einn af
öðrum að hverfa. Ég kom þeim
skilaboðum til manns sem hafði
með bátinn að gera að ef til stæði
að úrelda hann, þá vildi ég fá að
vita af því. Ég fékk hins vegar of
seint að vita af því hvað til stæði
með Húna, því áður en ég vissi af
var búið að taka úr honum vélina
og ýmis tæki, sem mér fannst
miður því ég hafði hugsað mér að
kaupa bátinn með gömlu vélinni
í og tækjum og tólum. Sannast
sagna var báturinn ein drullu-
hrúga framúr og afturúr, þegar ég
keypti hann fyrir tíu krónur og
tók við honum á Seyðisfirði. Það
var strax ljóst að mín biði mikil
og strembin vinna, en hvað mest
var þrautagangan varðandi það að
koma skipinu inn á skipaskrá aft-
ur hjá Siglingamálastofnun. Það
var í raun gert ráð fyrir því að
slíkum bátum ætti að eyða, þeir
máttu ekki að vera til. Mig minn-
ir að það hafi tekið mig tvö ár að
fá bátinn aftur skráðan inn sem
skemmtibát. Það kom yfir mig
strax þessi hugsun að þessi bátur
mætti ekki eyðileggjast, hér væri
á ferðinni menningarverðmæti
sem yrðu að varðveitast. Síðustu
eigendur höfðu gert samning um
að eyða bátnum og það átti að
kosta tvær milljónir króna.“
Vönduð smíði
„Ég sparaði eigendunum því
þessar tvær milljónir með því að
greiða tíu krónur fyrir bátinn. Ég
fékk Landhelgisgæsluna til þess
að draga Húna fyrir mig vestur á
Skagaströnd og þar var ég með
hann í um eitt ár. Það héldu allir
að ég væri orðinn ruglaður að
ætla mér að fara í að gera þennan
ónýta bát upp. Ég fór síðan suður
til Reykjavíkur með bátinn og
hellti mér út í það árið 1996 að
gera hann upp. Ég átti trillu og
úrelti hana og notaði andvirðið í
þetta dæmi,“ segir Þorvaldur og
játar því að hann hafi alla tíð
starfað sem sjómaður og því hafi
hann haft miklar tilfinningar til
hérlendrar bátasögu.
„Ég hafði lengi fylgst með
Húna og vissi allt um hans sögu
og einnig hafði ég kafað töluvert
ofan í sögu gamalla báta á Íslandi.
Ég var alveg með það á hreinu að
sá bátur sem ætti að varðveita
með þessum hætti yrði að vera ís-
lenskur og Húni uppfyllir þau
skilyrði, auk þess sem hann er
smíðaður á Akureyri, en bátarnir
sem Akureyringar smíðuðu á
þessum árum voru mjög vel látnir
Þessir „gæslumenn“ um borð í Húna minna gesti á gömlu, góðu
síldarárin.
32
B Á TA - O G S K I PA S A G A N
Húni II nýsmíðaður -
en honum var hleypt af
stokkunum árið 1963.
aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 32