Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 22
Þann 21. september sl. efndi framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja til hátíðarsam- komu í Eyjum þar sem 100 ára afmælis Vestmannaeyja- hafnar var minnst. Að sögn Arnars Sigurmundssonar, for- manns framkvæmda- og hafn- arráðs, er staða hafnarinnar sterk. Heildarlengd viðlegu- kants í Vestmannaeyjahöfn er nú um 2100 metrar eða um 50 cm á hvern íbúa í Eyjum. Í kjölfar vélbátaútgerðar Alla tíð hafa Vestmannaeyjar verið ein af stærstu verstöðv- um Íslands. Sjávarútvegurinn hefur þar verið grundvöllur atvinnu- og mannlífs og að sjálfsögðu hefur höfnin gegnt lykilhlutverki. Það kemur því ekki á óvart að snemma á síðustu öld skyldu Eyjamenn ráðast í hafnarframkvæmdir, til þess að skjóta stoðum und- ir sjósókn og fiskvinnslu í Eyj- um. „Það eru sem sagt hundrað ár liðin frá því að elsti hluti Bæjarbryggjunnar hér í Vest- mannaeyjum var tekinn í notkun. Það má segja að þetta hafi verið fyrsta opin- bera framkvæmdin í höfninni. Það er skemmtileg tilviljun að í haust hafa staðið yfir end- urbætur á þessari sömu Bæj- arbryggju, sem var á sínum tíma byggð í þremur áföng- um. Fyrsti hlutinn var sem sagt árið 1907, bryggjan var síðan lengd árið 1911 og hún kláruð 1925.” Stiklað á stóru... Framkvæmdir við Hringskers- hafnargarðinn hófust árið 1914 og ári síðar var hafist handa við Hörgeyrargarð. Lokið var við þessa garða ár- ið 1922. Á kreppuárunum kom dýpkunarskipið Vestmannaey til Eyja, en það var sérstak- lega smíðað fyrir Vestmanna- eyjahöfn. Dæluskipið var not- að allt til ársins 2005. Árið 1936 kom hafnsögubáturinn Léttir og er hann enn notaður sem slíkur. Framkvæmdir við vesturhöfn, sem nú heitir Friðarhöfn, hófust á stríðs- árunum. Stækkun Friðarhafn- arinnar hófst árið 1960 og var lokið sjö árum síðar. Gerð Nausthamarsbryggju hófst ár- ið 1954 og lauk því verki á þremur árum. Öllum Íslend- ingum er í fersku minni sú barátta sem Eyjamenn og fleiri háðu til þess að bjarga höfninni í jarðeldunum árið 1973. Með gríðarlega öflugum dælum til þess að kæla hraunið tókst að afstýra því að hraunið kaffærði höfnina – það staðnæmdist á Hring- skersgarðinum. Binnabryggja var byggð árið 1979, en hún kemur austur af Friðarhöfn norðan megin í höfninni. Skáinn aust- ur af Binnabryggju var tilbú- inn árið 1988 og árið 1994 var Hörgeyrargarður styttur í upp- haflega lengd. Kleifarbryggja var bygð árið 1994 og endar hún alveg við Heimaklett. Endurbætur á Nausthamarsbryggju og Bæjarbryggju Nú standa yfir endurbætur á Nausthamarsbryggju og Bæj- arbryggju. Framkvæmdir við Nausthamarsbryggju eru á lokastigi, en steypt verður yfir hana næsta sumar þegar möl- in sem sett var í hana hefur þjappast nóg. Nýverið hófust endurbætur Bæjarbryggju og er ætlunin að steypa utan um hana alla og gera hana alla betri úr garði. Að sögn Arnars Sig- urmundssonar skráði Jóhann Gunnar Ólafsson sögu Vest- mannaeyjahafnar til ársins 1943. Þar kemur fram að vél- bátaöldin, sem hófst árið 1906, hafi í raun kallað á bryggjuna og Eyjamenn létu strax hendur standa framúr ermum árið eftir. Ætla má að Vestmannaeyjahöfn sé í hópi elstu fiskihafna hér á landi. Hins vegar voru ekki þilskip og skútur í Eyjum, þær voru löngu áður komnar til t.d. V E S T M A N N A E Y J A H Ö F N Tímamóta minnst í Eyjum: Öld frá því að elsti hluti Bæjar- bryggjunnar var tekinn í notkun 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.