Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 10
10 F I S K E L D I Trausti Steindórsson hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Marine Spectrum telur að ef rétt er á spilum haldið séu ýmsir áhugaverðir möguleikar í fisk- eldi hér á landi. Mikilvægast sé þó að hlúa vel að rann- sóknarþættinum og fara ekki út í eldi fyrr en ýmsum grund- vallarspurningum sé svarað. Varðandi þorskeldi telur Trausti mikilvægt að Íslend- ingar feti sig áfram hægt og bítandi og fari út í tilraunaeldi á þorski frá grunni. Marine Spectrum, ráðgjaf- arfyrirtæki í fiskeldi, var ný- lega stofnað, en að því standa þeir Trausti Steindórsson og Sveinbjörn Oddsson, sem hafa langa reynslu að baki í fiskeldi. Trausti hefur á einn eða annan hátt starfað að fiskeldi undangengin sautján ár. Hann stundaði á sínum tíma nám í fiskeldi við Hóla- skóla og lauk síðar meistara- prófi í fiskeldisfræðum frá há- skóla í Montpellier í Frakk- landi. Hann hefur starfað að fiskeldi hér á landi, í Frakk- landi og Noregi. Sveinbjörn hefur starfað að fiskeldi í hartnær þrjá áratugi, hér á landi, í Noregi, Ástralíu og víðar. Hann er líffræði- menntaður og stundar nú nám í umhverfisfræði við Há- skólann á Akureyri. „Við stofnuðum þetta ráð- gjafarfyrirtæki seint á síðasta ári og erum núna smám sam- an að koma okkur af stað. Það eru ýmis mál í pípunum. Við komum til með að koma að ýmsum verkefnum í fisk- eldi, varðandi eldið sjálft, stofnsetningu eldisfyrirtækja o.fl., en við hugsum ekki til þess að vera beinir þátttak- endur í rekstri eldisfyrirtækja, aðeins í ráðgjöf,“ segir Trausti Steindórsson og bendir á að einnig verði sinnt þróun á ýmsum búnaði til fiskeldis og unnið sé að ýmsum nýstar- legum hugmyndum vegna fiskeldis. Ýmislegt hægt að yfirfæra úr laxeldinu yfir á þorskeldið Í ljósi kvótaniðurskurðar í þorski á yfirstandandi fisk- veiðiári og næstu árum er ljóst að í vaxandi mæli verður horft til þorskeldis. Trausti segir ýmislegt jákvætt varð- andi hérlent þorskeldi. „Við erum hér með gott sölukerfi og sömuleiðis vinnslu. Hins vegar þarf að leysa ýmis vandamál varðandi matfisk- eldi á þorski til þess að það verði arðbært. En ég bind vonir við að innan fimm ára verðum við búnir að finna lausnir á þeim málum. Á sín- um tíma tók rannsóknaþátt- urinn í laxeldi mikinn tíma og við getum nýtt okkur ýmislegt úr laxeldinu í þorskeldinu,“ segir Trausti. Hann segir ekki gott að segja hversu lengi hinn náttúrulegi þorskstofn verði í lægð og því sé mikil óvissa um hvort menn horfi fram á 130-150 þúsund tonna þorskkvóta á næstu árum. Óháð því sé nauðsynlegt að Íslendingar haldi markvisst áfram í þorskeldinu „Við þurfum að fara út í tilrauna- eldi þannig að við verðum til- búin til þess að taka stærra skref í þorskeldinu síðar. Að mínu mati þyrfti að koma til opinber stuðningur í formi niðurgreiðslu á fóðri, eða ein- hverskonar styrkir til þess að unnt verði að fara í tilrauna- eldi, sókn er besta vörnin og hægt er að líta á kvótanið- urskurðinn sem tækifæri til að sækja fram í þorskeldi og sjá má fyrir sér 50-60 þúsund tonna framleiðslu innan Að margra mati verður aukinn kraftur settur í þorskeldi í ljósi minnkandi þorskkvóta: Stuðningur við þorsk-- eldi er hnitmiðuð mótvægisaðgerð - segir Trausti Steindórsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Marine Spectrum Allur björgunarbúnaður sem þarf um borð Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.