Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 25
25 menn á Húsavík, sem gerðu upp eikarbáta og gera út á hvalaskoðun, Síldarminjasafn- ið á Siglufirði og Húna II, sem er eitt allra stærsta tré- skip sem hefur verið gert út hér á landi, en áhugamenn á Akureyri hafa nú tekið það skip að sér og gera út, m.a. á skoðunarferðir fyrir ferða- mannahópa. „Það átak sem gert hefur verið í varðveislu gamalla húsa er til hreinnar fyrirmyndar og þar hefur Húsafriðunarsjóður haft mikið að segja. Varðveisla gamalla báta er líka stórt og viðamikið verkefni og ekki síður fjár- frekt. Ég tel að það þurfi að stofna sérstakan bátafriðunar- sjóð, sem fær ákveðnar tekjur úr ríkissjóði á hverju ári. Þá yrði þessum kafla í íslenskri sjávarútvegssögu sýndur verð- ugur sómi,“ segir Jón Páll Halldórsson. Þarf að gefa strandmenningu meira vægi „Það þarf að mínu mati að gera átak í þessum efnum á breiðum grunni. Ég vil nefna að Fornleifavernd ríkisins læt- ur sig því miður litlu varða um ýmsar strandminjar. Ég nefni gamlar lendingar, varir, naust og fleira. Ég tel almennt að þurfi að gefa strandmenn- ingu meira vægi hér á landi,“ segir Skúli Alexandersson, fyrrv. alþingismaður á Hell- issandi og stjórnarmaður í Sjómannasafninu í Sjómanna- garðinum á Hellissandi. Í eigu sjóminjasafnsins á Hellissandi eru tveir áttæring- ar, elstu áraskip Íslendinga, að sögn Skúla. Annars vegar Bliki, sem var smíðaður í Ak- ureyjum árið 1826, og Ólafur Skagfjörð, sem var smíðaður um 1880 í Flatey. „Róið var á þessum bátum, sem voru ekta „Breiðfirðingar“ hér fram á miðja tuttugustu öld,“ segir Skúli. „Ég er sammála Jóni Páli í því að til þess að hlúa betur að varðveislu báta er nauð- synlegt að stofna til einskonar bátafriðunarsjóðs. Þó svo að hann hafi kannski ekki yfir miklum fjármunum að ráða skiptir samt verulegu máli fyr- ir þá sem vilja varðveita þessi menningarverðmæti að geta sótt um fjárstyrk úr slíkum sjóði,“ segir Skúli. Norður-Sigling aðeins með íslenska eikarbátaa í hvalaskoðun Eigendur hvalaskoðunarfyr- irtækisins Norður-Siglingar á Húsavík hafa alla tíð lagt mikla áherslu á varðveislu ís- lenskra eikarbáta og hefur fyrirtækið einungis slíka báta – fjóra að tölu – í sinni þjón- ustu. Þetta eru Náttfari, byggður í Stykkishólmi árið 1965, Bjössi Sör, byggður á Akureyri árið 1975, Knörrinn, byggður á Akureyri árið 1963 og Haukur, byggður árið 1973 í Reykjavík. Fimmti bát- urinn, Sveinbjörn Jakobsson, sem Norður-Sigling festi kaup á í Ólafsvík, verður gerður upp í vetur. Þetta skip, sem var smíðað árið 1964 í Esbjerg í Danmörku samkvæmt ís- lenskri teikningu, var í eigu sömu fjölskyldunnar í 43 ár. Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norður- Siglingar og einn eigenda fyr- irtækisins, segir það hafa ver- ið eitt af markmiðum með stofnun fyrirtækisins á sínum tíma að varðveita íslenska eikarbáta, fyrir svo utan það að þeir séu afar þægilegir, hljóðlátir og hafi rólegar hreyfingar. „Við teljum að það sé allt önnur upplifun fyrir okkar viðskiptavini að fara í hvalaskoðun á þessum eikarbátum en í plastbátum eða stálskipum. Margir af okkar viðskiptavinum, eink- um Evrópubúar, eru meðvit- aðir um að þeir eru að fara út á Skjálfanda í þessum sér- íslensku bátum. Allt skiptir þetta máli,“ segir Hörður. „Strandmenning“ var framandi hugtak Hörður telur æskilegast að unnt sé að nýta þessa gömlu báta, eins og t.d. Norður-Sigl- ing gerir á Húsavík, þó svo að varðveisla þeirra sé að sjálfsögðu einnig góðra gjalda verð. En aðal málið sé að varðveita bátana og aðra strandmenningu fyrir kom- andi kynslóðir. Hörður segist ekki geta lagt mat á hvort einskonar bátafriðunarsjóður væri rétta leiðin, „en það væri ákaflega dýrmætt ef stjórn- völd myndu með einum eða öðrum hætti vilja stuðla að því að varðveita íslenska báta. „Þegar við fórum af stað með þennan rekstur árið 1995 töl- uðum við um strandmenn- ingu, en við urðum þess varir að það vissu sárafáir hvað við vorum að tala um. Þetta er sem betur fer breytt og æ fleiri átta sig á fyrir hvað strandmenning stendur,“ segir Hörður Sigurbjarnarson. S J Ó M I N J A R Húni II er dæmi um skip sem áhugamaðurinn Þorvaldur Skaftason bjargaði hreinlega frá glötun. Þetta gullfallega eikarskip, sem hér sést nýsmíðað, er nú í eigu Akureyringa og umsjá Iðnaðarsafninu á Akureyri. Það fer vel á því enda var Hún II smíð- aður á árunum 1962 til 1963 í Skipasmíðastöð KEA og var sannarlega eitt af glæsilegustu skipum sem þar voru smíðuð. Nokkrir minni bátar í eigu Byggðasafns Vestfjarða hafa þegar hlotið nauðsynlega viðgerð, en myndin sýnir tvo gamla báta í eigu safnsins, sem beðið hafa viðgerðar í mörg ár og bíða enn. Fremri báturinn er Tóti ÍS-10 frá Bolungarvík, síðasta ein- takið af gömlu Falsbátunum, smíðaður 1930, en en tekinn af skipaskrá árið 1968. Hinn báturinn er Örn ÍS-18, einn af Marzellíusarbátunum, smíðaður 1942 og gerður út til 1990. Mynd: BB/Halldór Sveinbjörnsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.