Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 16
16 Vísindaveiðum á hrefnu lauk í byrjun september, en þessar veiðar hafa staðið yfir und- anfarin fjögur ár. Í það heila veiddust 200 hrefnur, eins og lagt var upp með í vísinda- áætlun Hafrannsóknastofn- unar. Þar af voru árið 2003 veiddar 37 hrefnur samkvæmt vísindaáætlun Hafró, 25 árið 2004, 39 árið 2005, 60 í fyrra og í ár voru voru veiddar 39 hrefnur í vísindaskyni og til viðbótar sex hrefnur í atvinnu- skyni. Í september ákvað sjávarútvegsráðherra að fram- lengja þann 30 dýra kvóta sem var gefinn út 17. október 2006, en kvótinn féll niður um síðustu kvótaáramót, en þá voru eftir 23 dýr af kvótanum. Framlenging veiðanna gildir til 1. nóvember og er þess vænst að unnt verði að veiða nægi- lega mörg dýr til þess að anna spurn eftir hrefnukjöti á inn- anlandsmarkaði. Þrír hrefnustofnar í Norður- Atlantshafi Í ástandsskýrslu Hafró frá því í júní í sumar kemur fram að margt bendi til þess að í Norður-Atlantshafi séu a.m.k. þrír hrefnustofnar með höf- uðútbreiðslu á hvalamiðunum við Vestur-Grænland, Austur- Grænland/Ísland/Jan Mayen (Mið-Atlantshafsstofn) og Noreg (Norðaustur-Atlants- hafsstofn). Í ástandsskýrslunni segir orðrétt um stofnstærð hrefnu: “Samkvæmt úttekt vísinda- nefndar NAMMCO á ástandi Mið-Atlantshafsstofns hrefnu er stofnstærð hrefnu hér við land nú nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Þetta gildir fyrir Mið-Atlantshafsstofninn og hrefnur á íslenska strand- svæðinu. Þær veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld hafa samkvæmt því haft lítil áhrif á stofnstærðina. Sam- kvæmt vísindanefndinni eru hverfandi líkur á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu 20 ár muni færa stofninn nið- ur fyrir 80% af upprunalegri stærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefn- um færi stofninn niður fyrir 70% á sama tímabili. Einnig er ljóst að hrefnuveiðar þær sem hófust árið 2003 í rann- sóknaskyni og nema samtals 200 dýrum á fimm árum, munu ekki hafa teljandi áhrif á stofninn. Þessar niðurstöður um ástand hrefnustofnsins hér við land eru í samræmi við eldri úttektir vísinda- nefnda NAMMCO og IWC. Almennt er viðurkennt (m. a. innan IWC), að kjörnýting- arstærð hvalastofna liggi á bilinu 60–72% af upphaflegri stærð. Ljóst er að árlegar veiðar á allt að 400 hrefnum á íslenska landgrunninu samrýmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu hrefnu- stofnsins þar sem litlar líkur eru á að slíkar veiðar muni færa stofninn niður fyrir þessi mörk á næstu árum. Hafrann- sóknastofnunin leggur því til að veiðum verði haldið innan við 400 dýr og jafnframt að þeim verði háttað í samræmi við dreifingu hrefnu á ís- lenska landgrunninu.“ Mikill áhugi hérlendra veitingastaða Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnu- veiðimanna ehf., segir að mjög vel hafi gengið að selja hrefnukjötið hér innanlands í sumar og veiðarnar hafi verið síst of miklar til þess að anna eftirspurninni. “Sala á hrefnu- kjöti til veitingastaða hefur aukist gríðarlega mikið. Við merktum aukinn áhuga veit- ingastaðanna í fyrra, en hann hefur aukist enn frekar í ár og mér sýnist að á bilinu 30-35 veitingastaðir séu nú að selja hrefnukjöt frá okkur og þeir ætla að hafa þetta kjöt á boð- stólum í allan vetur. Mikil sala á hrefnukjöti hefur komið skemmtilega á óvart. Vissu- lega er ekki hægt að ætlast til að við berum þetta saman við lambakjöt, svínakjöt eða nautakjöt, en engu að síður er þetta skemmtileg og góð viðbót á kjötmarkaðnum. Það er mitt mat að veiði á 80-100 H R E F N U K J Ö T Hrefnukjötið hefur notið vinsælda á innanlandsmarkaði - fjöldi veitingahúsa býður gestum sínum upp á hrefnukjöt “Við merktum aukinn áhuga veitingastaðanna í fyrra, en hann hefur aukist enn frekar í ár og mér sýnist að á bilinu 30-35 veitingastaðir séu nú að selja hrefnukjöt frá okkur og þeir ætla að hafa þetta kjöt á boðstólum í allan vetur,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.