Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 4

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 4
4 Vandi fiskeldisins „Það er óhætt að segja að laxinn sé svo til að hverfa úr okkar eldisumhverfi. Framleiðendur eru reyndar sammála um að hægt sé að framleiða lax á Íslandi en aðstæður eru fráleitt eins góðar og í nágrannalöndunum. Það þarf ekki að fara lengra en til Færeyja til að finna betri aðstæður og hærri sjávarhita. Lágur sjávarhiti og síðast en ekki síst fjarlægð frá mörkuðum eru í hnotskurn vandi laxeldis á Íslandi,“ segir Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í viðtali við Ægi um stöðu hérlends fiskeldis. Grillkynslóðin vill hrefnukjöt „Grillkynslóðin hefur verið að kaupa hrefnukjötið marinerað á grillið, hún kaupir hrefnukjöt á veitingastöðum og býður upp á það sem t.d. forrétt í mat- arboðum. Hins vegar held ég að yngra fólkið kaupi ekki hrefnu- kjöt til þess að hafa í sunnudagsmatinn eins og var gert hér á árum áður,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmda- stjóri Hrefnuveiðimanna ehf., um hrefnuveiðarnar í sumar og sölu á hrefnukjöti á innanlandsmarkaði. Sjóstangaveiði fyrir vestan „Við erum að þróa nýja atvinnugrein sem á eftir að byggjast mikið upp á Íslandi á komandi árum og það er óeðlilegt að allur þróunarkostnaður leggist á frumkvöðlana. Það er hrópað um það í öllum fjölmiðlum að allt sé að fara á annan endann í sjávarbyggðunum, og þá sérstaklega á Flat- eyri, á sama tíma og við erum að fjárfesta þar fyrir nokkur hundruð milljónir króna,“ segir Elías Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hvíldarkletts ehf. á Vestfjörðum, sem hefur verið að byggja upp nýja atvinnugrein fyrir vestan – að fá erlenda sjóstangaveiðimenn til landsins til þess að kasta færum fyrir þann gula. Elías segir frá árangrinum af þessari nýsköpun í atvinnumálum á Vestfjörðum. Stutt í að íslenska verði ekki töluð á dekkinu? „Ég hef ekki fyrr í mínu starfi orðið vitni að jafn miklu vonleysi innan sjómannastéttarinn- ar. Í þessum pakka, sem á að innihalda mót- vægisaðgerðir vegna skerðingar þorskkvót- ans, er ekkert sem auðveldar mínum mönn- um lífið. Ef ekkert verður að gert er ég smeykur um að íslensk sjómannastétt líði undir lok í þeirri mynd sem við höfum þekkt hana og óttast að áður en langt um líður verði ekki töluð íslenska sem aðalmál á dekkinu á íslenskum fiskiskipum,“ segir Árni Bjarnason, for- maður Félags skipstjórnarmanna, í tæpitungulausu viðtali við Ægi. Áhugaverðar tilraunir með lag- skipta botnvörpu „Ég tel mikilvægt að við ger- um slíka rannsókn um borð í rannsóknaskipi enda þurfum við að gera fjölmargar mæling- ar á fiski og til þess þurfum við einfaldlega mannafla. Áhuga- vert væri einnig að gera slíka rannsókn um borð í fiskiskipi, ef útgerðir hefðu áhuga á því. Öll hjálp frá sjávarútveginum er af hinu góða og myndi flýta því að við gætum haft marktækar niðurstöður í höndunum til þess að gefa út,“ segir Ólafur Arnar Ingólfsson, sérfræðingur á Hafró á Ísafirði, um frumrannsóknir sem hafa verið gerðar á tegundaflokkun fisks með svokallaðri lagskiptri botnvörpu. Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Sími 461-5151. Rit stjór i: Óskar fiór Hall dórs son (ábm.) Sími 461-5135. GSM 898-4294. Net fang: osk ar@athygli.is Aug l‡s ing ar: Athygli ehf. Sí›umúli 1. Reykjavík. Sími 515-5200. Net fang: augl@athygli.is Augl‡singastjóri: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Sí›umúli 1. Reykjavík. Sími 515-5200. Prent un: Gutenberg ehf. Á skrift: Hálfsársáskrift a› Ægi kostar 3600 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 Myndina af Árna Bjarnasyni á forsíðu tók Sigurður Bogi Sævarsson. ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get i›. E F N I S Y F I R L I T 12 16 18 34 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.