Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2007, Side 35

Ægir - 01.08.2007, Side 35
35 huga að afleiðingunum, þótt verið sé að umbylta lífi og til- veru mikils fjölda manna í mjög sérhæfðri stafsstétt. Mönnum hefur verið boðin áfallahjálp af minna tilefni. Það er borðleggjandi að græðgisvæðingin, sem nú virðist tröllríða íslensku þjóð- félagi, á sér því miður öfluga fulltrúa innan raða íslenskra útgerðarmanna eins og ann- ars staðar. Þeir munu spila úr þeim spilum sem stjórnvöld hafa nú rétt þeim.“ Sjávarútvegsráðherra getur mildað höggið Fulltrúar Félags skipstjórn- armanna áttu nýverið fund með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra og for- svarsmönnum Hafrannsókna- stofnunar í kjölfar þeirrar al- varlegu stöðu sem upp er komin vegna skerðingar þorskkvótans. Árni segir að engin bein loforð hafi verið gefin á þessum fundi en hann telji að ráðherra geti mildað höggið. Til þess séu færar leiðir. „Það, sem ég bind hvað mestar vonir við, er að ráð- herra geri gangskör að því að breyta reglum og vinnubrögð- um sem nú gilda um svoköll- uð reglugerðarhólf og friðuð hólf innan lögsögunnar. Ég held ég fari rétt með að það er um 17 þúsund fermílna svæði innan lögsögunnar og utan 12 mílnanna sem veiðar eru bannaðar á eða takmark- aðar með einhverjum hætti. Í sumum tilvikum vantar algjör- lega rök fyrir þessum frið- unaraðgerðum og í öðrum til- vikum vantar gögn sem rétt- lætt geta lokanir svæða. Ég vil að ráðherra taki af skarið og leyfi veiðar á tegundum eins og ýsu, ufsa og karfa á svæð- um sem sum hver hafa verið lokuð í tugi ára án þess að spáð hafi verið í þær miklu umhverfisbreytingar sem átt hafa sér á fiskimiðunum. Verði þetta gert þá myndi það fortakslaust auðvelda skipstjórnarmönnum að koma með aukin verðmæti að landi og milda örlítið áhrifin af nið- urskurðinum,“ segir Árni en hann nefnir sem dæmi að á gríðarstóru svæði fyrir öllu Suður- og Suðausturlandi, frá Vestmannaeyjum og austur að Gerpi, séu togveiðar að- eins heimilaðar með svoköll- uðum smáfiskaskiljum. Sama sé í raun upp á ten- ingnum með einum eða öðr- Æ G I S V I Ð T A L I Ð Mönnum hefur verið boðin áfallahjálp af minna tilefni - segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna um áhrif niðurskurðar þorskkvótans en hann óttast um framtíð íslenskrar sjómannastéttar Árni Bjarnason segir að verðmyndun á fiski verði efst á baugi í komandi kjarasamningum. Það mál verði að leysa. Hér er skut- togarinn Júlíus Geirmundsson ÍS að veiðum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.