Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Síða 29

Ægir - 01.08.2007, Síða 29
29 Árið 2000 fór af stað verkefni hjá Hafrannsóknastofnuninni sem miðaði að því að merkja ufsa á grunnslóð við Ísland og kanna með því útbreiðslu og gönguleiðir hans. Ufsinn hefur lengi þótt brellinn fiskur sem erfitt hefur reynst að henda reiður á. Veiðanleiki ufsans getur verið mjög breytilegur þar sem hann heldur sig bæði uppí sjó og við botn ásamt því að vera torfufiskur þar sem fiskar innan sama árgangs halda gjarnan saman. Þó svo að ufsi hafi verið veiddur við Ísland í aldanna rás vita menn í raun og veru lítið um atferli hans miðað við marga aðra nytjastofna hér við land. Íslendingar hafa oft á tíðum litið niður til ufsans og jafnvel ekki talið hann mannamat. Kemur þar væntanlega bæði til gráleitur litur holdsins og það að smáufsi á það til að sækja mjög í hafnir og afrennsli fiskiðjuvera. Ufsa hefur alla jafna verið lýst sem miklum flökkufiski og hafa merkingartilraunir við Noreg sýnt fram á umtals- verðar göngur frá norskum uppeldisslóðum til Íslands (Jakobsen og Olsen, 1987). Ennfremur hefur það verið tekið sem vísbending um að ufsi hafi gengið frá Noregi til Íslands þegar meðalþyngdir einstakra árganga hér ann- aðhvort standa í stað eða minnka á milli ára. Þetta helg- ast af því að ufsinn vex hæg- ar við Noreg heldur en hér við land. Hins vegar getur verið erfitt að greina á milli hvort þessar sveiflur eigi sér stað vegna gangna ufsans eða minni vaxtar vegna aukins þéttleika. Göngur frá Noregi til Íslands virðast sérstaklega hafa verið áberandi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar (Jakobsen og Olsen, 1987). Merkingar sem fram- kvæmdar voru við Færeyjar um miðbik síðustu aldar sýndu einnig fram á göngur frá færeysku hafsvæði til Ís- lands (Jones og Jón Jónsson, 1971). Á Íslandsmiðum hefur ufsi aðeins einu sinni áður verið merktur í umtalsverðu magni, en það var úti fyrir Norðurlandi árin 1964-1965 í tengslum við nótaveiðar á ufsa sem þá voru stundaðar (Jones og Jón Jónsson, 1971). Þær merkingar bentu til að ufsi héldi sig á uppeldisslóð- um fyrir Norðurlandi fyrstu árin fram að kynþroska en tæki sig þá upp og gengi á hrygningarstöðvarnar fyrir suðvestan land. Ekki komu fram vísbendingar um miklar göngur frá íslensku hafsvæði í þessari merkingartilraun. Markmið okkar verkefnis var að kanna útbreiðslu og lífs- mynstur ufsa sem merktur var á uppeldisslóðum allt í kring- um landið og þá sérstaklega hvort einhverjar vísbendingar R A N N S Ó K N I R Útbreiðsla og göng- ur ufsa við Ísland 63° 64° 65° 66° 67° 28° 24° 20° 16° 12° 1 2 3.4 5 6.7 8 9 10 2138 2838 1675 1345 5133 1100 1611 Mynd 1. Staðsetning merkinga (punktar), svæði (1, 2, 3.4, 5, 6.7, 8, 9, 10) og fjöldi ufsa merktur á hverju svæði. Þekkt hrygningarsvæði ufsans eru sýnd ljós grá og aðalhrygningarsvæðin dökk grá. Mikilvægar fæðuslóðir eru sýndar skástrikaðar. Höfundar greinarinnar eru Hlynur Ármannsson, starfsmaður útibús Hafrannsóknastofnunarinnar Ak- ureyri, Sigurður Þór Jónsson, fiskifræðingur við Hafrannsókna- stofnunina og Guðrún Marteins- dóttir, prófessor í fiskifræði við Háskóla Íslands. GuðrúnSigurður ÞórHlynur

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.