Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 19
19 unar á opinberum stuðningi. Það er hins vegar verið að endurvekja verkefnið núna til að sporna við þeirri þróun sem mun eiga sér stað í kjöl- far þess að þorskkvótinn hef- ur verið skorinn niður um 30%. Það vantar ekki að heimamenn eru með stórar hugmyndir en það vantar þó að hið opinbera fylgi verkefn- inu betur eftir. Mér persónu- lega þykir það ekkert óeðli- legt að stjórnvöld geti fjár- magnað með okkur þróun- arkostnað á vistvænu sjáv- arþorpi þegar hægt er að setja milljarða í þróunarkostnað til að byggja upp álver og virkj- anir. Ég er þó alls ekki að tala um viðlíka upphæðir eða að við þurfum milljarð króna í þessu skyni. Suðureyri er vist- vænsta sjávarþorp á Íslandi í dag og það kostaði ekkert að skapa það. Það gerðist af sjálfu sér. Það eina sem okk- ur vantar er stuðningur til að þróa verkefnið áfram og nýta þau tækifæri sem í þessu liggja,“ segir Elías en hann segir að mönnum gremjist að þrátt fyrir góð fyrirheit stjórn- valda og sveitarstjórna og að því er virðist velvilja í garð þessa verkefnis þá hafi í raun ekkert gerst. Byggðakvóti er ekki rétta leiðin - Hvað með byggðakvóta? Myndi það greiða fyrir þessu verkefni ef þið fengjuð úthlut- að byggðakvóta vegna sjóst- angaveiðanna? „Hvíldarklettur og Sjáv- arþorpið eru tvö aðskilin fyr- irtæki og í eigu mismunandi aðila. Við höfum ekki fengið byggðakvóta á báta Hvíld- arkletts og ég sé ekki að við séum að fá neinn opinberan stuðning við okkar uppbygg- ingu og atvinnusköpun hér á svæðinu. Lausnin liggur, að mínu mati, heldur ekki í því að taka aflaheimildir af öðr- um til að færa þær til okkar. Það er ekki rétta leiðin. Ef hið opinbera meinar eitthvað með því að það vilji hjálpa til við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum þá er þátttaka í þróunarkostnaði okkar væn- legri leið en byggðakvóti. Við erum að þróa nýja atvinnu- grein sem á eftir að byggjast mikið upp á Íslandi á kom- andi árum og það er óeðlilegt að allur þróunarkostnaður leggist á frumkvöðlana. Það er hrópað um það í öllum fjölmiðlum að allt sé að fara á annan endann í sjávarbyggð- unum, og þá sérstaklega á Flateyri, á sama tíma og við erum að fjárfesta þar fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Það komu margar sendiferðir af ráðamönnum til Flateyrar á meðan við vorum að byggja þar upp í sumar en þær fóru allar að skoða fisk- vinnsluna á staðnum sem ver- ið var að loka. Menn komu svo í viðtöl í fjölmiðlum og töluðu um að bær og ríki muni gera allt sem í þeirra valdi stæði til að endurbyggja atvinnulíf á Flateyri. Þetta fólk stoppaði ekki hjá okkur til að sjá það jákvæða sem var að gerast í samfélaginu og ég veit satt best að segja ekki hvað ráðamenn eiga við þeg- ar þeir segja að þeir muni gera allt, sem er í þeirra valdi, til að aðstoða við endurupp- byggingu atvinnulífs á Flat- eyri.“ Hagkvæmasti útgerðarmátinn? - Í umræðunni um sjóstanga- veiði erlendra ferðamanna á Suðureyri og Flateyri í sumar hefur því m.a. heyrst fleygt að þessar veiðar séu e.t.v. hag- kvæmasti útgerðarkosturinn sem völ er á í dag. Er málið virkilega svona einfalt? „Það er rétt að það er ekki S J Ó S T A N G A V E I Ð I Ánægður með góðan feng!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.