Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 15

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 15
15 „Við erum að vinna úr þeirri stöðu sem uppi er. En það er alveg ljóst að við erum eins og aðrir að tapa 30% af heimild- um í þorski. Sem dæmi hefur þorskur staðið undir 70% tekna á Bjarti NK og þar af leiðandi 70% af tekjum sjó- manna á því skipi. Því segir það sig sjálft að þetta kemur harkalega niður á okkar sjó- mönnum og fyrirtækinu um leið,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar þegar hann var inntur eftir því hvernig fyr- irtækið myndi bregðast við þorskaflaniðurskurðinum á yfirstandandi fiskveiðiári. Síldarvinnslan hefur verið í veiðisamstarfi við Samherja og segist Gunnþór ekki gera ráð fyrir að breyting verði á því. Bolfiskaflinn af Bjarti hef- ur þá verið fluttur landleiðina frá Neskaupstað til Dalvíkur og unninn í frystihúsi Sam- herja þar. Með niðurskurði þorsk- veiðiheimilda tapar Síld- arvinnslan um 600 tonnum, að sögn Gunnþórs og munar um minna. „Á Bjarti hefur þorskveiðin verið um 50% af heildarveiðinni en að verð- mæti er hún um 70%,“ segir Gunnþór. Vonir bundnar við síldarvertíðina Sem fyrr verður meginþung- inn í starfsemi Síldarvinnsl- unnar í uppsjávartegundum. Í september voru skip félagsins að veiðum á norsk-íslenskri síld og gekk ágætlega. Rólegt var á þessum tíma í land- vinnslu félagsins í Neskaup- stað. Að sögn Gunnþórs hef- ur verið unninn ufsi, en hins vegar hafa veiðar á honum gengið heldur treglega og lít- ið magn af honum borist á land. „En við vonum að það fari að lifna yfir þessu þegar kemur fram í október og síld- veiðarnar hefjast hérna fyrir austan af krafti,“ segir Gunn- þór. Nú eru hafnar endurbætur í landvinnslu félagsins sem miða að því að tæknivæða hana enn frekar og auka sjálf- virknina. Stefnt er að því að ljúka þessum framkvæmdum á haustdögum og tæknivædd- ari vinnsla verði tekin í notk- un í nóvember, áður en loðnuvertíðin hefst af krafti. Mótvægisaðgerðirnar bæta sjómönnum ekki tekjumissinn Gunnþór segist ekki sjá neitt í mótvægisaðgerðum rík- isstjórnarinnar sem bæti sjó- mönnum upp það tekjutap sem þeir verði fyrir. „Mér sýn- ist að aðgerðirnar snúist fyrst og fremst um að taka sjó- mennina í land og útvega þeim vinnu við vegagerð eða eitthvað þvíumlíkt, sem er ekki fallið til annars en að rífa atvinnugreinina niður ef til lengri tíma er litið. Ég fæ með öðrum orðum ekki séð að mótvægisaðgerðirnar komi til móts við sjómennina, með t. d. auknum sjómannafslætti, eða fyrirtækin sem lenda í þessu,“ segir Gunnþór. 50 ára afmælis Síldarvinnslunnar minnst á ýmsan hátt Síldarvinnslan heldur í ár upp á 50 ára afmæli sitt í ár. Sem liður í afmælishaldinu var starfsmönnum boðið í ferð til Tallinn í Eistlandi 13.-17. september sl. og var flogið beint frá Egilsstöðum. Þessi ferð tókst með miklum ágæt- um. Þá ákvað stjórn Síld- arvinnslunnar í ágúst sl. í til- efni af 50 ára afmælinu að veita 10 milljónum króna í af- mælissjóð, sem verður úthlut- að úr á stofndegi félagsins, 11. desember nk. Úr sjóðnum verður veitt fjármunum, hver styrkur að hámarki 2 milljónir króna, til verkefna á sviði íþrótta og menningarmála í Neskaupstað. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum rann út 1. október sl. og barst fjöldi umsókna, að sögn Gunnnþórs. Í tilefni af afmælinu verður einnig gefin út bók sem hefur að geyma 50 ára sögu Síld- arvinnslunnar eftir Smára Geirsson. Stefnt er að því að bókin komi út á stofndaginn 11. desember nk. N E S K A U P S T A Ð U R Við erum að vinna úr þeirri stöðu sem uppi er - segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað Síldarvinnslan í Neskaupstað er sannkallað burðarfyrirtæki á staðnum. Þó svo að áhersla hjá fyrirtækinu sé fyrst og fremst á veiðar og vinnslu uppsjávartegunda hriktir í með 30% niðurskurði þorskveiðiheimilda, enda er eitt skipa félagsins, Bjartur NK, gert út á bolfiskveiðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.