Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 36

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 36
36 um hætti á Suðvesturmiðum, Vesturmiðum, Norðvesturmið- um, Norðausturmiðum og Austfjarðamiðum. „Hvað varðar ýsuna þá er ljóst að það þarf og það verð- ur að breyta þeim viðmið- unarmörkunum sem nú eru höfð til hliðsjónar. Kynþroska ýsa er almennt smærri en fræðingarnir reiknuðu með og það þarf því að lækka við- miðunarmörkin og leyfa sjó- mönnum að veiða þennan fisk og koma með hann að landi. Ég held að menn séu almennt að átta sig á því að notkun skilja á bolfiskveiðum hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Skiljurnar skemma fiskinn og það er vit- að að smáýsa þolir mjög illa að missa hreistur. Að mínu mati er betra að viðurkenna staðreyndir og gera verðmæti úr smáýsunni,“ segir Árni. Ekki óeðlilegt að hækka sjómannaafsláttinn Að sögn Árna geta stjórnvöld einnig gert ýmislegt annað til að auðvelda sjómönnum róð- urinn á þessum þrenging- artímum. „Á mestu niðurlægingarár- um sjávarútvegsins, þegar skip komust ekki á sjó vegna manneklu, þá var tekinn upp svokallaður sjómannaafsláttur í því skyni að fá menn til þess að leggja sjómannsstarf- ið fyrir sig. Sjómannaafslátt- urinn er enn við lýði, a.m.k. að nafninu til, en það er búið að krukka í hann tíu sinnum með einum eða öðrum hætti fyrir atbeina Alþingis frá því að hann tók fyrst gildi. Ég álít ekki óeðlilegt að hækka sjó- mannaafsláttinn sem nemur skerðingu þorskkvótans á meðan þessar aðstæður ríkja. Með því myndu stjórnvöld sýna í verki eitthvað sem benti til að þeir teldu þjóð- arbúinu hag í að eiga áfram íslenska sjómannastétt. Ég veit að þetta er viðkvæmt mál fyrir suma sjómenn en ef ekk- ert verður að gert þá er voð- inn vís. Þess sér nú þegar stað að farið sé að ráða út- lendinga á fiskiskipin og heyrst hefur að menn séu farnir að mæta á hafnarbakk- ann á brottfarartímum skip- anna með nokkra útlendinga með sér í bílnum og bjóða fram starfskrafta þeirra.“ Árni segir að það vanti ekki að íslensk sjómannastétt sé mærð í ræðu og riti á há- tíðarstundum og mannauð- urinn sé nýyrði sem stjórn- völdum virðist sérstaklega hugleikið um þessar mundir. „Ég gef hins vegar lítið fyr- ir svona fagurgala. Það er rétt að það er gríðarlegur mann- auður fólginn í íslenskri sjó- mannastétt. Verðmætasköpun í fiskveiðum hérlendis á hvern sjómann er sú lang- mesta sem þekkist á byggðu bóli og það er ekki síst merkilegt vegna þess að að- stæður til sjósóknar eru óvíða erfiðari og hættulegri. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þekkingu sjómanna sé ekki hægt að meta til fjár. Hins vegar er ekki annað að sjá og heyra á ráðamönnum en að þeir láti sér í léttu rúmi liggja þótt þessari verðmætu þekk- ingu verði kastað á glæ.“ Verðmyndun á fiski efst á baugi í komandi kjarasamningum Samningar yfirmanna á fiski- skipum eru lausir þann 31. maí á næsta ári. Árni segir að fulltrúar sjómanna og útgerð- armanna hafi hist þrívegis til að undirbúa viðræður vegna kjarasamninga fiskimanna en því sé ekki að leyna að búast megi við mjög erfiðum samn- ingaviðræðum. Bara nið- urskurður þorskveiðiheimild- anna einn og sér hafi gríð- arleg áhrif á stöðu sjómanna og viðsemjenda þeirra í kom- andi samningum. Öllum sé ljóst að minna sé til skiptanna og að torvelt geti reynst að ná samkomulagi. „Það er alveg ljóst, að mínu mati, að verðmyndun á fiski verður efst á baugi í við- ræðum um gerð nýs kjara- samnings. Það mál verður að leysa. Þá blasir við að vegna þess gríðarlega óstöðugleika, sem verið hefur í gengismál- um, og vegna niðurskurðar þorskkvótans að þá hlýtur krafa um lágmarkslaun til handa sjómönnum að vera mjög ofarlega á baugi. Bilið milli launa í landi og á sjó hefur minnkað það mikið að ég er ekki viss um að menn sjái ástæðu til að leggja sjó- mennskuna fyrir sig í framtíð- inni að óbreyttu. Íslensk sjó- mannastétt er einstök í heim- inum, að mínu mati, og þar af leiðandi lífsnauðsynlegt að stuðla að því með öllum til- tækum ráðum að gera sjó- mennskuna eftirsóttan valkost á ný í því mikla ölduróti sem einkennt hefur íslenskt efna- hags- og atvinnulíf undanfar- in ár,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórn- armanna. Viðtal: Eiríkur St. Eiríksson. Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Ég er þeirrar skoðunar að þekkingu sjómanna sé ekki hægt að meta til fjár. Hins vegar er ekki annað að sjá og heyra á ráðamönnum en að þeir láti sér í léttu rúmi liggja þótt þessari verðmætu þekkingu verði kastað á glæ,” segir Árni Bjarnason. LEGUR WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200 N1 býður úrval af legum og tengdum vörum fyrir iðnað, bifreiðar og sjávarútveg. Hafðu samband við fagmenn okkar í síma 440 1233. Legur · Leguhús · Reimar · Tannhjól · Reimskífur Pakkdósir · Sérverkfæri · Legufeiti F í t o n / S Í A

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.