Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 20
20 til ódýrari aðferð til að veiða fisk en að selja ferðamönnum aðgang að fiskimiðunum. Þeir greiða fyrir leigu á bát, olíu, tryggingar og þess háttar svo útgerðarþátturinn einn og sér er ákaflega hagkvæmur. Vand- inn er sá að það er búið að drekkja okkur í opinberum þjónustu- og leyfisgjöldum. Við þurftum að útvega okkur yfir 350 leyfisbréf til að hefja þennan rekstur með tilheyr- andi kostnaði og svo eru öll almenn gjöld hjá okkur þau sömu og á öðrum fiskibátum á Íslandi. Við þurftum bara að margfalda kostnaðinn með 22 en það er fjöldi bátanna sem við gerum út á þessar veið- ar.“ Litlar einingar eru ekki vænlegar til árangurs - Nú kom fram í fjölmiðlum á dögunum að nýir fjárfestar væru að koma að starfsemi Hvíldarkletts og að nýtt hlutafé gæti numið tugum milljóna. Hvernig gengur þessi vinna? „Varðandi nýja fjárfesta sem eru að koma að félaginu þá er þeirri vinnu ekki alveg lokið en hún gengur þó vel. Töluvert er um áhugasama aðila og við hvetjum þá, sem hafa áhuga á þessari starfsemi, að hafa samband við okkur og kynna sér þennan nýja fjárfestingarkost. Við höfum trú á því að við náum að skapa eitt stórt og öflugt félag sem muni ná góðum árangri. Mín skoðun er sú að litlar ein- ingar í þessari starfsemi séu ekki vænlegar til árangurs. Það stafar einfaldlega af því að það þarf mikinn fjölda við- skiptavina bara til þess að ná að komast á núllpunkt í rekstrinum. Hagkvæmni fjöld- ans liggur m.a. í sparnaði í leiguflugi í stað áætlunarflugs og fleiri þess háttar þáttum. Margir hafa komið til okkar til að kynna sér starfsemina og við höfum opnað dyrnar fyrir öllum sem vilja kynna sér þennan rekstur. Við eigum þó okkar viðskiptaleyndarmál eins og flest allir í viðskiptum og við óttumst ekki að það spretti upp fyrirtæki um allt land í samkeppni við okkur. Það er mjög langsótt ef menn reikna dæmið til enda áður en þeir fara í uppbyggingu,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíldar- kletts ehf. S J Ó S T A N G A V E I Ð I Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíldarkletts ehf. á Suðureyri, hlaut ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur frá Innn, sér- staka viðurkenningu fyrir bestu markaðsáætlunina við útskrift úr svokölluðu ÚH 17 verkefni Útflutningsráðs fyrr í sumar. Við það tækifæri hafði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs og formaður stýrihóps ÚH, sem lýsti vali dóm- nefndar, m.a. þetta að segja um markaðsáætlun Elíasar sem gerð var fyrir Sjávarþorpið Suðureyri. „Í raun gengur verkefnið út á að breyta Súgandafirði í nokkurskonar „þema park“ þar sem ferðamenn geta komið í heimsókn og tekið þátt í daglegum störfum þorpsbúa. Veitt sér í soðið, unnið í frystihúsinu o.s.frv. Íbúarnir verða þannig á vissan hátt þátttakendur í sínum eigin raunveruleikaþætti. Skýrslan sem slík er ef til vill ekki sú ítarlegasta sem dóm- nefnd hefur skoðað, en kynningin í dag (sem fram fór sím- leiðis og með glærum) og sú staðreynd að verkefnið er kom- ið á fulla ferð, leiddu fram í dagsljósið einhvern seiðandi sköpunarkraft og töfrandi viðleitni til að leita nýrra leiða til að viðhalda mannlífi og athafnalífi í byggð, sem annars á undir högg að sækja. Okkur finnst þessi viðleitni svo virðing- arverð að hún hlýtur að verðskulda hér sérstaka viðurkenn- ingu og hlýtur að verða mörgum öðrum fordæmi.“ Þemagarðurinn Súgandafjörður Seigla á Akureyri smíðaði þessa sjóstangaveiðibáta fyrir Hvíldarklett sl. vor. Bátarnir hafa reynst prýðilega.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.