Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 11
11 F I S K E L D I skamms hér á landi, ef rétt verður á málunum tekið. Fyrrnefndur stuðningur gæti talist kröftug og hnitmiðuð mótvægisaðgerð,“ segir Trausti. Sandhverfueldi álitlegur kostur Jarðhitinn gefur Íslendingum almennt töluvert forskot í fiskeldi, að mati Trausta, og hann beri að nýta. Hann telur að í ljósi jarðhitans sé t.d. sandhverfueldi álitlegur kost- ur í fiskeldi hér á landi, sem fremur lítið hafi verið hugað að á undanförnum árum. „En það gildir um sandhverfueldi eins og bleikju- og þorskeldi að ef rétt er staðið að málum og vandað er til undirbúnings er von til þess að góður ár- angur náist. Við þurfum að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar og ekki fara að finna upp hjólið aftur – það er alltof algengt hérlendis,“ segir Trausti. Umhverfismál í fiskeldi verður að mati Trausta æ stærri þáttur í framtíðinni. Eins og með villta fiskinn seg- ir hann að markaðurinn muni kalla í auknum mæli eftir upplýsingum um hvernig að eldinu hafi verið staðið, einn- ig hvernig að velferð fisksins er staðið í eldisstöð. Inn í þetta segir Trausti að blandist einnig rekjanleiki vörunnar. “Við þurfum að fara út í tilraunaeldi þannig að við verðum tilbúin til þess að taka stærra skref í þorskeldinu síðar,“ segir Trausti Steindórsson, m.a. í viðtalinu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.