Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 13
13 áhrif á afkomu laxeldisfyr- irtækja að það taki 34 mánuði að ala lax upp í fjögurra kílóa sláturstærð í sjókvíum en til samanburðar megi nefna að það taki ekki nema 23 mán- uði í strandeldi, þ.e.a.s. í stöðvum á landi. Til að setja þetta í samhengi við fram- leiðslu á öðrum matvælum hérlendis nægi að benda á að það taki 33-35 daga að ala kjúklinga í sláturstærð miðað við að þungi þeirra í neyt- endapakkningum sé 1,25 kg og ungnaut nái allt að 200 kg þyngd á aðeins 20 mánuðum. Bleikjueldið Mestar væntingar eru bundn- ar við eldi á bleikju hérlendis. Sex fyrirtæki sem eru aðilar að LF stunda bleikjueldi. Stærst er Íslandsbleikja með þrjár eldisstöðvar, eina á Vatnsleysuströnd (áður Sil- ungur), og aðra á Stað við Grindavík, (áður Íslandslax) og Öxnalæk í Ölfusi. Eld- isstöðvarnar eru í eigu Sam- herja sem einnig á seiðaeld- isstöðina Íslandslax á Núpum í Ölfusi. Önnur eldisfyrirtæki með bleikju eru Fiskeldið Haukamýrargili við Húsavík, Glæðir á Kirkjubæjarklaustri, Silfurstjarnan í Öxarfirði og Rifós sem áður hefur verið nefnt. Guðbergur segir að kjör- aðstæður séu á Íslandi til bleikjueldis en helsti vandi framleiðenda sé hins vegar sá að bleikjan sé lítið þekktur fiskur á heimsvísu. Það tak- marki sölumöguleikana veru- lega. „Áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 3000 tonna fram- leiðslu á þessu ári en það stefnir í að framleiðslan verði um 500 tonnum minni. Eina ástæðan fyrir því er sú að við höfum ekki enn kaupendur að meira magni,“ segir Guð- bergur en hann getur þess að helstu markaðir fyrir íslenska bleikju séu í Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum, í löndum eins og Frakklandi og Sviss og þá á svæðum í nágrenni Alpanna og einnig sé nokkuð magn selt til Bretlands. „Við erum með markaðs- verkefni í gangi fyrir bleikju sem er styrkt af AVS rann- sóknasjóði í sjávarútvegi og Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins. Í tengslum við það höf- um við tvívegis kynnt ís- lensku bleikjuna á sjávarút- vegssýningunni í Brussel og einu sinni höfum við kynnt bleikjuna á sýningunni í Bo- ston. Viðbrögðin voru út af fyrir sig góð en það tekur allt- af tíma að vinna nýja markaði og oft er það svo að það eru meistarakokkarnir sem ráða ferðinni. Ef þeir þekkja ekki hráefnið þá fær það ekki kynningu á veitingastöðum þeirra eða í fjölmiðlum.“ Þorskeldið Þorskeldi á Íslandi byggir að langstærstum hluta á áfram- eldi eða framhaldseldi á villt- um þorski. Fjögur þorskeld- isfyrirtæki eiga aðild að LF. Þau eru Hraðfrystihúsið- Gunnvör, Brim, Síldarvinnsl- an og Þóroddur sem er með starfsemi á Tálknafirði og Pat- reksfirði. „Menn hafa bundið miklar vonir við þorskeldið og við erum með sérstakt þorskeld- isverkefni í gangi sem Valdi- mar Ingi Gunnarsson stýrir af mikilli festu. Við höfum feng- ið 500 tonna þorskkvóta til tilraunaeldis en með því er átt við að smár þorskur er veidd- ur á hefðbundinn hátt en fisknum er landað lifandi og hann fóðraður áfram í sjókví- um. Það er óhætt að segja að þessi kvóti hafi verið hrygg- stykkið í þorskeldinu fram að þessu enda svarar það tæpast kostnaði fyrir sjávarútvegsfyr- irtækin að verja kvótum sín- um til áframeldis, hvað þá að það gangi upp ef menn þurfa að leigja eða kaupa kvótana á markaði,“ segir Guðbergur en þess má geta að eina eig- inlega þorskseiðaeldisstöðin hérlendis er tilraunastöð Haf- rannsóknastofnunar á Stað við Grindavík. Þar hafa verið alin um 200 þúsund þorsk- seiði á ári. Reyndar getur Guðbergur þess að Háafell í Ísafjarðardjúpi hafi séð um að ala þorskseiði sem séu af- rakstur tilrauna með þorsk sem alinn hefur verið í áfram- eldi. „Áframeldið hefur leitt það af sér að það hefur verið hægt að velja besta hrygning- arfiskinn og nota hann til seiðaframleiðslu. Þessi valdi fiskur hefur þegar getið af sér tvær kynslóðir seiða. Fyr- irtækin í þorskeldi, Brim, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Sal- ar Islandica o.fl. eru með sameiginlegt kynbótaverkefni, Icecod, í samvinnu við Haf- rannsóknastofnunina og Stofnfisk. Þetta kynbótastarf hefur skilað góðum árangri og vonandi mikilvægum efni- við þegar fram líða stundir.“ Annað eldi Hjá fimm fyrirtækjum innan LF er lagt stund á annars kon- ar eldi en að framan er talið. Silfurstjarnan í Öxarfirði er í lúðu- og sandhverfueldi auk seiðaeldis og bleikjueldis, sem áður hefur verið nefnt, Stofnfiskur hefur sérhæft sig í seiðaeldi og kynbótum á því sviði, Íslandslax á Núpum í Ölfusi er einnig í seiðaeldi og hið sama á við um Norðurlax í Aðaldal, sem aðallega sér um að ala laxaseiði fyrir lax- veiðiár, og FISKEY sem er frumkvöðull í lúðuseiðaeldi. Guðbergur segir að mjög góður árangur hafi náðst í lúðuseiðaeldi hérlendis en FISKEY hefur staðið fremst fyrirtækja í heiminum á því sviði. „Það hefur komið mönn- um mjög á óvart að kjörhiti lúðunnar er töluvert hærri en lengst af var talið. Nú er verið að ala lúðu hjá Silfurstjörn- unni í Öxarfirði í samræmi við þessa nýju þekkingu og kostur þessa er sá að það tek- ur skemmri tíma að ala lúðuna í sláturstærð og allur tilkostnaður er minni en áður. Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir 100 tonna framleiðslu á þessu ári og vonandi á lúðu- eldið eftir að vaxa og dafna á komandi árum. Hvað varðar sandhverfuna þá telja menn að talsverðir möguleikar séu fyrir hendi í sandhverfueldi. Spánverjar eru stærstu fram- leiðendur á sandhverfu og mesta samkeppnin kemur frá þeim en þeir eru með sitt eldi í sjókvíum og sveiflur í sjáv- arhita ráða miklu um vaxt- arhraða hennar, líkt og lúð- unnar. Silfurstjarnan getur hins vegar alið sandhverfuna og lúðuna við kjörhitastig allt árið í strandeldisstöð sinni. Það er ótvíræður kostur.“ Væntingar Í spjallinu við Guðberg kem- ur skýrt fram að íslenskt fisk- F I S K E L D I Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.