Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 30

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 30
30 væru um umtalsverðar göng- ur ufsa til annarra hafsvæða. Aðferðir Merkingar á ufsa eru nokkr- um vandkvæðum háðar vegna þess hve ufsinn er viðkvæmur fyrir snöggum þrýstingsbreyt- ingum. Af þeim orsökum er nauðsynlegt að ná í fisk til merkinga tiltölulega grunnt til að auka líkur á að hann lifi af merkinguna. Í þessu verkefni var farin sú leið að veiða ufsa á handfæri á grunnu vatni (20-40 m) til merkinga. Árin 2000-2004 voru merktir 15.840 ufsar á tímabilinu júní-sept- ember allt í kringum Ísland (mynd 1). Nokkuð misjafnt var hversu oft var merkt á hverjum merkingarstað en töluverður hluti merkingastað- anna var heimsóttur árlega. Var þá oft um að ræða standa og rif þar sem ufsinn safnast gjarnan saman og því einstak- lega hentugir til merkinga. Meginhluti ufsans var á bilinu 33-57 cm við merkingu og 2-3 ára gamall (myndir 2 og 3). Merkingartíminn var valinn með það að markmiði að ná ufsa á grunnu vatni, en eldri ufsinn leitar oft upp á land- grunnið um sumartímann þar sem hann heldur til fram á haust, auk þess sem yngsti ufsinn sem elst upp í fjörunni dýpkar á sér eftir því sem hann stækkar (Nedreaas, 1987). Ufsinn var veiddur á handfæri á smábátum í eigu Hafrannsóknastofnunarinnar eða leigubátum (mynd 4). Agnhöldin á krókunum voru klemmd til að sár af völdum króka væru sem minnst. Þeg- ar ufsinn var kominn um borð var hann geymdur í 400 lítra fiskikari með rennandi sjó þar til hann var merktur 1-15 mín- útum seinna. Aðeins ufsi í góðu ástandi (lítil sjáanleg sár af völdum króka og eðlilegt sundlag) var merktur. Merkin sem voru notuð voru hefð- bundin T-merki sem fest voru í bak ufsans við fremri bak- ugga (mynd 5). Á hverjum stað voru skráðar upplýsingar um staðsetningu og dýpi ásamt veðurfari. Einnig voru tekin sýni samhliða merking- unum til aldurgreiningar. Endurheimtur komu að langmestu leyti frá atvinnu- veiðum við Ísland. Fiskimenn voru beðnir um að senda merki og kvarnir úr end- urheimtum fiskum ásamt upplýsingum um tímasetn- ingu endurheimtu, staðsetn- ingu, dýpi og kyn og kyn- þroska fisksins. Í lok ársins 2005 voru endurheimtur orð- nar 1279 sem svarar til 8,1% endurheimtuhlutfalls. Við úr- vinnslu notuðum við aðeins fiska sem höfðu verið frjálsir í a.m.k. 30 daga og staðsetning endurheimtna var ljós. Alls uppfylltu 1179 fiskar þessi skilyrði. Þegar unnið er með gögn úr merkingartilraunum verður að hafa í huga að end- urheimturnar eru ávallt tengd- ar sókn veiðiskipa í viðkom- andi stofn. Þar af leiðandi þarf endurheimtuhlutfall inn- an ákveðins svæðis ekki endilega að endurspegla hversu mikið af merktum fiski var á svæðinu heldur getur það allt eins endurspeglað hversu mikið var sótt í við- komandi fiskistofn á svæðinu. Vegna þessa er nauðsynlegt að staðla sóknina á einhvern hátt þegar leitast er við að meta útbreiðslu út frá merk- ingartilraunum. Í þessu verk- efni var fjölþátta fervikagrein- ing notuð til að staðla sókn- ina m.t.t. svæða, ársfjórðunga og veiðarfæra. Upplýsingar úr veiðidagbókum fiskiskipa voru notaðar við stöðlunina. Við úrvinnslu gagnanna skipt- R A N N S Ó K N I R -30 31-35 36-40 41-45 46-50 51-55 56-60 60-80 80+ Lengdarhópar 0 1000 2000 3000 4000 M er kt ir 0 5 10 15 P ró se nt e nd ur he im t Mynd 2. Lengdardreifing merktra ufsa í 5 cm lengdarhópum (stöplar) og hlutfall ufsa í hverjum lengdarhópi sem endurheimt- ist til loka ársins 2005 (lína). 1 2 3 4 5 6+ Aldur 0 2000 4000 6000 M er kt ir 0 4 8 12 P ró se nt e nd ur he im t Mynd 3. Aldursdreifing merktra ufsa (stöplar) og hlutfall ufsa sem endurheimtist í hverjum aldursflokki til loka ársins 2005 (lína).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.