Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 28

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 28
28 Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, segir að því verði ekki neitað að þorsk- kvótaniðurskurðurinn komi við Breiðdalsvík eins og aðra þéttbýlisstaði vítt og breitt um landið. Hann segir að raunar sé lítill sem enginn kvóti leng- ur í byggðarlaginu, en nið- urskurður aflaheimilda geri það að verkum að erfiðara verði fyrir fiskvinnslufyrirtækið Fossvík að afla sér hráefnis í vinnsluna, en það kaupir m.a. afla á markaði fyrir vinnsluna. „Í fyrra fjölgaði aðeins hér í sveitarfélaginu, en í ár hefur fækkað örlítið. Ég veit ekki nákvæmlega fjölda íbúanna núna, en þann 1. desember sl. voru þeir 244 talsins,“ segir Páll, en íbúar byggðarlagsins hafa fyrst og fremst atvinnu af sjávarútvegi og fiskvinnslu, þjónustu og einnig er bæri- lega blómlegur landbúnaður stundaður á Breiðdal, fyrst og fremst sauðfjárrækt. Fregnir um kvótaniðurskurð höfðu slæm áhrif „Við höfum fundið að það hafði mjög neikvæð áhrif á fólk hér þegar þau tíðindi spurðust út að til stæði að skera þorskkvótann svo mik- ið niður. Þetta skapar mikið óöryggi á stað eins og Breið- dalsvík því það er ekki gott að spá fyrir um hvernig vinnslum sem ráða ekki yfir kvóta reiðir af í slíkum kvóta- niðurskurði,“ segir Páll. Sem fyrr segir er fiskvinnsl- an á staðnum bundin við Fossvík, sem m.a. vinnur ferskan fisk og í neytendaum- búðir. Fyrirtækið er með á sínum snærum bátinn Frið- finn, en að stórum hluta er hráefnið keypt á markaði. Fossvík hefur leigt kvóta og einnig hefur fyrirtækið fengið byggðakvóta, en byggðakvóta síðasta árs hefur raunar ekki ennþá verið úthlutað. “Það er ljóst að með minna framboði af hráefni þrengir mjög að í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja,” segir Páll, en Fossvík er fjöl- mennasti vinnustaður á Breið- dalsvík og því skiptir gríð- arlegu máli að unnt sé að afla nægilegs hráefnis fyrir vinnsl- una. Ferðaþjónustan skiptir miklu máli Ferðaþjónusta skiptir íbúa á Breiðdal og í Breiðdalsvík miklu máli og hefur hún ver- ið vaxandi atvinnugrein á síð- ustu árum. Í ekki stærra byggð arlagi vekur athygli að tvö hótel eru starfrækt, Hótel Bláfell og Hótel Staðarborg, þar sem gamli barnaskólinn var. Þá er kaffihús rekið á staðnum og í kringum Breið- dalsá hefur verið að byggjast upp töluverð þjónusta, m.a. myndarlegt veiðihús. Þröstur Elliðason er leigutaki árinnar og hefur hann unnið mark- visst að því að rækta ána upp. Sleppt tugum þúsunda laxaseiða í hana undanfarin ár og uppskeran er að koma í ljós – hátt í 1000 laxar veiðast nú í Breiðdalsá á hverju sumri og ætla má að veiðin muni aukast í framtíðinni með markvissri ræktun. Að sögn Páls er eitthvað um að íbúar í Breiðdalshreppi sæki vinnu í álver Alcoa á Reyðarfirði, en enn sem kom- ið er er það ekki í miklum mæli, enda um 40 mínútna akstur frá Breiðdalsvík á Reyðarfjörð. Sveitarfélagið Fjarðabyggð nær nú orðið suður á Stöðv- arfjörð og því er orðið stutt yfir í Breiðdal. Páll segir að vissulega hafi verið þreifað á þeim möguleika að Breiðdal- ur yrði hluti af Fjarðabyggð, en engar ákvarðanir hafi ver- ið teknar í þeim efnum enn sem komið er. B R E I Ð D A L S V Í K Fjölmennasta atvinnufyrirtækið á Breiðdalsvík er Fossvík. Kvótaniðurskurðurinn kemur við Breiðdælinga eins og aðra. Kemur við okkur eins og aðra - segir sveitarstjóri Breiðdalshrepps um þorskkvótaniðurskurðinn SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstistöðvar - fyrir einn notanda eða fjölnota HD 9/16-4 ST / HD 13/124 ST ■ Vinnuþrýstingur: 30-160 / 30-120 bör ■ Vatnsmagn: 550-900 / 600-1300 ltr/klst ■ Heitt og kalt vatn ■ Sjálfinndraganlegt ■ Ryðfrítt Slönguhjól

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.