Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 39

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 39
39 yfir svæði sem hefir enga fjár- hagslega þýðingu hvorki til veiða nytjastofna fiska né vinnslu málma eða nokkurs annars á hafsbotni eða örygg- issjónarmiða. Flókið rekstrarumhverfi Annað mál er þegar ríki þurfa að semja sín á milli eða með tilstyrk alþjóðastofnana um nýtingarrétt þegar um flökk- ustofna er að ræða er halda sig ýmist innan eða utan efnahagslögsögu ríkja. Að því er Íslendinga varðar hafa þeir helst hagsmuna að gæta vegna loðnu og síldar frekar en botnfiskstofna nema þá helst karfa. Sem leiðir hugann að hinni margvíslegu nýtingu stofna, sem hluta fæðukeðju sjávar þar sem taka þarf tillit til mikilvægis stofns sem hrygningarstofns ásamt því að vera æti fyrir aðra nytjastofna. Í því sambandi er gott dæmi um samspil þorsks, loðnu og rækju. Sé spunnið frekar má geta sandsílis og sjófugla að ógleymdum hvölum og átu. Ljóst er því að rekstrarum- hverfi sjávarútvegs er óhemju flókið þar sem samspil marg- víslegra þátta vegur þungt. Auk þess sem ekki má virða umhverfisþáttinn að vettugi. Samdóma álit liggur ekki fyrir um hvernig haga beri veiðum við hin margvíslegu skilyrði. Undir hvaða skilyrðum borg- ar sig að geyma fisk í sjó til frekari vaxtar og hvenær ekki. Að mati sumra táknar magur fiskur ætisskort og ætti því að grisja svo meira verði fyrir hendi af æti fyrir þann hluta sem ekki er veiddur skjótt og gæti því aukið þyngd sína, þannig ávaxtast vel í sjó á meðan aðrir eru þeirrar skoð- unar að fiskurinn þoli vel svelti mánuðum saman og muni dafna þegar meira verð- ur um æti og þá sé réttara að veiða hann. Taka þarf þá tillit til kjörsóknar, það er þegar kostnaðurinn við að veiða hvern viðbótarfisk er ámóta og tekjurnar af honum. Kosti meira að auka afla um tonn í jafnstöðu en nemur tekjum af tonninu ber því að láta sókn- ina þar við sitja eða draga úr henni. Afli og meðafli Hafrannsóknastofnun hefir iðulega bent á við hvaða dán- artölur sókn sé næst kjörsókn. Það er því ekki að óathuguðu máli sem lagðar voru fram til- lögur um verulegan samdrátt þorskafla sem endurspeglar í raun annars vegar lækkandi fiskveiðidánarstuðul og veru- lega skerðingu afla um stund- arsakir þótt afli eigi að aukast við slíka dánartölur þegar til lengdar lætur. Enn vakna spurningar þeg- ar kemur að afla og meðafla. Fiskur í opnu hafi er að því leyti ólíkur búpeningi að hann verður ekki markaður sérstökum eiganda sem hefir yfir að ráða ákveðnu afla- marki tilgreindrar tegundar. Né verður ein tegund svo auðveldlega skilin frá annarri eins og hross frá nautgripum. Má því alltaf búast við afla annarra tegunda en sótt er í. Með rækju og humri veiðist iðulega mikið af ýmsum botn- fiski og í fersku minni er stefna fyrirtækis um að veiða þorskkvótann sem meðafla annaarra tegunda. Talna- og myndefnið sem fylgir greininni gefir á margan hátt mynd af fjárhagsstöðu og fjárhagslegu rekstrarumhverfi útvegs. Ef til vill er galli hversu seint upplýsingar um sumt eru á ferðinni. Á það einkum við um eignastöðu og efnahaginn alls. Skuldir við meginhluta lánakerfis eru að- gengilegar allt að því á mán- aðargrunni. Þægilegt þykir að birta raðir sem sýna skuldir eftir lánardrottnum og kjör þeirra samanber fyrstu töflu. Þær tölur sem tiltækar voru um eignir og skuldir í heild er frá árslokum 2005. Sú tafla Mynd 1. Lán innlánsstofnana, fjárfestingarlánasjó›a og lánasjó›a ríkis ásamt endur lánu›u erlendu lánsfé og beinum erlendum lántökum til sjávarútvegs á föstu ver›i árin 1980 til 2006 Mynd 2 Raunvextir lána bankakerfis, fjárfestingarlánasjó›a og lánasjó›a ríkis til sjávar útvegs ásamt vöxtum beinna erlendra lántaka og endurlána›s erlends lánsfjár árin 1990 til 2006 F J Á R M Á L 0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 Erl gengistr. Innlend Alls -10,0% -5,0% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Miðaðir við innlend kjör allra lána Meðaltal yfir lánstíma

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.