Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2007, Side 33

Ægir - 01.08.2007, Side 33
33 Hafa ber í huga að ekki er útilokað að skil á merkjum úr ufsum sem veiðast á öðrum hafsvæðum séu verri en úr heimtum hér heima og hærra hlutfall ufsa hafi gengið yfir á önnur hafsvæði. Umræður Niðurstöðurnar benda til þess að smáufsi haldi sig að mestu á merkingarsvæðunum fyrstu árin eftir merkingu. Hins veg- ar ferðaðist ufsinn mikið inn- an hvers merkingarsvæðis og virtist hann leita mikið út í kantana á u.þ.b. 200 m dýpi. Það að ufsinn kjósi mis- munandi farleiðir, réttsælis og rangsælis frá merkingarsvæð- unum, skýrist líklega af því að ufsinn kjósi þær fæðuslóð- ir sem eru næstar merking- arsvæðum. Sumir merking- arstaðir voru staðsettir mitt á milli fæðusvæða og því var tilviljanakennt á hvort svæðið ufsinn leitaði. Niðurstöður okkar benda ekki til að ufsi gangi í stórum stíl frá íslensku hafsvæði og kemur það heim og saman við niðurstöður fyrri merk- inga við Ísland (Jones og Jón Jónsson, 1971). Ástæður þess að ufsi ferðaðist mikið frá Noregi til Íslands á sjötta tug síðustu aldar má líklega tengja við göngur norsk-ís- lensku síldarinnar hingað á þessum árum. Við Noreg er síld mikilvæg bráð fyrir ufs- ann og er líklegt að ufsinn hafi elt síldina yfir hafið þeg- ar hún gekk á fæðuslóðir sín- ar við Ísland. Einnig gætu göngur ufsa frá Færeyjum til Íslands tengst göngum kol- munna á þessum slóðum. Því miður hafa litlar sem engar merkingar átt sér stað við Noreg og Færeyjar að und- anförnu og því ekkert hægt að segja til um þessar göngur á undanförnum árum. Að lokum má geta þess að hér er ekki um lokanið- urstöðu að ræða þar sem að- eins eru teknar fyrir end- urheimtur til loka ársins 2005 en síðan hefur nokkur fjöldi ufsa endurheimst. Enn er mikið af merkjum í sjó og munu endurheimtur þeirra vonandi varpa enn betra ljósi á hegðun ufsans við Ísland. Í þessari grein er stiklað á stóru í niðurstöðum okkar úr þess- ari merkingartilraun. Ef menn hafa áhuga á að kynna sér niðurstöðurnar betur bendum við á grein Hlyns Ármanns- sonar o.fl. (2007) þar sem far- ið er nákvæmar í aðferða- fræði og niðurstöður verkefn- isins (sjá tilvitnanaskrá). Merkingartilraunir sem þessar væru ómögulegar ef ekki kæmi til gott samstarf við sjómenn og aðra þá sem finna merki og senda upplýs- ingar um þau til Hafrann- sóknastofnunarinnar. Þeim er hér með þökkuð samvinnan í gegnum tíðina með von um áframhaldandi gott samstarf. Tivitnanir Hlynur Ármannsson, Sigurður Þór Jónsson, John D. Neilson og Guð- rún Marteinsdóttir. 2007. Distribu- tion and migration of saithe (Pol- lachius virens) around Iceland in- ferred from mark-recapture stu- dies. ICES Journal of Marine Sci- ence, 64: 1006-1016. Jakobsen, T., og Olsen, S. 1987. Var- iation in rates of migration of sa- ithe from Norwegian waters to Iceland and Faroe Islands. Fisher- ies Research, 5: 217–222. Jones, B. W., og Jón Jónson. 1971. Coalfish tagging experiments at Iceland. Rit Fiskideildar, 5: 1–27. Nedreaas, K. 1987. Food and feeding habits of young saithe, Pollachius virens (L.), on the coast of western Norway. Fiskeridirektoratets Skrif- ter, serie Havundersökelser, 8: 263–301. Gunnar Stefánsson og Ólafur Karvel Pálsson. 1997. BORMICON. A bo- real migration and consumption model. Hafrannsóknastofnunin Fjölrit, 58. 223 bls. R A N N S Ó K N I R Mynd 7. Uppruni ufsa sem endurheimtust á fæðuslóðum norðvestur og suðaustur af Íslandi og á Reykjaneshrygg. Fjöldi end- urheimtra var skalaður til að samsvara 2000 merktum einstaklingum frá hverju svæði. Staðsetning fæðuslóða er sýnd á mynd 1.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.