Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 21

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 21
21 S J Ó S T A N G A V E I Ð I „Ég hef fylgst grannt með þessu verkefni og fæ ekki betur séð en að það hafi gengið mjög vel þrátt fyrir lít- ilsháttar byrjunarörðugleika. Að mínu mati er þetta ekta dæmi um að verið sé að skjóta nýjum stoðum undir atvinnu- lífið hér á staðnum. Til hafa orðið 15 ný heilsársstörf og á „ferðamannavertíðinni“ þegar allt er í fullum gangi þá koma um 30 manns að þessu verk- efni. Það munar um minna í ekki stærra byggðarlagi.“ Þetta sagði Óðinn Gests- son, framkvæmdastjóri Ís- landssögu á Suðureyri, er hann var inntur álits á sjóst- angaveiðiverkefni Hvíld- arkletts ehf. Megnið af fiskn- um, sem ferðamennirnir veiða, fer til vinnslu hjá Ís- landssögu og sama fyrirtæki sér um að flaka, frysta og pakka fiski sem hinir erlendu gestir fá að taka með sér til síns heima. 30 milljóna kr. velta Íslandssögu af verkefninu „Við tókum á móti rúmlega 130 tonnum af fiski frá bátum Hvíldarkletts í sumar og laus- lega áætlað má segja að vinnsla á aflanum samsvari níu vinnudögum í fiskvinnsl- unni hjá okkur. Þessi fiskur er ekkert öðruvísi hráefni en hefðbundinn skakfiskur. Verðmæti þess afla, sem við keyptum til vinnslu, nam um 20 milljónum króna. Þá er ótalinn sá hagur sem við höfðum af því að framleiða í pakkningarnar sem ferða- mennirnir máttu hafa með sér heim. Þar var um að ræða tíu tveggja kílóa pakkningar með steinbíts-, ýsu- og þorskflök- um fyrir hvern ferðamann. Söluverðmæti þessa afla nam um 12 milljónum króna í sumar þannig að þegar allt er talið þá er velta Íslandssögu vegna sjóstangaveiðanna rúmar 30 milljónir króna. Til að setja það í samhengi má nefna að það er ekki óalgengt að framleiðsluverðmætið nemi um 90 milljónum króna á mánuði hjá okkur,“ segir Óðinn en hann telur að marg- feldisáhrif af komum erlendra sjóstangaveiðimanna til byggðarlagsins eigi eftir að stóraukast á komandi árum ef rétt er haldið á spilunum. „Ef það koma hingað 1500 til 2000 erlendir ferðamenn á hverju sumri til að stunda sjóstangaveiðar þá hlýtur að vera hægt að selja þeim eitt- hvað meira en bara það sem felst í pakkaferðinni. Ég lít á þetta verkefni sem tækifæri fyrir heimamenn til að búa eitthvað meira til í kringum þessa starfsemi.“ Nóg komið af skálaræðum - Nú hefur þorskkvótinn verið skorinn niður við trog á ný- höfnu fiskveiðiári. Óttast þú ekki að sú staðreynd geti haft slæm áhrif á starfsemi Hvíld- arkletts, ekki síst vegna þess að fyrirtækið er háð því að leigja til sín þorskkvóta vegna veiðanna? „Niðurskurður þorskkvót- ans er auðvitað grafalvarlegt mál fyrir þessa atvinnugrein, ekki síður en fyrir sjáv- arbyggðirnar almennt séð. Það má því búast við að að- standendur þessa verkefnis verði að búa sig undir að ganga í gegnum þrengingar líkt og aðrir. Þetta er hins vegar langhlaup, að mínu mati, og menn mega ekki missa móðinn þótt það kunni að blása á móti. Enda er eng- in ástæða til. Það þarf bara að finna ráð til þess að menn geti haldið ótrauðir áfram. Það væru mótvægisaðgerðir í verki. Það er nóg komið af skálarræðum og fögrum fyr- irheitum. Það er kominn tími fyrir efndir,“ segir Óðinn Gestsson. Viðtöl: Eiríkur St. Eiríksson. Ferðamannaútgerðin hefur skapað 15 ný heilsársstörf - segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu á Suðureyri Um 1500 sjóstangaveiðimenn reyndu við þann gula og fleiri tegundir fyrir vestan sl. sumar. Bobby 7 kemur til hafnar með góðan afla.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.