Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 31

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 31
31 um við hafsvæðinu í kringum Ísland upp í átta svæði (mynd 1) og höfðum til viðmiðunar svæðaskiptingu sem notuð hefur verið í svokölluðu BORMICON líkani á Hafrann- sóknastofnuninni (Gunnar Stefánsson og Ólafur Karvel Pálsson, 1997). Árinu var skipt í ársfjórðunga til að kanna hvort greina mætti árs- tíðabundnar göngur ufsa og einnig til útreikninga á árs- tíðabundinni sókn. Sókn fiski- skipa var stöðluð þannig að mögulegt var að fá heild- arsókn innan hvers svæðis og ársfjórðungs. Hlutfall merktra fiska innan hvers svæðis var síðan metin út frá sókn innan svæðis m.t.t. ársfjórðungs og stærðar svæðisins. Niðurstöður Þegar búið var að staðla end- urheimtur m.t.t. sóknar komu flestar endurheimtur ávallt frá merkingarsvæðinu sjálfu (mynd 6). Hlutfall end- urheimta innan merking- arsvæðis var lægst (38,1%) á svæði 6.7, austur af landinu en hæst (83,2%) á svæði 9 við suðurströndina. Ef lagðar voru saman endurheimtur á merkingarsvæðunum og þeirra tveggja svæða sem voru aðliggjandi var hlutfallið lægst (80,4%) á svæði 6.7 en hæst (98,4%) á svæði 1 (vest- ur af landinu). Endurheimtu- dýpið breyttist marktækt yfir árið. Frá ágúst til loka mars var endurheimtudýpið að meðaltali um 200 metrar. Frá lokum apríl minnkaði end- urheimtudýpið og varð minnst í júní eða um 110 metrar, en jókst síðan smá saman eftir það. Skýringarnar á þessu gætu bæði legið í árs- tíðabundnum göngum ufsa upp á landgrunnið yfir sum- artímann ásamt því að á þess- um tíma er meiri sókn með veiðarfærum sem veiða ufs- ann grynnra s.s. handfærum. Ef ufsi endurheimtist utan merkingarsvæðis síns var töluverður munur á því hvort algengara væri að hann end- urheimtist á svæðum réttsælis eða rangsælis við merking- arsvæðin. Ufsi merktur á R A N N S Ó K N I R Mynd 4. Rannsóknabátur Hafrannsóknastofnunarinnar Einar í Nesi í eigu sem var notaður við merkingar úti fyrir Norðurlandi og að hluta til við Suðvesturland. Mynd 5. Merktur ufsi tilbúinn til sleppingar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.