Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2007, Qupperneq 14

Ægir - 01.08.2007, Qupperneq 14
14 eldi er örsmá atvinnugrein um þessar mundir. Væntingar fyrri ára hafa ekki gengið eft- ir. Ekki eru nema þrjú ár síð- an að útgefin leyfi til fiskeldis á landinu öllu voru alls 130 talsins. Þar af höfðu eld- ismenn leyfi til að ala 23 þús- und tonn af laxi á ári og var það eldi að langmestu leyti bundið við Austfirði. Á sama tíma var gefið út mikið af leyfum til þorskeldis en fyr- irtækjum, sem stunda þorsk- eldi, hefur fækkað verulega á síðustu misserum og árum. „Það var mjög mikil bjart- sýni ríkjandi á árinu 2004 en það ár náðu menn að fram- leiða um 6600 tonn af laxi en mesta ársframleiðsla á laxi var árið 2006 um 7000 tonn. Í ljósi þess hefði fullnýting framleiðsluleyfa í laxeldi með allt að 23 þúsund tonna árs- framleiðslu verið ákaflega metnaðarfullt markmið,“ segir Guðbergur. Hvað varðar þorskeldið þá hefur það vaxið mikið hin síðari ár eða úr 11 tonnum ár- ið 2000 í 1410 tonn á árinu 2006. Í ár er áætluð fram- leiðsla um 1450 til 1500 tonn þannig að vöxturinn í þeirri grein virðist vera mjög hægur. Til samanburðar má nefna að Norðmenn framleiddu um 11 þúsund tonn af eldisþorski í fyrra og áætlanir fyrir árið í ár gera ráð fyrir 13 þúsund tonna framleiðslu. Eini vaxtarbroddurinn í ís- lensku fiskeldi um þessar mundir virðist vera bleikju- eldið, sem gengið hefur vel, en sem fyrr segir þá háir það framleiðendum að bleikjan er lítt þekktur matfiskur erlendis nema þá á afmörkuðum svæðum. Framleidd um 2500 tonn af bleikju á ári „Markmiðið hefur verið að bleikjueldið nái 5000 tonna markinu á árinu 2010. Í raun má segja að framleiðslugetan sé nú þegar fyrir hendi eða svo gott sem. Bara tvær stærstu bleikjueldisstöðvar geta framleitt um 3200 tonn af bleikju á ári og talað hefur verið um að Hólalax reisi nýja eldisstöð með um 400 til 500 tonna framleiðslugetu. Þá eru ótalin öll smærri fyrirtækin í þessari grein,“ segir Guðberg- ur en framleiðsla á eld- isbleikju nam um 1500 tonn- um í fyrra og á þessu ári var gert ráð fyrir 3000 tonna framleiðslu. Vegna þess að markaður fyrir bleikju er minni en ráð var fyrir gert tel- ur Guðbergur að framleiðsla ársins í ár verði hugsanlega um 2500 tonn og í því ljósi sé varlegt að gera ráð fyrir meiri framleiðslu en 4000 tonnum á árinu 2010. Engu að síður er þetta mjög góður árangur eða 67% framleiðsluaukning á milli ára. Markaðurinn fyrir bleikju mun ráða ferðinni. Viðkvæm atvinnugrein „Fiskeldi er mjög viðkvæm at- vinnugrein og hér á Íslandi má segja að hún sé örsmá. Sóknarfærin eru þó vissulega fyrir hendi. Það má benda á að ýmis náttúru- og umhverf- isverndarsamtök hafa krafist þess að ýmsar nytjategundir, sem veiddar eru í dag, verði settar á bann- eða válista. Nærtækasta dæmið er þorsk- urinn. Hins vegar virðast flest þessara samtaka taka eld- isfisknum fagnandi enn sem komið er. Það er auðvitað ómögulegt að segja til um hvernig málin munu þróast á komandi árum en flestir eru þó sammála um að fiskeldi eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Guðbergur Rúnarsson. Viðtal: Eiríkur St. Eiríksson. F I S K E L D I Guðbergur Rúnarsson segir að áætlanir hafi gert ráð fyrir rúmlega 3000 tonna framleiðslu á bleikju á þessu ári en það stefni í að framleiðslan verði um 500 tonnum minni. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki eru til kaupendur fyrir meira magni, að sögn Guðbergs. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Gufudælur Afkastamiklir vinnuþjarkar HDS 13/24 PE Cage ■ Þrýstingur: 60-240 bör ■ Vatnsmagn: 680-1250 ltr/klstHDS 79 8 C Eco ■ Þrýstingur: 30-180 bör ■ Vatnsmagn: 350-750 ltr/klst HDS 895 S ■ Þrýstingur: 30-180 bör ■ Vatnsmagn: 470-1000 ltr/klst

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.